Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. nóvember 1984 Hefurðu séð sýn- ingu LA á Einka- lífí? María Pétursdóttii: Já, þetta var ágæt kvöld- skemmtun. Sigríður Hermannsdóttir: Nei því miður, en það er meiningin að sjá sýninguna. Hjörtur Unnarsson: Nei, ég hef engan áhuga á leiklist. Valdimar Vaidimarsson: Nei, og ég reikna síður með því að ég sjái leikritið. 8dR' Hörður Þórleifsson: Já, ég skemmti mér ágætlega, en leikritið ristir ekki djúpt. Samúel og Ólafur Einar við einn af „kjötkötlum" fyrirtækisins. Mynd KGA. „Iðnaður sem á fram- tíð fyrir sér" - Rætt við Samúel Þór Samúelsson hjá Samplasti á Húsavík Það er alltaf ánægjuefni þegar ný atvinnutækifæri bætast við þau sem fyrir eru. Sérstaklega er þetta mikilvægt í hinum smærri byggðarlögum en þó atvinnugreinin veiti kannski ekki nema nokkrum mönnum atvinnu þá munar um það jafn- vel á liinum stærri stöðum. Mjór er mikils vísir segir mál- tækið og víst er að Húsvíkingar fögnuðu því innilega er Samúe! Þór Samúelsson húsasmiður á Húsavík stofnaði fyrirtækið Samplast á dögunum ásamt syni sínum Ólafi Erni. Fyrir- tækið reka þeir sem stendur í bflskúr fjölskyldunnar en framleiðsluvaran fyrst um sinn er svokallaðir „heitir pottar". - Ég fékk hugmynd að þessu fyrirtæki þegar ég var á Akra- nesi. Kunningi minn hefur steypt svona potta um nokkurt skeið og það var hjá honum sem ég kynnt- ist eiginleikum þessa efnis, segir Samúel. - Það var svo snemma í sumar að ég byrjaði að þreifa mig. áfram. Fyrsta pottinn steyptum við svo í ágústmánuði og nokkrir hafa fylgt í kjölfarið. Þarf mikinn tækjabúnað við framleiðsluna? - Nei, en mótasmíðin sjálf er talsvert dýr. Ég smíðaði þetta mót sem ég nota núna, með kunningja mínum en síðan er ætlunin að smíða fleiri mót og gera framleiðsluna fjölbreyttari. Hvernig hafa undirtektir verið? - Við þurfum ekki að kvarta því við erum þegar búnir að selja þá potta sem hafa verið fram- leiddir. Þeir hafa farið til manna hér á Húsavík. Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtækið fari af stað með látum en næsta vor ætti það að geta tek- ið við sér. Það er mikill áhugi fyr- ir pottum sem þessum og ég held ég geti fullyrt að verðið er mjög hagstætt. Hvað kosta pottarnir? - Ég hef verið með kynningar- verð á þeim, 20 þúsund krónur fyrir stykkið sem er ekki mikið miðað við sambærilega potta annars staðar af landinu eða er- lenda potta. Við getum líka boð- ið upp á stuttan afgreiðslufrest, þannig að ef pantað er strax þá tekur vikutíma að fá pottinn, þ.e.a.s. ef pantanir vaxa okkur ekki yfir höfuð. Ýmislegt í bígerð Heitu pottarnir sem Samplast framleiðir eru af stærðinni 195x195 fm. Hægt er að velja um tvenns konar vatnshæð, 40 og 80 cm og ætti því að vera óhætt að láta börnin busla í þeim. Þetta eru ekki nuddpottar, en Samúel segir að það ætti ekki að vera mikið mál þegar framleiðslan er komin í gang að bæta þeim við. Að vísu eru þeir töluvert flóknari að allri gerð og dælubúnaðurinn mun hleypa verðinu eitthvað upp. Hafið þið sótt um fyrirgreiðslu vegna fyrirtækisins?. - Ekki ennþá. Fyrst er að sjá hvernig okkur vegnar í upphafi en við erum með vissar hug- myndir um að færa út kvíarnar og þá getur verið að við leitum til sjóðanna, segir Samúel. Hvað er í bígerð hjá ykkur? - Það hefur verið rætt um að við tökum að okkur að framleiða svokallaðar flórur fyrir minka- og refabú. Flórurnar taka við úr- gangi frá dýrunum og það ætti að vera talsvert stór markaður fyrir þetta hér á landi. Hvaðan fáið þið hráefnið í heitu pottana? - Það er allt saman keypt í heildsölu. Efnið kemur í ströng- um eða mottum til landsins en það er svo soðið saman með sér- :stökum aðferðum, segir Samúel. Framleiðsluaðferðin er ekkert leyndarmál og Samúel sýnir okk- ur fúslega út í bílskúrinn og eftir að við höfum kynnt okkur hvern- ig pottarnir verða til er ekki ann- að hægt en dást að því hvað þetta er einfalt. Mótið er lagt á gólfið og svo er hverju plaststrigalaginu bætt við á fætur öðru þar til pott- urinn er fullgerður. Einfalt, en dálítið tímafrekt þegar aðeins eitt mót er í notkun. Það er enginn í þessum iðnaði hér og ég trúi ekki öðru en hann eigi mikla framtíð fyrir sér, segir Samúel um leið og við kveðjum. -ESE Dagsetjið Camenbertostinn Ostapinni hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til mjólkursamlagsins á Akureyri að setja dagsetningar og leiðbein- ingar á vandmeðfarna osta. Ég get nefnt sem dæmi að Camenbertostarnir eru mjög vandmeðfarnir og víða erlendis eru greinargóðar leiðbeiningar um það á hvaða stigi osturinn er þegar hann er keyptur. Allt er rækilega dagsett þannig að eng- inn ætti að fara í grafgötur um hvernig osturinn er þegar hann er keyptur. Hér veit maður hins vegar ekki neitt og ég er orðin harðan og vondan Camenbert- leið á því að kaupa alltaf gler- ost. Pennavinir óskast Santiago del Pino skrifar: Ég er Spánverji og á heima í Madrid sem er höfuðborg Spánar. Ég er 21 árs og stunda nám í háskólanum í Madfid. Nú er ég að læra íslensku af því að ísland er líklega mjög fallegt og skemmtilegt land, þess vegna vil ég læra tungumálið þess. Því miður er ég aðeins búinn að vera mánuð í íslenskunáminu og kann þar af leiðandi ekki mjög mikið. Ég er tungumálanemi og ég hef mjög mikinn áhuga á íslandi, sér- staklega á sögu þess og menn- ingu. Mig langar til að eignast ungan íslenskan pennavin, þann- ig að ég geti aukið þekkingu mína á íslenskri tungu með hans hjálp. Virðingarfyllst Santiago del Pino Marcelo Usera 161 £-28026 Madrid (Spánn).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.