Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 15
9. nóvember 1984 - DAGUR - 15 „Launin fyrír þetta starf eru ánægjan af því að syngja í skemmtilegum félagsskap, þar sem ríkir góður andi og sam- hugur og hér ríkir sönggleði," sagði Kristján Arnason, prent- ari og formaður Kirkjukórs Lögmannshlíðarsóknar, í sam- tali við Dag. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar varð 40 ára á árinu og þeirra tímamóta verður minnst um helgina. Á morgun laugardag, syngur kórinn í verslunarmiðstöðinni í Sunnu- hlíð kl. 10.30, sem er nokkurs- konar upphitun fyrir átökin á sunnudaginn. Þá syngur kór- inn við hátíðarmessu í Möðru- vallakirkju og þangað verður rútuferð frá Glerárskóla. Eftir messu verður síðan afmælis- dagskrá og kaffisala í Lóni við Hrísalund. Þar syngur kórinn, m.a. Agnus Dai við undirleik strengjasveitar Tónlistarskól- ans, Eiríkur Stefánsson og Helga Alfreðsdóttir syngja dúetta og saga kórsins verður rakin. 32 félagar eru nú í kórnum. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar var stofnaður í febrúar 1944 og var Jakob Tryggvason stjórnandi kórsins fyrsta árið. Síðan tók Áskell Jónsson við og hefur haldið um stjórnvöl- inn hjá kórnum allt síðan, en nýtur nú aðstoðar sonar síns, Jóns Hlöðvers. Fyrsti formað- ur kórsins var Halldór Jónsson, en Hjörtur Jónson skólastjóri tók við af honum. Hafliði Guðmundsson var síð- an formaður kórsins frá 1954 og gegndi formennsku allt fram til 1980, að Kristján Árnason tók við. Kristján hefur verið í kórn- um í 7 ár, en hann var áður í Karlakór Akureyrar og starf- aði raunar með báðum kórun- um um tíma. En hvers vegna valdi hann Lögmannshlíðar- kórinn? „Þetta var orðið fullmikið fannst mér, þegar ég þurfti orðið að sækja æfingar 7-8 sinnum í viku," svaraði Kristján. „Nú, ég valdi Lög- mannshlíðarkórinn í og með til að breyta til. Ég hafði verið Stefán og Árrú keppaí )yAsna" Fyrstu heimaleikir Þórs í körfu- knattleik á keppnistímabilinu verða háðir um helgina, en þá fær Þór lið Reynis í heimsókn. Leikirnir verða í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 15.30 í íþróttahöllinni. f hálfleik í kvöld verður boðið upp á nokkuð nýstárlegt atriði. Þá munu þeir skunda inn á leikvöllinn Stefán Gunn- laugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA og Árni Gunnarsson nýkjörinn for- maður knattspyrnudeildar Þórs. Erindi þeirra á fjalirnar verður að keppa í „asna" og er næsta víst að hvorugur hefur áhuga á að tapa þeirri viður- eign og hljóta viðurnefnið sem fylgir ósigrinum. Krafta- - Lyftingaráð Akureyrar með kökubasar Það verður örugglega kraftur í kökunum sem Lyftingaráð Akureyrar býður upp á, á kökubasarnum á laugardag- inn. Ef að líkum, lætur verður þetta sannkallað kraftafóður en allur ágóði af basarnum rennur til uppbyggingar lyft- ingaíþróttarinnar á Akureyri. Basarinn verður haldinn í Fé- lagsmiðstöðinni í Lundarskóla og hefst hann kl. 14. zcc — Afmælishátíð hjá Kirkjukór Lögmannshlíðar lengi í karlakórnum og fann því tilbreytingu í að syngja með blönduðum kór. Auk þess fannst mér hreinlega skemmtilegra að syngja með Lögmannshlíðarkórnum. Þar er mórallinn góður, allir hafa gaman af söngnum og eru samhuga til framkvæmda þeg- ar eitthvað á að gera. Mér fannst svolítið vera farið að bera á því hjá karlakórnum, að menn væru farnir að mæta af skyldu, ekki sjálfum sér til ánægju, heldur til að eyði- leggja ekki æfinguna fyrir öðrum. Þar að auki er meiri festa í starfseminni hjá okkur; Kristján Árnason Askell Jónsson. við syngjum reglulega við messur og æfum þar að auki einu sinni í viku. Það er því meira að gerast en hjá karla- kórunum, sem æfa ef til vill stíft allan veturinn, en halda síðan ekki nema 2-3 konserta að vorinu. En ég ber hlýhug til karlakóranna þrátt fyrir það og vona að vegur þeirra verði sem mestur á komandi árum." - Hvernig gengur að manna kórinn? „Það hefur gengið vel, enda er ekki mikil hreyfing á mann- skapnum; okkur helst vel á fólkinu. Það er helst að okkur vanti í karlaraddirnar og þá í Tölvuskóli MA tekur til starfa í næstu vtku. Til að byrja rneð verða haldin tvö námskeið og er annað þeirra ritvinnslunámskeið sem allir geta hagnýtt sér, hvort sem þeir hafa komið nálægt tölvu áður eða ekki. Hitt er almenn kynning á PC tölvum. Námskeiðin eru ætluð aimenningi, en höfða ekki síður til smærri fyrirtækja sem eru að festa kaup á tölvubúnaði. Mein- ingin er að hver nemandi á námskeiðunum hafi eina tölvu út af fyrir stg. „Við álítum að þarna' séum við að fullnægja þörf sem ekki hefur áður verið sinnt á Akureyri," sagði Gunnar Frímannsson, kennslustjóri MA, meðal annars þegar Dagur ræddi við hann og Jóhann Sigur- jónsson konrektor. „Gagn- fræðaskólinn hefur haldið mörg námskéið og verið brautryðjandi hér á Akur- eyri en vélbúnaður þeirra hófðar til annarra en okkar yélbúnaður. Tölvuver Menntaskólans er ailvel búið tækjum, þar eru 12 Atlantis tölvur og voru þær síðustu teknar í notkun um miðjan septem- ber. „Ég bjóst reyndar við að við fengjum meiri gagn- rýni en raun varð á fyrir að kaupa þessa tegund," sagði Jóhann. „Því að tilfellið var að vélbúnaðurinn var dálít- ið dýrari en hjá ýmsum öðrum fyrirtækjum. En þar kom á móti að Atlantis bauð okkur mjög hagstæða samninga hvað varðaði kaup á forritum og allur þeirra hugbúnaður hefur verið íslenskaður. Auk þess er Atlantis íslenskt fyrirtæki og við vildum Jframtíðinni verða tölvur ískólastofum gjarnan styðja íslenskan iðnað. Og við hófum átt sérlega góð samskipti við fyrirtækið og það hefur veitt okkur mjög góða þjónustu." - Hvaðan fenguð þið fé til að festa í þessum tölvum? „Nokkrir afmælisárgang- ar stúdenta hafa á undan- förnum árum gefið í tölvu- sjóð skólans og þannig safnaðist okkur nokkurt fé. Auk þess fengust peningar frá ráðuneyti," segir Jóhann. - Er tölvuver MA vel búið tækjum miðað við aðra framhaldsskóla á land- inu? „MA er að líktndum með best búnu framhaldsskólum á landinu, hvað varðar tölvubúnað," segir Jóhann. „En ef vel ætti að vera þyrftum við fleiri töivur, nú eru þær tólf en ef þær væru helmíngi fleiri mætti segja að við byggjum mjög vel." „Égersannfærður um að í framtíðinni verða tölvur í flestum kennslustofum til (< að auðvelda námið og gera það skemmtilegra," segir Gunnar. „Tölvur geta kom- ið að mjög miklu gagni við t.d. eðlis- og efnafræði- kennslu. Kennari hérna við skólann hefur til dæmis ný- lokið við að semja forrít sem reiknar út stöðu him- intungla. Þannig að mögu- leikarnir eru gífurlegir. Nú, það má nefna, að undanfar- in ár hefur stundaskrá skól- ans verið búin til í tölvu í Noregi, en nú vonumst við til að okkar eigin tölva geti séð um þá vinnu." - KGA Jóhann Sigurjónsson konrektor við eina af Atlantis tölvunum tóif. Mynd: KGA. tenorinn. En við höfum aldrei lent í mannahraki, enda er mórallinn hjá okkur góður, eins og ég sagði þér áðan, sem ckki er síst að þakka síungum og frískum söngstjóra, Áskeli Jónssyni." - Er ekki bindandi að þurfa að syngja við messu á hverjum sunnudegi? „Við skiptum kórnum, þannig að hver og einn þarf ekki að syngja við messu nema annan hvern sunnudag. Þetta kemur bæði til vegna þrengsla í kirkjunni, en einnig til að fyrirbyggja leiða í mann- skapnum. En við allar hátíð- armessur er kórinn fullskipað- ur eins og vera ber." - Syngjið þið eingöngu kirkjulega tónlist? „Nei, nei, við erum einnig með veraldiega tónlist á efn- isskránni sem við syngjum gjarnan á óformlegum kons- ertum eftir messur, sjálfum okkur og vonandi kirkjugest- um til nokkurrar ánægju. Auk þess höldum við alltaf opin- bera konserta a.m.k. einu sinni á ári, og einnig höfum við brugðið undir okkur betri fæt- inum og farið í söngferðalög." - Finnst þér vera minni söngur í fólki núna heldur en var þegar þú varst að byrja að syngja með kór? „Tíðarandinn hefur breyst svo mikið á undanförnum ára- tugum, að samanburður er erf- iður. Ég held að sönggleðin blundi í flestum, en ef til vill leyfa menn henni sjaldnar að koma upp á yfirborðið núna en áður var. Núna eiga flestir hljómflutningstæki og geta hlustað á þá bestu tónlist sem völ er á þegar þeim dettur í hug. Minnkandi sönggleði má ef til vill rekja til þess, að ég held að það sé minni áhersla lögð á söng í barnaskólunum heldur en áður var. Börn hafa afskaplega gaman af því að syngja og það þarf að gefa þeim tækifæri til þess og kenna þeim undirstöðuatriðin. Núna er til dæmis enginn söngkenn- ari í Glerárskóla, en ég held að það ætti að vera söngkenn- ari við alla barnaskóla landsins," sagði Kristján Árnason í lok samtalsins. GS. Michael og Þuríður með Ijóðatórúeika Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir halda Ijóðatón- leika á vegum Tónlistarfélags- ins í Borgarbíói á morgun, laugardag, kl. 17.00. Undir- leik annast Kristinn Örn Krist- insson og Soffía Guðmunds- dóttir. A efnisskránni verða verk eftir Purcell, Arne, Britten, Dvorák. Fauré, Brahms og Schumann. en um fjórðungur af efnisskránni er dúettar eftir þá tvo síðast- nefndu. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem akureyrskir listamenn bjóða upp á tón- leika sem þessa í heimabæ sín- um og því ástæða til að hvetja bæjarbúa og nærsveitamenn til að sleppa ekki þessu tækifæri. Fundwum dagvistarmal Á morgun, laugardag, verður haldinn fundur um dagvist- armál í Lóni við Hrísalund. Framsöguerindi flytja Sigríður Stefánsdóttir, Sigríður M. Jó- hannsdóttir, Þórgunnur Þórar- insdóttir, Gyða Haraldsdóttir. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Hulda Bergvinsdóttir. Að loknum framsöguerindum starfa umræðuhópar, þar sem m.a. verður fjallað um brýn- ustu verkefnin í dagvistarmál- um, stefnu í málum þroska- heftra og uppbyggingu dag- vista. Allir áhugamenn um þetta málefni eru velkomnir á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.