Dagur


Dagur - 12.11.1984, Qupperneq 8

Dagur - 12.11.1984, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 12. nóvember 1984 ★ Herrar o Sc£L/vdle.-^Ow' er nýi ilmurínn frá París. Póstsendum. Fjölskyldunámskeið í almennri mannrækt, einkum miöaö viö aðstand- endur alkoholista, verður haldiö á Akureyri helg- ina 16.-18. nóv. (föstudag kl. 20.00-23.00, laug- ardag og sunnudag kl. 9.00-18.00). Þátttaka til- kynnist starfsmanni SÁÁ á Akureyri í síma 25880, kl. 16-18. Fjölskyldunámskeiðið á Akureyri. Svartfugl 70 kr. stykkið Egg kr. 87 kg Opið alla daga frá kl. 9,00 til 23,30 MATV0RU s MARKAÐURINN Næg bílastæði. Sími 21234 Útboð Rarik - Kröfluvirkjun óskar eftir tilboð- um í að einangra og klæða loft í skemmu nr. 2 í Kröfluvirkjun. Helstu kennitölur eru: 100 mm glerullareinangrun 200 mz Timbur 50x63 mm 500 Im 12 mm vatnsheldar spónaplötur 200 m2 Verkinu skal lokiö fyrir 17. desember 1984. Út- boösgögn eru til afhendingar á VST hf. (Verk- fræðistofu Siguröar Thoroddsen hf.) Glerárgötu 30, Akureyri, frá og með þriðjudegi 13. nóvember 1984 gegn skilatryggingu kr. 1.000,00. Tilboðum skal skila til skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, Akureyri fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 20. nóvember nk. en þá veröa þau opnuö, aö við- stöddum þeim bjóöendum, sem viðstaddir kunna að veröa. Minnjhg T Þorleifur Benediktsson Fæddur 10. október 1894 - Dáinn 21.september 1984 Þcgar mér barst fregnin um fráfall Þorleifs Benediktssonar, þann 21. september síðastliðinn, varð ég snortinn djúpri saknaðarkennd og í huga mínum vöknuðu margar góðar minningar frá kynnum mínum við hann og fjölskyldu hans. Við vorum hvorki tengdir né skyldir að ætterni, en nánir nágrannar, vinir og stundum samstarfsmenn um átján ára skeið. f>að var vorið 1927 sem Þorleifur flutti í Garð í Þistilfirði ásamt konu sinni, Sigríði Helgadóttur og syni þeirra, Lárusi Benedikt, sem þá var aðeins sjö ára að aldri. Það var sveit- inni mikill fengur að þessi dugmiklu ágætishjón skyldu koma þangað til að setjast að. Þorleifur var fæddur í Akurseli í Öxarfirði árið 1894. Eftir fermingaraldur fór hann í vist til móðurbróður síns, séra Þorleifs Jónssonar á Skinnastað og konu hans Sesselju Þórðardóttur og var hjá þeim þar til sr. Þorleifur andaðist árið 1911. Síðan var hann í vistum á ýmsum bæjum í Öxarfirði og Sléttu, Skógum, Daðastöðum, Sigurðar- stöðum og Rifi. Á þessum árum kynntist hann Sigríði Helgadóttur, sem var fædd í Skagafirði á Róðhóli í Sléttuhlíð, en fluttist árið 1914 aust- ur á Kópasker með fjölskyldu Björns Jósefssonar læknis. Hún var síðan kaupakona að Daðastöðum í Núpa- sveit og þar voru þau Þorleifur sam- tíða. Með þeim tókust góðar ástir og gengu þau í hjónaband árið 1919. Árið 1920 fæddist þeim sonur, sem skírður var Lárus Benedikt. Þau voru þá á Daðastöðum í vinnu- mennsku eða kannski að einhverju leyti í húsmennsku. Þorleifur mun þá hafa verið farinn að eignast ein- hvern vísi að bústofni og hugur hans staðið til að komast yfir býli til ábúð- ar. En á þeim árum var enginn hægð- arleikur að fá jarðnæði. Hvert býli var fullsetið og þá gerðist það naum- ast að jarðir í þéttbýlum sveitum losnuðu úr ábúð og færu í eyði. í Garði í Þistilfirði hafði lengi verið tvíbýli, en nú hafði losnað hálflend- an, sú sem nefndist Ytribærinn. Þorleifur gerði sér ferð austur yfir Öxarfjarðarheiði til þess að athuga þetta jarðnæði. Ekki gat það talist freistandi tækifæri, sem þarna bauðst. Þrátt fyrir það ákvað Þor- leifur að fá þennan jarðarhluta til ábúðar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég fór að hugleiða hversu þrönga kosti þessi ungu og dugmiklu hjón áttu um að velja, að þau skyldu sætta sig við að sæta þeim kosti. Landskuldin mun hafa verið fremur væg, og býlið var nokkuð vel í sveit sett, en að öðru leyti var þarna að litlu að hverfa. Bæjarhús voru lítil og ekki íbúðarhæf og útihús ónýt að mestu, túnið, smáskækill og næstum allt þýft, en beitiland var sæmilegt og engjar nokkrar en seinunnar. Það var ekki mikill munur á að koma sér þarna fyrir eða byggja upp eitthvert eyðikotið í nálægum heiðum. En þarna gátu þau fullnægt þeirri ósk sinni að búa saman og vera með þær skepnur, sem þau höfðu eignast, en umtalsvert átak varð að gera til þess að koma sér fyrir og búa í haginn fyr- ir framtíðina. Snemma vors árið 1927 kom ég í Garð og þá höfðu þau undur gerst að stofnað hafði verið heimili í Ytribæn- um. Húsmunir voru komnir í bað- stofuna og þar hafði verið tekið til hendinni, snyrt og lagað til eftir því sem mögulegt var og í stað eyðileik- ans, sem þar hafði ráðið ríkjum, var nú ríkjandi hreinlæti, smekkvísi og þokkafulit yfirbragð. Húsfreyjan var myndarleg, geð- felld og alúðleg í viðmóti, húsbónd- inn glaðvær, vinsamlegur og traust- vekjandi og sonur þeirra fríður, táp- legur og efnilegur og mikil heimilis- prýði. Víst höfðu orðið hér mikil og góð umskipti, en ekki óraði mig fyrir því hversu margar góðar stundir ég átti eftir að eiga á þessu heimili og hversu góða og trausta vini ég eign- aðist þar. Búskapur Þorleifs tókst vel og gæfusamlega. Hann byggði yfir fólk og fénað þegar á fyrsta ári og bætti túnræktina, en fór að öllu með gát og stofnaði ekki til skulda og hafði fljótlega eignast þokkalegt meðalbú á þeirra tíma mælikvarða. Hann var mikill röskleika og ákafa- maður og hlífði sér ekki við neinu af því erfiði, sem búskapurinn út- heimti. Hann var mikill greiðamaður og hjálpfús með afbrigðum hvenær, sem hann gat orðið að liði og bctri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Á fyrstu búskaparárum sínum í Garði eignuðust þau hjónin dóttur, sem skírð var Steinunn og þau systk- inin fengu flesta kosti foreldranna að erfðum. Yfirleitt mátti segja að þessi ár, sem þau bjuggu í Garði væru þeim hagkvæm og farsæl í öllu því er mestu máli skipti. Þau bjuggu við sæmilegan efnahag á fremur vist- legu heimili við góðan frið og vin- sældir mótbýlisfólks og nágranna og börnin þeirra döfnuðu vel og voru prúð og efnileg. Allt þetta má telja dýrmætt lífslán. Vorið 1945 varð mikil breyting á högum fjölskyldunnar. Þá losnaði úr ábúð stórbýlið Efri-Hólar í Núpa- sveit þar sem búið hafði bændahöfð- inginn Friðrik Sæmundsson. Hann var þá fallinn frá fyrir nokkrum árum en ekkja hans, Guðrún Halldórsdótt- ir hafði búið þar áfram með aðstoð sonar síns, Sæmundar. Þau hugðust nú bregða búi, en fannst að vonum að miklu máli skipti hver tæki við jörðinni og vildu velja til þess dug- mikinn bónda sem treysta mætti til trúmennsku í umgengni við jörð og mannvirki og drenglyndis í við- skiptum við landeigendur. Það varð því að ráði að þau buðu Þorleifi Efri-Hóla til ábúðar svo lengi, sem hann kærði sig um og þyrfti á að halda. Þetta mátti kallast fýsilegt tilboð og Þorleifi jafnframt verðskulduð viðurkenning. Ekki veit ég hvort hann hefur verið á báðum áttum fyrst í stað, en fljótlega var það afráðið að hann flytti þangað búferlum. Þrátt fyrir að við vinir og nágrann- ar fjölskyldunnar glöddumst fyrir hennar hönd, fundum við þó veru- lega til saknaðar við að missa hana frá okkur. Það var fremur snemma vors, sem Þorleifur og Sigríður fluttu í Efri- Hóla. Nú var orðið hægara um bú- ferlaflutninga en þegar þau fluttu í Garð og þau gátu hlaðið búslóðinni á bíl í bæjarhlaðinu og ekið í hlað í Efri-Hólum. Og þar var ekki í kot vísað. íbúðarhúsið var afar stórt og vandað og raunar stærra í sniðum en þau höfðu þörf fyrir, túnið var tugir dagslátta að ummáli, allt slétt og vandlega girt auk hagagirðinga og tvenn fjárhús með stórum hlöðum, allt byggt úr steinsteypu og einnig önnur útihús. Þetta var jörð til að búa á stórbúi, líklega hefur hún bor- ið um 400 fjár eða fleira. Ég efast ekki um að Þorleifur hefur notið þess að ráða þarna ríkjum og nú þurfti hann ekki að standa í fjárfrekum framkvæmdum, aðeins njóta og við- halda því sem fyrir var. Þeir feðgarnir voru einstaklega samhentir og einhuga í búskapar- framkvæmdunum og ekkert virtist benda til annars en að Lárus héldi áfram starfinu þegar Þorleifur tæki að þreytast. Lárus var glæsimenni, vinsæll með afbrigðum og drengur góður. Framtíðin virtist brosa við honum. En eftir 20 ára veru fjöl- skyldunnar í Efri-Hólum bar yfir óvæntan skugga. Lárus tók að kenna alvarlegrar vanheilsu, sem var hjartabilun. Það varð þá ljóst að ekki gat búskapurinn orðið hans framtíð- arstarf og Þorleifur var kominn á þann aldur að naumast var von til að hann orkaði því að reka svo stórt bú. Veturinn 1956 ákvað fjölskyldan að afsala sér jörðinni og flytja suður til Keflavíkur. Steinunn Þorleifsdóttir var þá flutt þangað og gift Þórhalli Guðjónssyni, trésmið. Þeir feðgarnir Þorleifur og Lárus höfðu fest kaup á þægilegri íbúð í Keflavík og þangað var ákveðið að fjölskyldan flytti með haustinu 1956. Én í vorönnum þessa árs gerðust þau sviplegu og hörmu- legu tíðindi að Lárus andaðist snögg- lega af þeim sjúkdómi, sem hann hafði gengið með um nokkurt skeið, og var það mikill mannskaði. Þau gömlu hjónin fluttu síðan suður um haustið og bjuggu í nokkur ár í húsi því er þau eignuðust í Kefla- vík. Þau viðbrigði að setjast þarna að munu hafa fallið þeim þungt og þau hafa saknað sárt sveitalífsins, sem þau voru alin upp við fyrir norðan. Steinunn og Þórhallur tengdasonur þeirra reyndust þeim sérlega vel. Þórhallur hafði mikil umsvif í bygg- ingaframkvæmdum og Þorleifi var það mikils virði að fá hjá honum verkefni að starfa við á meðan hann hafði heilsu til, þvf að vinnan var alla daga hans hálfa líf. Síðustu árin bjuggu gömlu hjónin í húsi með dótt- ur sinni og tengdasyni og þar býr nú Sigríður í skjóli þeirra að Þorleifi látnum. Þorleifur var jarðsettur að Snartar- stöðum í Núpasveit eftir eigin ósk. Með fráfalli hans var lokið löngu og giftusömu ævistarfi þar sem dreng- lyndi, ósérplægni og heiðarleiki var ætíð í hávegum haft. Allir sem höfðu af honum kynni munu minnast hans með hlýjum huga. Fjölskyldu Steinunnar og Þórhalls sendum við Guðrún kona mín inni- legar samúðarkveðjur, og Sigríði auk þess hjartanlegt þakklæti vegna okk- ar gömlu og góðu kynna, sem gleym- ast ekki en verða alltaf kær. Einar Kristjánsson. Sauðfjárslátrun Slátrum sauðfé þriðjudaginn 20. nóvember nk. Tilkynna skal sláturfjárfjölda eigi síðar en föstu- daginn 16. nóvember. Koma skal með féð fyrir kl. 18.00 þann 19. nóvember. Sláturhús KEA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.