Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 12.11.1984, Blaðsíða 12
Aframhaldandi svellalög í göngugötunni Bílar eiga til hina furðulegustu dynti og stundum hlýða þeir alls ekki. Þá er ekki um annað að gera en að fá mann- skap til að ýta . . . Mynd: KGA Veitingarekstur í verkalýðshöllinni: „Ekki vitað hver hreppir hnossið Akureyringar hafa sennilega veitt því athygli að í snjónum og frostunum að undanförnu hefur göngugatan með öllum sínum hitaleiðslum og rörum, verið einn svellbunki. Að sögn Helga Bergs, bæjar- stjóra er ástæðan fyrir kuldanum í göngugötunni sú að ekki hefur verið nægilegt affallsvatn fyrir götuna. Affallsvatnið hefur að undanförnu verið endurnýtt til upphitunar húsa með því að keyra varmadælurnar sem teknar voru í notkun í sumar. Á meðan rafmagn fæst til þess að keyra varmadælurnar má búast við áframhaldandi svellalögum í göngugötunni, því það er stefna hitaveitustjórnar og bæjaryfir- valda að hlífa virkjunarsvæðun- um sem mest en sem kunnugt er hefur á undanförnum árum verið gengið allmikið á heitavatnsforð- Miklu minna um mink „Það er ekki orðið neitt um mink t.d. á Melrakkaséttunni, miðað við sem var þegar við byrjuðum þar fyrir nokkrum árum. Við tókum þar talsvert á annað hundrað minka fyrsta sumarið en í fyrra og núna í sumar ekki nema um 30,“ sagði Arnkell Þórólfsson bóndi og minkabandi í Hraunkoti í Aðaldal er við ræddum við hann um minka- veiðarnar í sumar. „Ég veit ekki nákvæmlega hversu marga minka ég drap í sumar, en áætla að það séu um 150 dýr. Við fórum nokkuð víða, vorum á Melrakkasléttunni, í Öxarfjarðar- og Presthólahreppi, Aðaldal, Reykjadal og Kinn. Það er enginn vandi að halda minknum í skefjum, en það þarf mikið átak til þess að útrýma honum ef það er þá hægt. Pað er greinilegt að það er minna um mink á því svæði sem við höfum farið um en alls staðar er þó ein- hver reitingur af honum,“ sagði Arnkell. gk.- ann í nágrenni Akureyrar. Það verður því fyrst þegar álag eykst hjá rafveitunni að bæjarbúar geta vænst þess að geta gengið þurrum fótum eftir göngugötunni. -ESE Hlíðarfjall: Skíðagöngu- hús byggt? Hugmyndir eru nú uppi aö auka á þjónustuna í Hlíöar- fjalli með því að byggja smá- hýsi við skíðagöngubrautina. Skíðaráð Akureyrar hefur rit- að íþróttaráði bréf varðandi þetta efni og lagt fram kostnaðar- áætlun vegna byggingarinnar sem ráðgert er að kosti um 144 þús- und krónur. f framhaldi af því hefur íþróttaráð óskað eftir heimild bæjarstjórnar til að semja við SRA um byggingu hússins og að fjárveiting verði til þess veitt á næsta ári. Að sögn Hermanns Sigtryggs- sonar, íþróttafulltrúa er hug- myndin sú að skíðagönguhúsið rísi fyrir ofan svokallaða Stórhæð. Skíðamennirnir munu sjálfir vinna að byggingu hússins ef ráðist verður í framkvæmdir og ef svo verður ætti það að geta nýst bæði keppnismönnum og al- menningi. - ESE - Ég vil eindregið mótmæla því sem fram kom í samtalinu við umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi. Ástandið var ekki gott hjá notendum handvirka símans í verkfallinu. Fjarri því, sagði Steinn Snorra- son á Syðri-Bægisá, en hann kom að máli við blaðið vegna þess sem haft var eftir Ársæli „Það er ekki frágengið hvaða aðili það verður sem fær veit- ingaaðstöðuna í verkalýðshöll- inni en ég held að sú umræða sé að komast á lokastig,“ sagði Hákon Hákonarson í samtali Magnússyni í umræddu sam- tali. Að sögn Steins var ástandið í verkfallinu afleitt a.m.k. í Öxna- dal. - Pað var ekki einu sinni hægt að ná í sæðingamenn sem þó var hægt í verkfallinu þar áður. Ég veit ekki hvernig við hefðum far- ið að ef við hefðum ekki fengið talstöð lánaða hjá skátunum. Þessi talstöð var staðsett heima við Dag, en Hákon á sæti í nefnd þeirri sem fjallar um það mál af hálfu verkalýðsfélag- anna á Akureyri. „Þetta er búin að vera nokkuð löng og ströng umræða. Það voru hjá mér og með aðstoð hennar gátu íbúar í Öxnadal náð til Ak- ureyrar einn tíma á dag. Aðrir þurftu að keyra tugi kílómetra til að reka erindi sín og óþægindi voru því mikil. En skátarnir eiga þakkir skildar fyrir aðstoðina, sagði Steinn Snorrason, en hann sagðist jafnframt vonast til þess að sjálfvirki síminn yrði kominn í Öxnadal fyrir næsta verkfall. - ESE fimm aðilar sem sóttu á sínum tíma um að fá þessa aðstöðu en tveir þeirra eru dottnir út úr myndinni. Þrír aðilar eru því enn í umræðunni." - Nú hefur það heyrst að húsa- leiga þarna verði óhemjudýr og einnig þurfi að leggja í gífurlegan kostnað til þess að þarna verði hægt að hefja rekstur og ein- hverjir umsækjenda hafi hætt við af þeim sökum. „Það hefur heyrst að þær verð- hugmyndir sem byggingarnefnd- in hefur sett fram séu illaðgengi- legar fyrir veitingamenn hér á Akureyri. Ef þetta er hins vegar borið saman við veitingarekstur annars staðar á landinu t.d. í Reykjavík, þá eru þessar verð- hugmyndir byggingarnefndar verulega mikið lægri heldur en þar gerist. Það er á þessu stigi ekki hægt að segja til um það hver hreppir hnossið eins og við viljum orða það,“ sagði Hákon. gk-- „Skátar eiga þakkir skildar" - Mikil óþægindi vegna símaleysis í Öxnadal Það verður austan- og norðaust- anátt næstu tvo daga. Slydda og snjókoma, sagði ónefndur veður- fræðingur á Veðurstofu Islands sem við ræddum við um veður- horfur í morgun. - Er vitað hvað tekur við þá? - Hef ekki hugmynd um það. - Hvað með hitastigið? - Við spáum ekki um hitastig, svaraði þessi geðþekki ríkisstarfs- maður og þar með vita Norðlend- ingar það. 9 Halan millum beinini í síðustu viku var kosið til færeyska Lögþingsins. Kosningabaráttan var með fjörugasta móti og gætu ís- lendingar mikið lært af áróð- urstækni færeysku flokkanna eins og eftirfarandi augiýsing sem birtist ( Dimmalætting ber með sér: STÖRSTA TÆNASTA sum Javnaðarflokkurin, Tjóðveld- isflokkurin og Fólkaflokkurin hava gjört Föroyja fólki, var at stinga halan millum beinini og geva upp fyri tapt f 1980, tá teir hövdu rent seg sjálvar fastar og nærum koyrt för- oyska samfelagíð um koll. Veljarar. Hjálpið hesum flokk- um til ikki at koma aftur í sömu knípu. Latið vírðis- I trx" j mm miklu atkvöðu tykkara 8. nov- ember fara til SAMBANDS- FLOKKIN. 9 Sue Ellen og Pamela Nú mun talið öruggt að kraft- lyftingamennirnir Kári Elfson og Vfkingur Traustason munu keppa fyrfr íslands hönd á heímsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Dallas í Texas í lok þessa mánaðar. Myndarlegt framlag bæjarstjórnar Akureyrar auk stuðnings togaraáhafna og fyrirtækja á Akureyri gerði þeim Kára og Víkingi kleift að ra Ifl kljúfa þetta dæmi fjárhags- lega og eiga viðkomandi aðil- ar heiður skilinn fyrir fram- takið. Það er kominn ferða- hugur í kappana og gárung- arnir eru sín á milli farnir að kalla þá félaga Sue Ellen og Pamelu eftir þeim heiðurs- kvinnum í Dallas-þáttunum. 9 Fararstjóri á gæsaveiðar Það tók Lyftingasamband ís- lands langan tíma að komast að niðurstöðu hvort styrkja ætti þá Kára og Víking til þátttöku á heimsmeistara- mótinu. Loks var þó ákveðið að styrkja Kára með 17 þús- und krónum en Víkingur fékk ekki nema helming þeirrar upphæðar þar sem stjórnin taldi hann ekki fyllilega eiga erindi á mótið. Það vafðist hins vegar ekkert fyrir stjórn Lyftingasam- bandsins að taka ákvörðun um að senda fararstjóra á mótið og styrkur til hans var afgreiddur með enn meiri hraða. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi borgarfógeta og for- maður kraftlyftingadeildar LSÍ verður fararstjóri og fær hann sömu styrkupphæð og Kári eða helmingi meiri en Víkingur. Ólafur mun eiga að setja þing Alþjóða kraftlyft- ingasambandsins en hann slær tvær flugur f einu höggi. Fer út tveimur dögum fyrr og eftir þvf sem sagan segir: Fer á qæsaveiðar!____________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.