Dagur - 09.11.1984, Page 12

Dagur - 09.11.1984, Page 12
12 - DAGUR - 9. nóvember 1984 >> Konurém fótum í Kenya „Það var fyrir köllun, sem ég ákvað að fara til Kenya; þetta var úið að gerjast í mér mjög lengi og ég fann að ég yrði ekki í rónni fyrr en ég væri búinn að prófa þetta. Og nú er ég búinn að vera þarna í þrjú og hálft ár og fer til Kenya aftur næsta sumar.“ Það er Kjartan Jónsson, prestur 'og kristniboði í Kenya, sem hefur orðið í samtali við Dag, en þessa dagana dvelst Kjartan á Akureyri í tengslum við kristniboðsvikuna, sem lýkur á sunnu- daginn. Kjartan er fæddur Reykvíking- ur og alinn þar upp, en einnig á hann rætur í Kópavoginum. Hann útskrifað- ist guðfræðingur árið I980 og sama ár var hann kominn í enskunám til Bretlands, en það er hefðbundinn undirbúningur fyrir starf í Kenya. í janúar árið eftir var hann kominn til Kenya ásamt konu sinni, Valdísi Magn- úsdóttur, og tveim dætrum þeirra hjóna. Þá var sú yngri aðeins fimm vikna og nú hefur þriðja barnið bæst í hópinn. Kjartan var fyrst spurður hvort Kenya hafi reynst það land sem hann hafði gert sér í hugarlund. „Nei, landið og fólkið var allt öðru- visi en ég hafði ímyndað mér,“ svaraði Kjartan. „Ég hafði náttúrlega séð lands- lagsmyndir frá Kenya og þær stóðust, en mannlífið var allt annað en ég átti von á; hugsanahátturinn, fáfræðin, fá- tæktin og hindurvitnin eru hlutir sem maður gerir sér ekki í hugarlund úr mikilli fjarlægð.“ - Hvar hefur þú verið í Kenya og hvernig lífi lifir það fólk sem þarna býr? „Ég hef verið í Norðvestur-Kenya, ekki langt frá landamærum Uganda, við sjáum þangað út um gluggann okkar. Þarna býr fólk af Pókotþjóðflokknum, sem er álíka stór og íslenska þjóðin, um 200 þúsund, þó ekki sé til um það ná- kvæmt manntal. Þetta er við miðbaug- inn, í um 1.800 m hæð, og loftslagið er milt og hitinn þægilegur. um 25-30°C, Kjartan Jónsson. en svalinn sem fylgir rigningartímanum er oft kærkominn. Hann er oftast í apríl, maí á vorin og síðan aftur í júlí, ágúst og september. En rigningin kom aldrei í ár og uppskeran brást því alger- lega, jörðin er sviðin og gefur ekkert af sér. Það blasir því við neyðarástand. Á þeim slóðum sem ég hef verið er þétt sveitabyggð. Þarna lifa smábændur með fjölskyldur sínar, þjóðflokkur sem frá fornu fari hefur verið hirðingjar. En á undanförnum 20 árum hafa flestir þeirra tekið sér fasta bólfestu. Þeir lifa af akuryrkju, rækta aðallega maís og baunir, auk þess sem þeir hafa nokkrar kýr og geitur. En ég er hræddur um að íslenskum bændum þætti lítið til um nytina, því það kallast gott að hafa einn lítra af mjólk úr 20 kúm í mál yfir mesta þurrkatímann." Kjartan fór til Kenya á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga, en forveri hans ytra var Skúli Svavarsson, kristniboði á Akureyri. Kjartan var spurður nánar um starfið. „Kjarninn í okkar starfi er að mynda nýja söfnuði og boða kristna trú, en samhliða er unnið að ýmiss konar fræðslustarfsemi, skólabyggingum og ekki síst heilbrigðisfræðslu til að fyrir- byggja sjúkdóma. Það síðastnefnda fer einkum fram meðal kvenna, því barna- dauði hefur verið mikill í Kenya til skamms tíma. Að stærstum hluta er þar um að kenna fæðuskorti og rangri fæðu- gjöf. Þannig hefur brjóstamjólkin verið á undanhaldi fyrir óblandaðri kúa- og geitamjólk ásamt jurtaseyði, sem hrein- lega hefur gert út af við ungbörnin. Það hefur því farið mikill tími í að sannfæra fólkið um ágæti og nauðsyn mjólkurinnar og hreinlæti við uppeldið.“ - Það er mikið um barnadauða og barneignir; er gert eitthvað í getnaðar- vörnum? „Já, það er reynt, en fyrst þyrfti að útrýma fjölkvæni, því það er algengt; menn eiga þetta 3-4 konur og fara með þær eins og skepnur. Það er hreinlega troðið á konum í Kenya og meðferð þeirra var það sem kom mér einna mest á óvart. Karlarnir taka lífinu létt, eiga hús og jarðarskika fyrir hverja konu og ferðast síðan á milli búanna til að líta eftir. Konurnar þræla og hlaða niður börnum og ef þær standa ekki í stykkinu eru þær barðar til hlýðni. Það er óskap- legt að horfa upp á þetta.“ Þetta getur orðið þeim afskaplega hættulegt, því þjóðemiskenndin erekki sterk hjá þessu fólki og það er hætt við að þeirra tunga og þeirra menning verði hreinlega þurrkuð út. Þess vegna reyn- um við að kenna þeim að nýta það besta úr henni og vestrænni menningu, en hafna því sem einskis er vert.“ - Er mikil fátækt meðal fólksins? „Já, fátæktin er víða óskapleg þar sem við erum, þannig að fólkið líður víða skort.“ - Er stéttaskipting? „Hún er ekki mjög sláandi á þessum slóðum, en hún er mjög mikil í þjóðfé- laginu. Þeir sem eiga peninga geta leyft sér flest og það er oft óhugnanlegt að sjá hvernig þeir skara eld að sinni köku á kostnað þeirra sem minna mega sín.“ - Hvað með stjómarfarið? „Það á að heita lýðræði, afríkanskt lýðræði, og ég er hræddur um að slíkt stjórnarfar yrði ekki hátt skrifað hér á landi. Æðsta valdið er forsetinn og það eru ekki leyfðir aðrir stjórnmáiaflokkar en flokkurinn hans. Það gengur líka erf- iðlega að halda uppi lögum og reglum í landinu. Þjóðflokkaerjur em tíðar, enda hafa þessir þjóðflokkar eldað grátt silf- ur saman frá fornu fari. Þeir ráðast hverjir á aðra og stela; það em dæmi þess að á einni nóttu hafi verið stolið 1.000 kúm. Árásarmennimir fara um með vélbyssur og em illskeyttir. Manns- lífin eru ekki hátt metin þegar svona stendur á.“ - Nú ert þú með fjölskyldu; hvernig aðlagast börnin þessu þjóðfélagi? „Mjög vel, ætli þetta sé ekki auðveld- ast fyrir börnin. Þau em í heimsókn hérna núna, því þau tala um að fara heim til Kenya. Þau eru í norskum heimavistarskóla, þar sem kennt er á orsku, en því miður höfum við ekki ís- lenskan kennara þar. Til að bæta það upp tölum við íslensku við börnin eins og hægt er, því við viljum ala þau upp sem grjótharða íslendinga.“ - Nú hefur verið kristniboð á ykkar vegum í þessu héraði síðan í ársbyrjun 1979. Sést árangur? „Já, tvímælalaust, safnaðarmeðlimir eru komnir yfir 300, við höfum byggt tvö skólahús og ný kristniboðsstöð er í byggingu. Það er því sýnt, að Guðs orð hefur fallið þarna í góðan jarðveg. Þess vegna vil ég hvetja alla kristna menn til að leggja þessu máli lið,“ sagði Kjartan Jónsson í lok samtalsins. - GS - Nú virðist þetta fólk vera marga áratugi á eftir tímanum um margt, en er þetta að breytast? „Já, þetta hefur breyst mikið síðustu 5-6 árin, og mest urðu umskiptin eftir að norska þróunarhjálpin lagði malbik- aðan veg um héraðið. Þar með flæddi þar inn vestræn menning með öllum sín- um kostum og göllum. Mér er það sér- staklega minnisstætt þegar ég fór fyrst í heimsókn til innfæddra. Ég var spennt- ur og beið þess með tilhlökkun að mér yrði boðið upp á einhverja hressingu að þeirra sið, átti von á því að fá eitthvað sem ég hefði aldrei bragðað áður. En þá komu gestgjafarnir með kók. Ég get ekki lýst vonbrigðunum. íbúarnir eru mjög opnir fyrir nýjung- um; þeir gera sér grein fyrir því að þeir hafa orðið útundan, aðrir landsmenn hafa fengið nútímamenninguna fyrr. Pókotbarn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.