Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 9. nóvember 1984 KÍNVERSKIR DAGAR á Bauta og í Smiðju 9.-11. nóvember Brotið „Þetta lítur mun betur út núna heldur en síðast þegar við tókum gifsið af honum og ég held að við getum gert okkur vonir um að brotið grói. Það þarf kraftaverk til þess að unnt verði að ríða þessum hesti aftur, en hann ætti að geta dugað vel til síns brúks, þ.e. undaneldis," sagði Ármann Gunnarsson, dýralæknir, en hann ásamt bæklunarlæknun- um Ara Ólafssyni og Júlíusi Gestssyni, hefur annast fótbrot Snældu-BIesa Magna Kjart- anssonar í Árgerði, sem fót- brotnaði mjög illa 1. október Brotið virðist hafast vel við og kom það í ljós þegar gifsið var tekið af í gærkvöld. í staðinn var sett heljarmikil spelka úr trefja- plasti, sem Össur Kristinsson, limasmiður í Reykjavík, kom með að sunnan í gær. Gert er ráð fyrir að það komi í ljós eftir 3-4 vikur hver úrslit málsins verða. Meðfylgjandi mynd var tekin í bás Snældu-Blesa í gærkvöld eftir að spelkunum hafði verið komið fyrir. Á henni eru f.v. Júlíus Gestsson, Guðmundur Karlsson, sem átti hugmyndina að þessari meðferð en honum hefur tekist að láta fótbrot á ungum fola gróa, Össur Kristinsson, Ari Ólafsson, Magni Kjartansson, Snældu-Blesi og Ármann Gunn- arsson. - HS „Hræddur um að þetta verði tekið fljótlega" - Við áttum ekki margra kosta völ eftir að BSRB var búið að semja á þessum nótum og eftir Kvennaathvarfið á Akureyri: „Á því miður framtíð fyrir sér" „Það hafa fáir komið og ekki hefur verjð mikið um hring- ingar, sem betur fer vil ég segja," sagði Helga Guð- mundsdóttir sem sæti á í framkvæniduiiefiid Samtaka um kvennaathvarf á Norður- landi, en kvennaathvarfíð á Akureyri var opnað 1. ágúst s.I. Helga sagði að ekki væri unnt að gefa upp hversu margir hefðu fengið athvarf í húsnæði samtakanna. Heldur meira væri um hringingar og þó nokkuð um að konur væru að leita upp- lýsinga um ýmis lagaleg málefni varðandi skilnað, sem til kemur vegna ofbeldis og líkamsmeið- inga. „Eg hef trú á því að þetta eigi framtíð fyrir sér, því miður," sagði Helga. Senn Ifður að merkjasöludegi kvennaat- hvarfsins, en þannig er ætlunin að fjármagna reksturinn. Nú er ein kona í fullu starfi hjá at- hvarfinu og um tugur féíaga í samtökunum tekur að sér vaktir um kvöld og helgar. HS að búið var að hengja okkur á þann klafann sem síst skyldi. En ég fagna því þó að þesir samningar skuli hafa náðst án þess að til átaka hafi þurft að koma. Þetta sagði Jón Helgason, for- maður Einingar á Akureyri er hann var spurður álits á nýgerð- um kjarasamningum milli ASÍ og VSÍ, en Jón tók virkan þátt í lokalotu þessarar samingagerðar. - Við töldum það gera okkar fólki innan VMSÍ mest gagn að fara aðrar leiðir en þær sem farn- ar hafa verið á undanförnum árum. Sannleikurinn er sá að með þessum heildarsamflotum hefur okkar fólk orðið eftir og að sjálfsögðu verður það í svipaðri stöðu núna. Við unnum þó áfanga í að eyða þessu tvöfalda kerfi og hefðum viljað ná lengra þó það tækist ekki að þessu sinni. - Nú fengu þeir lægst launuðu mestu hækkanirnar. - Já, lægstu flokkarnir hækk- uðu mest en síðan eru það flokkatilfærslurnar og við ótt- umst það að eftir dálítinn tíma verðum við í svipuðum sporum og við höfum alltaf verið. - Var skattalækkunarleiðin sú leið sem átti að fara? - f»að var sú leið sem við töld- um að væri okkur hagstæðust ef það gerðist ekki að nýir skattar kæmu á móti. - Hefur þú trú á að sá kaup- máttur sem fæst með þessum samningum verði til langframa? - Ég hef náttúrlega ekkert meiri trú á ríkisstjórninni núna en áður. Ég tel að launafólk hafi verið búið að gefa ríkisstjórninni ansi góðan tíma og sú fórn sem það var búið að færa hefði átt að gefa ríkisstjórninni gullið tæki- færi til þess að skapa betri stöðu og viðhalda þeim kaupmætti sem febrúarsamningarnir gáfu. Ég er því hræddur um að þetta verði tekið fljótlega af okkur aftur ef vinnubrögðum verður ekki breytt, sagði Jón Helgason. -ESE Bændur hafa gagn af rjúpnaskyttum Mjög léleg rjúpnaveiði hefur verið í Öxnadal það sem af er rjúpnavertíðinni. - Menn hafa lítið sem ekkert haft, jafnvel þó þeir hafi gengið sig upp að hnjám, sagði Steinn Snorrason, bóndi á Syðri-Bægisá, í samtali við Dag. Að sögn Steins ganga bændur lítið til rjúpna, nema helst refa- skyttan sem þarf að halda sér í æfingu. - Það hefur verið ágætt að hafa rjúpnaskytturnar. Þeir verða varir við það ef fé er í fjall- inu og gera gagn með því að láta vita, sagði Steinn Snorrason. -ESE „Þetta er nú svolítið óráðið þessa dagana. Ætli við höld- um okkur ekki við að það verði hlýnandi með suð- lægum eða suðaustlægum áttum, hægum líklega. Þetta gæti þó þýtt næturfrost hjá ykkur lyrir iioröan ef léttir til," sagði Guðmundur Haf- steinsson, veðurfræðingur, í samtali við Dag í morgun. DOREEN *CÖTTON Triiiiniili Schiesser^ ADtaf eilthvað nýtt: Peysur, blússur, joggingfatnaður, nærfatnaður, náttsloppar. Glansefní, glæsilegt úrval af gluggatjaldaefnum, . . - bómuUarefhi í miklu úrvali. Q|3©ClTQ PrjónagarnímörgumgerðumogBtum. Barnafatnaður við allra hæfi. Lágt vöruverð er okkar aðalsmerki. Póstsendum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.