Dagur - 12.11.1984, Side 3

Dagur - 12.11.1984, Side 3
Tillögur Hafrannsóknastofnunar. 130 þús. tonna aflaminnkun! Hafrannsóknastofnun hefur skilað tillögum sínum um afla landsmanna á næsta ári, og má scgja að ekki séu þær aflatölur beint uppörvandi fyrir útgerðarmenn. Ef heildartölur ársins 1985 eru bornar saman við tölur ársins 1984 kemur nefnilega í ljós að Hafrannsóknastofnunin gerir ráð fyrir aflaminnkun um 130 þúsund tonn. í fyrra lagði Hafrannsóknastofnun til að þorskveiðin 1984 næmi 200 þúsund tonnum, en þær tölur voru síðan hækkaðar þannig að heildarþorskaflinn verður um 260 þúsund tonn. Tillögur Hafrannsókna- stofnunar um afla á árinu 1985 líta þannig út, og til viðmiðunar eru aflatölur ársins í ár: Tegund Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða 1985 200 þús. tonn 45 þús. tonn 60 þús. tonn 90 þús. tonn 25 þús. tonn 1984 257 þús. tonn 65 þús. tonn 77 þús. tonn 119 þús. tonn 32 þús. tonn Stakfell (í baksýn), er gott skip með of lítinn kvóta að sögn Grétars Friðrikssonar framkvæmdastjóra. „Taka þarf áhættiT segir Grétar Friðriksson á Þórshöfn „Við getum ekki lifað af þeim afla sem verið er að leggja til fyrir næsta ár,“ sagði Grétar Friðriksson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Norður-Þing- eyinga á Þórshöfn sem gerir út togarann Stakfell. „Heildarkvóti okkar á þessu ári var 2.800 tonn og þar af var þorskur 1.600 tonn. Við byrjuð- „Það er vonlaust dæmi að ætla sér að reka útgerð á næsta ári eftir þessum tölum Hafrann- sóknastofnunar,“ sagði Þor- steinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ólafsfjarðar hf. er við ræddum við hann um kvótamálin og erfiðleika útgerðarinnar. „Mér líst ekkert á þetta mál miðað við þann afla sem við komum til með að fá ef þessar til- lögur ná fram að ganga. Afla- um að gera út 15. september og vorum búnir með þorskkvótann í byrjun ágúst. Það er því óhætt að segja að ef það hefði verið fullt úthald í fyrravetur og þokkalegt fiskirí þá hefðum við verið búnir með þetta um mitt sumar. Ég sé ekki hvernig það á að vera hægt að reka útgerð með þessum afla ár eftir ár, það nást engan veginn endar saman. brögð á þessu ári hafa ekki verið góð en samt erum við búnir með kvótann og höfum notað okkur ákvæði um að breyta kvóta ann- arra tegunda yfir í þorsk. Ef þetta verður svona liggur það ljóst fyrir að við reynum að taka jjann afla sem við megum og leggja svo skipunum á eftir. Það er ekki til neins að reyna að dreifa þessu yfir árið, það er hvorki útgerðinni né vinnslunni til góðs,“ sagði Þorsteinn. * Ef þetta aflamagn verður stað- reynd, þá sé ég ekki annað en að fiskverð verði að hækka stórkost- lega og lækka allan útgerðar- kostnað eins og t.d. olíuna. Að öðrum kosti fara fyrirtækin á hausinn hvert á eftir öðru á næsta ári. Það verður að taka einhverja áhættu varðandi veiðina. Ég held að það sé óhætt að taka 300 þús- und tonn af þorski á næsta ári, hugsanlega að hafa einhvern kvóta á karfanum líka en gefa aðrar veiðar frjálsar. Ég held að ef við ætlum að halda uppi byggð á stöðum eins og Þórshöfn þar sem allt veltur á fiski, þá sé þetta lágmarkið. En ég held að kvóta- kerfið sem slíkt sé mun betra kerfi en skrapdagakerfið. Kvót- arnir verða hins vegar að vera sanngjarnir. Við erum með toppskip þar sem Stakfellið er en fáum ekki nema rétt meðalkvóta. Mér finnst líka fáránlegt ef ekki verð- ur tekið tillit til þess hverjir seldu kvóta á þessu ári og hverjir keyptu kvóta. Þeir sem selja kvóta af sínum skipum hafa ekk- ert með þann kvóta að gera en þeir sem kaupa kvóta í stórum stíl ættu þess í stað að fá meira því þeir geta veitt meira. Við höfum keypt kvóta, t.d. 200 tonn af þorski frá Eskifirði og allan september fiskuðum við fyrir að- ila suður á landi. Við gætum leik- andi fiskað 3.000 tonn af þorski og 1.000 tonn af einhverju öðru,“ sagði Grétar. gk-. „Vonlaust að reka útgerð eftir þessum tölum“ - segir Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri í Ólafsfirði 12. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Toshiba örbylgjuofnar 5 stærðir. Verð frá kr. 10.580,- Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. m ■■ NÝLAGNIR BkAf sr Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Sauðfjárbændur Sauðfjárslátrun verður fimmtudaginn 15. nóvem- ber í Sláturhúsi KSÞ Svalbarðseyri. Sláturhús KSÞ. Finnskar kápur, danskir kjólar Stór númer. Ulpur og stakkar Lúffur, hanskar og vettlingar. Gott úrval af sæng/ urfatnaði og handklæðum Góðar vörur - Gott verð. Kjœbavershm Sigutbar Gubmuudssomrhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Nýr möguleikí fvrir auglýsendur! Með útgáfu nýs blaðs á fimmtudögum hafa opnast fleiri möguleikar fyrir þá sem auglýsa í Degi. Aðeins 20% gjald verður reiknað fyrir allar auglýsingar er þar birtast, jafnt stórar sem smáar, enda hafi þær áður verið birtar í Degi og þurfi ekki að taka breytingum. dagsbrot birtir dagskrá útvarps og sjón- varps og er dreift á hvert heimili á Akureyri og til áskrifenda Dags utan Akureyrar. Auglýsingadeild Dags veitir nánari upplýsing- ar. Sími 24222. dagsbrot cemur út í 8.000 eintökum. Sími 24222 Strandgötu 31 Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.