Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 13
9. nóvember 1984 - DAGUR - 13 &*¦ Hann er ekki nema eina sekúndu að munda Colfinn. Það er heldur ekkert grín aft horl'a upp í hlaupið á þessu fallstykki. Colt 45, Single Aciiou hefur sent milljónir manna yfir móðuna miklu, yfir á hinar ei- iílu veiðilendur. Það þarf styrka hönd lil að iimiida þetta drápstæki og kjark til að taka í gikkinn. Bimbo og ég, þökkuni okkar sæla fyrir að húið er að steypa upp í hlaupið... Sviðið erekki whiskey-búJta í Santa- Fe, púðurmenguð með gatslitnum spilaborðum og vafasömum kvcn- roónnura. Viðerum stödd að ()se\n 6 á Akureyri, nánar tittekið {Stúdio Bimbó. Par hefur aldrei verið hieyptf úr byssu og sjaldan nokkuð stoikaia eti vatn stökkt þar þorsta manna. II stað spilaborða eru upptökutæki s< m fóstrað hafa kúreka norðursins o|| kvenfólk vcrða menn að útvega ser annars staðar. johnny King situr a moti mér. Gallaiaus (frb. með veiku 1-hljóði), virðist hann ósköp venjulmui smaður, Mikið rétt, þetta er ekki Johnny King. Hann heitir Jón Vik- ingsson utan sviðsins og hann kemup óvopnaður til dyra f þessu spjalli. Ergo: Kemur tít dyranna eins og: hann er klæddur. í fókus Talið berst fyrst að •kvikroyndmni Kúrekum norðursins sem nú er á aBráf vörúm. Myndín sem er gerð af Friðr- iki Pór Friðrikssyni á Kántrýhátið- inní á Skagaströnd í sumar var frum- sýnd í Reykjavík urn síðustu heigi. Viðtðkurnar voru vægast sagt stm- brotnar en ekki allir á eitt sáliu hvernig beri að túlka útkomuna. Hvað finnst Jóni Víkingssyni aiias: Johnny King? - Ég er ánægður með þessa mynd| að morgu leytí en myndgæðin sjálf eru fyrir neðan allar gangstéttarhellur. - Hvað ertu ánægður með? -¦ Ætli ég sé ekki fyrst og fremst ánægður með það að þó myndin sé óskýr þá sér.fólk hvað var að gerast á Skagaströnd á hátíðinní þannig að ef haldin verður önnur kántrýhátíð: þá verður hún örugglega betur sótt Eg er einnig nokkuð ánægður meðl minn hlut í myndinni. Ég er aöj mínnsta kosti í fókus - sem er meirá !in sagt verður um Hailbjorn félaga minn. - Nú hefur þessari mynd oðrum þræði verið lýst sem grínmynd. í hverju er þetta grín fólgið að þfnu mati? - Pað er erfltt að svara þvf en... Jón dregur seiminn en heidur svo áfram... við vitum það alltr, Hali- björn veit það, ég veit það og Siggi Helgi veit það að það er veriö að gera gríh að okkur en það er allt í lagi. Kántrýið er komið til að vera og þáð þolir alveg smá grfn. Sumt af gagnrýninni er hins vegar ómaklegt enda er kántrýtónlistin ein útbreidd- iMt& íónlistarstefnan í heiminum f dag. Hallbjörn til dæmis, á heiður; skilið fyrir það sem hann hefur gert. í>að þarf kjark til þess að gera það sem hann hefur gert á undangengn- um misserum. - Nú ert þú tiltölulega nýr á þess- um vettvangi. Hvað vaktí áhuga þinn á kántrýtönlist? - Kántrýtónlist eða kántrýrokk sem ég tel mig fulltrúa fyrir, er ekki mfn uppáhaldstónlist.-íað má vel koma fram. í>egar ég sest niður f stofunni heima hjá mér hlusta ég á þungarokk - það er mín músík. Reyndar er það rokkið sem aðgreinir okkur Hallbjörn. Hann er kántrý- tónlistarmaður a la NashwiIIe en ég er kántrýrokkari, Ég forakta breik eða skrykk en það er mitt mál. Öll lónlist á rétt á sér. Ekki síst kántrý- tónlistin. - Má skilja þetta sem svo að þú sért tækifærissinni í tónlistinni? MMMMm JOHNNY - lJað er rétt að ég er tækifæris- sihni. Ég stend í kántrýrökidnu á meðan stætt er og ef það líður undir lok þá bregð ég fyrir mig öðru gervi. Ég er hins vegar ekki í þessu til að græða á þvf. Eg ætla að gera mítt til þess að gera kántrýrökkio vinsælt og mér finnst margt benda til þess að jarðvegurinn sé góður. Eftirherma - Ég hef heyrt að þú hafirbyrjað feril þinn á þvf að herma eftir Háíl- birni. Var það upphafið? - Eg vissi að þessi spurning kæroi. Ég vissi það, segir Jón og lítur hróð- ugur á Bimbó sem dottar f nærtiggj- andi stól, - Ég skal segja þér hvernig þetta byrjaði, segir hann svo og heldur áfram. - Upphafið má rekja nokkuð mörg ár aftur í tfmann. Ég tróð þá af og til upp sem gamanvísnasöngyari heima á Húsavík. Þettagafst nokkuð vel, Ég var einn með kassagítarinn, þar til á einni skemmtun að ég fékk htjómsveit til að troða upp með mér. Hljómsveitin átti að spila undir en þeir eyðilögðu þetta alveg fyrir mér. Ég ákvað þá að hætta að koma fram opinberlega og stóð við það þar til í febrúar sl. t>á kom til mfn kona úr kvenfélaginu og bað mig að koma /|ram á þorrablóti bg herroa eítir Hallbirni Hjartarsyni; Mér leist ekk- ert ó blikuna en tók roér frest. Æfði nokkur lög og sló síðan til. Kerling- arnar bundu síðan kústskaft undir mig - sem áttí að vera hesturinn - og sfðan brokkaði ég um salinn og sóng af hjartans lyst. ÍÞetta gerði ótrúlega lukku og það var nýr staður næstu helgi og aftur ætlaði allt vitlaust að yerða. f þriðja sinn var ég beðinn um að koma fram á kústskaftinu en þá hringái bjalla í hausnum á'rriér'. Því í ósköpunum var é$ að herrna eftir Hallbirni. I»ví söng ég ekki eigin tög, sem égátti nógaf. Petta varð tíl þess að ég útsetti löginj mfn í kántrý- rokkstíl, konan saumaði á mig kú- rekagalia og ég prjónaði af stað. Johnny King - HvaðmeðnafntðJohnnyKing? - Ég held aðþaðhafi aldrei komið fram hver er sagan að bakí þessu nafni en mér er ljúft og skylt að skýra frá því. Þannig er mái með vexti að mér fannst ég þurfa að breyta um nafn. Jón Vfkingsson er ekki það sem hljomar best í þessum bransa og ég settist því niður og hugsaði málið. Niðurstaðan varð Johnny King og það var hvorki mikil né erfið fæð- ingarhríð sem lá að baki. Saga þessa nafns nær ein sjö ár aftur í tímann. Ég var þá á vertíð á Flateyri og vann m.a. með mörgum Áströlum og Ný- sjálendingum. Herbergisfélagi minn var Nýsjálendingur og hann kaliaði mig alítaf Johnny. Nú hann átti erfítt með að segja Víkingsson þannig að hann kallaði mig bara Johnny King og undír þessu nafni gekk ég á Ftat- eyri og jafnvet ísafirði. Ég kann vel við þetta nafn og það er orðið hluti af rncr. Marjir hafa kallað mig því | svona f daglega lífmu en ég kann \ ekki við það. Eg er Jón Víkingsson f daglega lífinu en Johnny King mega atlir kalla mig þegar ég er kominn í gallann. - En hvað gerir þessi íslenski Dr. Jekyll and Mr, Hyde f daglega lífinu? - Ég er verkamaður hjá Húsavík- urbæ og ér stoltur af því. Betri eða skilningsríkari vinnuveitendur gæti ég ekki hugsað mér. Ég hefði aldrei getað staðið í þessum kántrýbransa og unnið að plötunni ef ég hefði ekki fengið að leika lausum hala. Bæj'ar- yfirvöld og verkstj*órar eiga þakkir skildar fyrir stuðninginn. - Nú hefur þú átt talsvert saman við Hatlbjörn að sælda. Eruð þjð keppinautar? - Ég lít ekki svo á málin. Okkur Hallbirni var samt stillt upp sem keppinautum fyrst þegar við komum fram opinbertega. Ðagur lýsti þessu sem einvfgi aldarinnar á Norðurlandi og þegar tit kastanna kom samþykkti fólkið ekkert minna. Þetta var ein- vígi og það var mat Víkurblaðsins sem fylgdist með skemmtuninni að ég hefði unnið á stigum. Nei, ég líl ekki á okkur Hatlbjðrn sem keppi- nauta. Hann er kántrýtónlistarmaður •efj ég er kántrýrokkari. Á því er mik- ill munur, Páimi „Bimbó" Guðmundsson vaknar nú til lífsins og bendir á að það sé mikiil munur á þessum kántrýköppum. - Hallbjörn kom t.d. ekki opin- berlega fram fyrr en eftir fyrstu plötuna en Johnny er búinn að koma yfir 40 sinnum fram með kassagftar- -inn áður en platan kemur út. Ofbeldi Platan. Fyrsta plata Johnny King er mál málanna hjá Stúdíó Bimbó um þessar mundir. Platan heitir „Country rock" og er væntanleg á markað í byrjun desember. Pað er Snorri Guðvarðarson, kántrýlista- maður eins og þeir kalla hann, sem hefur útsett plðtuna en hún verður einmitt hljóðblönduð um helgina. Ég spyr Johnny King sem nú er kominn í gatlann, hvort þessi piata sé í sama anda og plötur Haltbjarn- ar? - Biddu fyrir þér nei. Þetta er allt önnur tónlist. Reyndar má segjá að á plötunni séu ekkt færri en sex mis- munandi kántrýstefnur og kannski fer ég nálægt Hallbimi í einu lagi eða svo. Hitt er kántrýrokk með krafti. - Það má nefna það, grípur Pálmi fram f (hann fer að vera þreytandi í þessu viðtali) - að þetta verður dýr- asta plata sem ég hef gefið út. Pað eru farnir yfir 300 upptökutímar í hana ogekkert til sparað... (aftur yfir tit JK) - Nú áttir þú eitt lag og texta á síðustu plötu Hallbjarnar. Var hann að gefa þér séns? - Séns. Ekki vil ég segja það. Ég stend fyrir mínu sjálfur og þarf ekki hjálp frá Hallbirni. En það er rétt að ég átti lagið Morgan Kane og textann við það og sömuleiðis textann við Lukku-Láka. Morgan Kane er minn maður og tagið um hann er eld-- gamalt. Ég samdi það líklega f kring- um 1978; Textinn við Lukku-Láka er hins vegar nýrri. Hann samdi ég upphaflega fyrir barnaskemmtun á Húsavík en sfðan held ég að þessi texti hafi skemmt bðrnum á öllum aldri á plötu Hall- bjarnar. - Johnny. Pú ert ofbeidissinnaðri en meðhjátparinn frá Skagaströnd? - Þú átt við byssuna, segir Johnny og strýkur coltinum. - Nei ég er ekki ofbeldissinnaður. Ég fer ekki einu sinni tíl rjúpna hvað þá meira. Byssan og búningurinn eru bara hluti af gervinu. Ég veit ekki betur en Morgan Kane og félagar í vitlta westrinu hafi verið gráir fyrir járnum. Byssan eykur að mínu vití á trúverðugleika gervisins. Ég ræddi þetta einu sinní við Hallbjörn. Hon- um fannst þetta nokkuð glannalegt en ég held að hann hafi fallist á rök- semdir minar. - Nú fer ekki hjá því að það hefur andað nokkuð kðldu að „sunnan" í garð kúreka norðursins. Hvers vegna þessi neikvæði tónn? - Petta var góð spu'rning. Ég hef einmitt verið að veita þessu fyrir mér, Sjáðu til. Allt sem rutt hefur sér lil rúms í tónlist hér á landi hefur ver- ið að sunnan. Nú sprettur kántrýíð upp hér fyrir norðan og verður vin- sælt en þá er eins og það vakni öfund í Reykjavfk. - Nú hafa margir góðir tónlistar- menn af landsbyggðinni, flutt suður til Reykjavíkur til þcss að koma tón- listinni á framfæri. Ert þú búinn að panta flutningabflinn? - Ég að flytja. „No way." Ég er og verð Húsvíkingur. Ef ég get ekki rekið á eftir mínum málum þaðan þá á ég ekki að vera til. Auðvitað gæti mér vegnað heimingi betur í Reykjavfk, en ég ætla að halda áfram að vera nyrsti kúreki í heimi. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.