Dagur


Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 11

Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 11
9. nóvember 1984 - DAGUR - 11 / ,Aheyrenaur eru besti gagnrýmndinn“ - Kristján Jóhannsson fékk góðar móttökur í Bandaríkjunum „Ég er himinlifandi með þær undirtektir sem ég fékk að lokinni frumsýningunni, enda finnst mér stemmningin meðal áheyrenda oftast besti mælikvarðinn á hvernig til tekst, áheyrendur eru besti gagnrýnandinn, “ sagði Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, í stuttu spjalli við Dag. Kristján háði frumraun sína á bandarísku óperusviði um síðustu helgi, í óperunni í Columbus í Ohio; söng þar Ricardo í Grímudansleiknum eftir Verdi. Það er draumur flestra ungra söngvara að hasla sér völl í Banda- ríkjunum, því þar eru tækifærin," sagði Kristján, „þess vegna vonast ég til að fá hér víðar álíka móttökur og í Columbus." Kristjáns bíða nokkur verkefni í Bandaríkjunum, m.a. í Cincinnati, Thulsa og Hartford, en einnig hefur hann gert samninga í Evrópu og Suður-Ameríku. Kristján þarf því ekki að kvíða verkefnaleysi, því segja má að hann sé „fullbókaður“ næstu tvö árin og lengstu samningarnir ná allt fram til ársins 1988. Á döfinni er að gefa út aðra hljómplötu með söng Kristjáns og að líkindum kemur hún á markaðinn um mitt næsta ár. Á plötunni verða ein- göngu þekktar óperuaríur, sem Kristján syngur við undirleik Lund- únasinfóníunnar undir stjórn ítalans Laurentzo Barbasini. Kristján er væntanlegur heim til Akureyrar í jólafrí og standa þá vonir til að hann geti haldið tónleika, að líkindum í Borgarbíói. Kristján Jóhannsson sem Don Carl- os í samnefndri óperu Verdis með Opera Dorset. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 10. nóv. *>■ Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu og Alla leikur fyrir dansi til kl. 02. Athugið! Matsalurinn verður lokaður til kl. 22.30 vegna einkasamkvæmis. Borðapantanir teknarí síma 22200. REYRI Jólaföndur Vattkúlur ★ Pípuhreinsarar ★ Filt ★ Strigi ★ Tágar Textillím o.fl. Föndursettin vinsælu bæði sænsk og íslensk AB-búðin Kaupangi - / Ertþú ^ búinn að fara í Ijósaskoðunarferð? Næsta sýning laugardag 10. nóv. kl. 20.30. Fáar sýningar eftir Miðasala er alla virka daga í Turn- inum við göngugötu frá kl. 14-18. Sími 25128. Á laugardögum og sunnudögum er miða- salan í leikhúsinu kl. 14-18. Sími24073. Þar að auki er miðasalan opin alla sýningardaga í leikhúsinu frá kl. 19 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar. Það er alltaf hlýtt og notalegt í Sunnuhlíð * Laugardaginn 10. nóv. kl. 10.30 f.h. syngur Kirkjukór Lögmannshlíðar. Stjórnandi Áskell Jónsson. Verið velkomin. Bólusetning gegn lömunarveiki Almenn bólusetning gegn lömunarveiki (mænu- sótt) fer fram í Heilsuverndarstöð Akureyrar, Hafnarstræti 104, 2. hæð, mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 17-19 (5-7) báða dagana. Fólk er minnt á að til þess að bólusetningin nái takmarki sínu, þarf að viðhalda ónæmingu með bólusetningu á 5 ára fresti og eindregið hvatt til þess að nota þetta tækifæri. Hafið meðferðis ónæmisskírteini ykkar. Bólusetningin er ókeypis. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Norðurgötu 46, Akureyri. Jón Þórisson, Geirþrúður Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Páll Sveinsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Sognstúni 4, Dalvík, þingl. eign Jóhanns Antonssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., veð- deildar Landsbanka íslands og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Böggvisbraut 23, Dalvík, þingl. eign Ingólfs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 85. og 86. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981* á fasteigninni Hafnarbraut 13-15, Dalvík, þingl. eign Söltunar- félags Dalvíkur hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs, Skúla J. Pálmasonar hrl., Gunnars Sólnes hrl., Björns J. Arnviðarsonar hdl. og Fiskimálasjóðs á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Dalvtk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eign Ránar hf., fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri miðviku- daginn 14. nóvember 1984 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fiskiskipinu Baldri EA-108, þingl. eign Upsastrandar hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Guðmundar Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Grundargötu 5b, Dalvík, þingl. eign Þveráss hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvík.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.