Dagur - 12.11.1984, Síða 9

Dagur - 12.11.1984, Síða 9
12. nóvember 1984 - DAGUR - 9 Á tímum hvers kyns kvóta til lands og sjávar, hafa bændur brugðið á ýmis ráð til að færa út kvíarnar. Loðdýrabú - bæði refa og minka hafa risið víðs vegar um land og eitt það allra nýjasta eru kanínubúin. Á ferð okkar um Bárðardal á dögun- um höfðum við spurnir af einu slíku á bænum Hlíðskógum og auðvitað knúðum við dyra. Það var Jón Aðalsteinn Her- mannsson sem lauk upp dyrunum en hann rekur ásamt Ingvari Har- aldssyni félagsbú að Hlíð- skógum. Svo vel vildi til að fóðr- un dýranna stóð yfir á meðan við stöldruðum við og félagarnir leystu fúslega frá skjóðunni um leyndardóma kanínuræktarinnar. - Við byrjuðum á þessu í smáum stíl fyrir einum tveim árum vegna þess að við höfðum ekki möguleika á að stækka búið með þeim hefðbundna kinda- og kúabúskap sem við vorum með, segir Jón. Það varð því úr að þeir fengu sér fimm kanínur frá kan- ínubúinu að Jaðri í Hrunamanna- hreppi en stofnkostnaður við þetta eitt nam tíu þúsund krón- um á þeirra tíma verðlagi. - Við notuðum bara tvö bestu dýrin til undaneldis og á þeim tíma sem liðinn er hefur dýrun- um fjölgað talsvert mikið. Við erum nú með 35 dýr en fimm höfum við slátrað, segir Ingvar. - Hvað með kjötið? - Lostæti, segir Jón og sleikir út um til málamynda og Ingvar er heldur ekkert að skafa utan af því: - Besta kjöt sem ég hef bragðað. - Líkt kjúklingum? - Alls ekki að litnum undan- skildum. Það þýðir kannski ekki að segja það en kjötið líkist engu öðru en helst kjötinu af mánað- argömlum lömbum eða kiðl- ingum, svarar Jón. - Hvernig datt ykkur í hug að fara út í kanínurækt en ekki hina hefðbundnu loðdýrarækt? - Það stafaði mest af því að við höfum fóðrið hér við hend- ina. Ef við hefðum farið út í refa- eða minkarækt þá hefðum við orðið að leita langt eftir fóðri - Þetta er vandasöm búgrein og það verður að huga vel að dýr- unum. - Þurfa kanínurnar jafn mikla umhyggju og t.d. kýrnar? - Ekki segi ég það, segir Ingvar. - Við þurfum að gefa dýrunum tvisvar á dag a.m.k. fimm daga vikunnar en sjálf- brynningartæki sjá fyrir vatns- þörf þeirra. Allar kanínurnar í búinu að Hlíðskógum eru upphaflega ætt- aðar frá Þýskalandi þar sem kan- ínurækt er mjög stór búgrein og kanínukjöt er í hærra verðflokki en flestar aðrar kjöttegundir. Þetta eru angórakanínur, þ.e.a.s. hvítingjar eða albínóar en aðal- - Heimsokn í kanínu- búið að Hlíð- skógum í Bárðardal vandamálið varðandi framhaldið hjá þeim Ingvari og Jóni er að velja rétt dýr til undaneldis. Eftir kaffisopa hjá húsfreyjum kveðjum við kanínuræktendur en hinar vinalegu kanínur depla rauðum augunum í gríð og erg um leið og við Kristján ljósmynd- ari lokum á eftir okkur. - ESE lngvar og Jón fyrir framan nokkur búranna. þannig að þessi kostur var mun fýsilegri. - Hve mikla ull gefa dýrin af sér? - Við eigum ekki að setja á dýr sem gefa minna af sér en 1.000-1.200 grömm á ári. Þau eru klippt fjórum sinnum á ári þannig að ullin af hverju dýri á ekki að vera minni en 250 grömm í hvert sinn. Þá erum við líka búnir að klippa dýrin inn að bjór - allt annað er hreint tap, segir Ingvar og getur þess til útskýringar að vöxturinn á ullinni stöðvist þegar ákveðinni lengd sé náð og því sé um að gera að klippa mikið. Tilraunastarfsemi Að sögn þeirra Jóns og Ingvars þá er hér um að ræða algjöra til- raunastarfsemi. Þeir binda hins vegar vissar vonir við búgreinina og næsta skref sé að auka stofn- inn upp í 100 til 200 dýr. Einnig sé það í deiglunni að reyna ein- göngu heygjöf sem þeir telja duga við ullarframleiðsluna en öðru máli gegni náttúrlega um kjötframleiðsluna. - Hvaða verð fæst fyrir ullina? - Álafoss hefur keypt alla ull- ina af okkur og verðið er sem svarar 86 þýskum mörkum fyrir kílóið, segir Jón og Ingvar bætir því við að verðið hafi hækkað talsvert að undanförnu en það breyti því ekki að það verði að hafa fyrir hlutunum. SÚPER-LADDI! Hann heitir Laddi eins og þúsundþjalasmiður- inn. Sver sig því í ætt við Þórð húsvörð, Eirík Fjalar og sjálfan Sup- erman, enda ekkert venjulegt kyntröll. Kaf- loðinn eins og hvíta- björn, frjósamur eins og Adam. Hinn eini og sanni Laddi - angóra- kanína af fyrsta flokki. Laddi er fallegt dýr. Hann er feitur og patt- aralegur eins og hvítur leikfangabolti og lifir sannkölluðu munaðarlífi í kanínubúinu að Hlíð- skógum í Bárðardal. Hans eini tilgangur í líf- inu er að þjónusta kven- dýrin, aðallega dætur sfnar og þeirra afkom- endur. Laddi er sann- kallaður Casanova kan- ínukynsins. Samkvæmt þýskum kynbóta- stöðlum, sem hann starf- ar samviskusamlega eftir, nær hann bestum árangri ef hann eignast fimm sinnum afkvæmi með hverri dætra sinna og öðrum þeim kvendýr- um búsins, sem eigend- unum þykja verðug til að „komast upp í“ til gradda....fyrirgefið Ladda. Þannig verður Laddi súperkanína að störfum fram í andlátið og í virðingarskyni verð- ur jarðneskum leifum hans sennilega fundinn samastaður fjarri veislu- borðinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.