Dagur - 12.11.1984, Side 11

Dagur - 12.11.1984, Side 11
12. nóvember 1984 - DAGUR - 11 Minning Þóra Sigfúsdóttir t Fædd 8. ágúst 1913 - Dáin 28. október 1984 Kær vinkona mín, Póra Sigfús- dóttir, er látin. Við höfum verið vinkonur í um það bil 25 ár og þar hefur aldrei borið neinn skugga á. Þóra var traustur vinur vina sinna og vildi öllum liðsinna. Oft kom ég á hið fagra og hiý- lega heimili þeirra systranna Þóru og Iðunnar. Þar var vel tek- ið á móti öllum af gestrisni, góð- vild og glaðværð. Því var það svo oft, ef mér fannst ég vera ein- mana, eða ef eitthvað amaði að mér, að ég fór og heimsótti þær systur. Og alltaf fór ég frá þeim glaðari og hressari en ég kom. Það er gott að eiga slíka vini sem Þóru og Iðunni. Þóra var göfugur persónuleiki, hjálpsöm og góð og hún vann ötullega að heill og hamingju skyldmenna sinna. Fyrir þau var ekkert of gott og ekkert starf of mikið. Þóra átti við sjúkdóma að stríða um ævina, en hún var hetja, sem ekki kvartaði. Hún var dugleg og kjarkmikil að hverju sem hún gekk. Allt lék í höndum hennar, hvort sem það voru verslunarstörf, húsmóður- störf eða handavinna. Þóra tók þátt í félagsstörfum hér á Akureyri af lífi og sál. Mik- ið vann hún fyrir Zontaklúbb Akureyrar og var þar góður og vinsæll félagi. Þóra hvarf frá okkur of fljótt. En minning hennar mun lifa í hjörtum okkar og við erum þakk- lát fyrir að hafa átt hana að vini. Nú, þegar hún hverfur yfir móðuna miklu, munu foreldrar hennar taka á móti henni á ströndinni hinum megin og leiða hana inn í ljós og dýrð drottins. Guð gefi Þóru sinn kærleika, sína gleði og sinn frið. Hólmfríður Jónsdóttir. Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar Skammt hefur nú orðið stórra högga á milli í litla félaginu okkar, Zontaklúbbi Akureyrar. Söknuður okkar vegna láts Mar- grétar Hallgrímsdóttur 18. júlí sl. er enn ferskur, er við verðum aftur að sjá á bak kærri vinkonu, Þóru Sigfúsdóttur, yfir móðuna miklu. Þóra lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28. október sl. eftir erfiða skurðaðgerð og nokk- urra vikna hetjulega baráttu við manninn með ljáinn, sem ævin- lega ber sigur úr býtum að lokum. Eftir minningarathöfn í Akureyrarkirkju föstudaginn 2. nóvember var Þóra jarðsungin frá Stærra-Árskógskirkju laugar- daginn 3. nóvember að viðstöddu fjölmenni á báðum stöðum. Þóra hét fullu nafni Þóra Ágústa x Sigfúsdóttir. Hún var fædd í Rauðuvík á Árskógssandi, dóttir hjónanna Guðlaugar Ásmunds- dóttur ættaðri úr Þingeyjarsýslu og Sigfúsar Valtýs Þorsteinsson- ar, sem var eyfirskur að ætt og uppruna. Þegar Þóra var á öðru aldursári, fluttu foreldrar hennar að Syðra-Kálfsskinni í Árskógs- hreppi og þar ólst hún upp ásamt 3 systkinum. Elst systkinanna er Iðunn, önnur í röðinni var Þóra, þriðji er Bragi, og Bára er yngst. Liðlega tvítug að aldri flutti Þóra til Akureyrar og hefur átt hér heima síðan. Hún vann fyrst við sauma með Iðunni systur sinni, sem áður var flutt til Akur- eyrar, hafði lært kjólasaum og getið sér góðan orðstír í þeirri grein. Sama ár komu þær systur sér upp notalegu heimili hér í bæ, fyrst í leiguíbúðum en stðar í eig- in húsnæði að Gilsbakkavegi 9. Kjólasaumurinn átti ekki sér- lega vel við Þóru, svo að hún réðst til verslunarstarfa hjá Ey- þóri Tómassyni, sem átti verslun- ina „London" í Skipagötu. Þóra varð síðan verslunarstjóri hjá Ey- þóri og keypti loks verslunina. Verslunina London rak Þóra í nokkur ár, en flutti sig svo upp í Hafnarstræti og setti þar á stofn álnavöruverslunina „Rún“, sem hún rak í mörg ár. Þegar konur nenntu ekki lengur að sauma á sig og börnin sjálfar og óskuðu heldur eftir að fá allt tilbúið, minnkaði að sjálfsögðu sala á álnavöru. Keyptu þær systur þá saman „Barnafataverslunina Ás- byrgi“. Ráku þær svo báðar verslanirnar, Rún og Ásbyrgi í nokkur ár, en síðustu árin hafa þær aðeins átt „Verslunina Ás- byrgi“. Þóra var ákaflega félagslynd kona og vann mikið að félagsmál- um. Hún var í Styrktarfélagi þroskaheftra og formaður þess félags um tíma. Einnig var hún í sjálfstæðiskvennafélaginu Vörn og í Slysavarnafélaginu. Þóra gekk í Zontaklúbb Akureyrar 21. mars 1961. Þar hefur hún ævin- lega verið mjög virkur félagi og unnið mikið í nefndum. Hún var m.a. lengi í Nonnanefnd og for- maður þeirrar nefndar um skeið. Hag og sóma Zontaklúbbsins bar Þóra ávallt mjög fyrir brjósti og þyrfti klúbburinn einhvers við sparaði hún hvorki fé né fyrir- höfn. Formaður Zontaklúbbs Akureyrar var Þóra 1968-1969 og aftur 1973-1974. Nánustu vinkonum sínum innan klúbbsins var Þóra ómetanleg. Þær voru ævinlega velkomnar til hennar með vandamál sín stór og smá og aldrei brugðust þeim holl ráð Þóru og hughreysting. En vinir voru einnig velkomnir á heimili þeirra systra Iðunnar og Þóru til að gleðjast og er skemmst að minnast ógleymanlegrar kvöld- stundar er við áttum á Gilsbakka- vegi 9 í sjötugsafmæli Þóru 8. ágúst 1983, en þangað höfðum við fjölmennt. Og þegar við kvöddum loksins vonuðum við svo sannarlega að við ættum fleiri slíkar kvöldstundir í vændum. En enginn má sköpum renna. Þeim válegu tíðindum að hún gengi með ólæknandi sjúkdóm tók Þóra með því æðruleysi og þeirri ró- semd sem henni var lagin. Hafði ævinlega tekið örlögum sínum möglunarlaust og oft verið veik áður meðal annars verið berkla- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Langholti 16, Akureyri, þingl. eign Jóns Gísla- sonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl., Lffeyrissjóðs verslunarmanna, innheimtumanns ríkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. veik á yngri árum. Þó naut Þóra lífsins í ríkum mæli og átti ótal verkefnum ólok- ið. Nú er leiðir hafa skilist að sinni þökkum við okkar elskulegu vinkonu Þóru aldarfjórðungs samstarf, tryggð og vináttu og óskum henni góðrar ferðar til æðri heimkynna. Systkinum Þóru systurbörnum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Zontasystur í Zontaklúbbi Akur- eyrar. Fyrir vélsleða N.G.K. kerti í alla sleða. Drifreimar f Yamaha “ ÍPolarls “ í Ski-doo “ I Arctic Cat “ í Johnson/Evenrude “ í Skiroule Olía: OMC til að blanda OMC á sjálfblöndunarkerfi ESSO Aquaglide og 2T SPECIAL á alla Bombardier sleða SPECIAL á alla Arctic Cat sleða á keðjudrif á allar tegundir af sleðum. Krómaðir demparar á skíðin Ljósaperur Dráttarkrókar Afsláttur á heílum kössum af oliu Sendum í póstkröfu samdægurs. Afsláttur á heilum kössum af olíu 4% afsláttur á ESSO-olíum f ’/i kassa 8% afsláttur á ’/i kassa af öðrum tegundum. £sso) -STOÐIN Tryggvabraut 14 Simi: 96-21715 Krókeyri: 96-21440 Veganesti: 96-22880 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 25. og 27. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Hamarstíg 29 e.h., Akureyri, þingl. eign Sigríðar Axelsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Ólafs B. Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóv- ember 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri þingl. eign Magnúsar Tryggvasonar o.fl., fer fram eftir kröfu Ragnars Steinbergssonar hrl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Skarðshlíð 13e, Akureyri, talinni eign Sturlu Snæbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnun- ar ríkisins og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Lækjargötu 11 a, Akureyri, þingl. eign Birgis Ottesen, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Laxagötu 2 n.h., Akureyri, þingl. eign Svavars Þ. Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Ei- ríkssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. \ Ertþú búinn að fara í Ijósaskoðunarferð? í STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. yUMFERÐAR RÁD Fyrst einu sinni og svo aftur, aftur og aftur ☆ Soðið brauð og kleinur bragðast vel. ^ Brauðgerð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.