Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. nóvember 1984 113. tölublað Hvar endar þetta með Sjóla? Fyrst styttur - nú lengdur „Við höfum tryggt okkur nokkur stór verkefni í viðgerð- um á síðustu dögum og við erum á höttunum eftir fleiri verkefnum sem við gerum okkur vonir um að fá, þannig að ég er bjartsýnni á það að við höldum sjó í vetur,“ sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar, í samtali við Dag. Eitt af þeim verkefnum sem Gunnar talar um er lenging á Sjóla um 9 metra, en það er sama skipið og stytt var um metra þeg- ar það var keypt til landsins á sín- um tíma. Þannjg slapp hann inn- an við 39 metra markið og taldist bátur, en ekki togari. Fyrir vikið mátti hann dorga allt að því uppi í landsteinum. Göngu- Ijósin eyðilögð „Nú á að gera Sjóla að skipi, því auk lengingarinnar á að endurnýja í honum millidekkið, auk þess sem settur verður á hann skrúfuhringur og skut- rennuhlið," sagði Gunnar. Þetta verkefni tekur á fjórða mánuð, en auk þess eru að hefjast um- talsverðar endurbætur á Jóni Vídalín frá Meitlinum í Þorláks- höfn hjá Slippstöðinni og í des- ember kemur Þorlákur frá sama fyrirtæki. Einnig hefur verið gerður samningur um breytingar á Guðbjarti frá ísafirði. Auk þessara viðgerðaverkefna er unn- ið að fjármögnun þeirra ný- smíðaverkefna sem stöðin vinnur að, en þar er um að ræða tvo báta í svonefndri „raðsmíði“. Sagðist Gunnar vongóður um að það dæmi gengi upp. Það er því bjart- ara yfir atvinnuhorfum hjá Slipp- stöðinni núna heldur en var þeg- ar rætt var við Gunnar Ragnars fyrir um tveim vikum. Enda sagði hann þá, að nú dygði ekkert hel- vítis „ja-vell“. Þetta gripu starfs- menn stöðvarinnar á lofti og nú er „ja-vell“ búið að skapa sér fastan sess sem orðatitæki í stöð- inni. - GS Rafveita Akureyrar hefur vart undan að skipta um út- búnað í gönguljósunum við Skúta á Hörgárbraut þessa dagana. Starfsmenn veitunn- ar eru ekki fyrr búnir að skipta um en búið er að brjóta búnaðinn aftur og eyðileggja. Hér er um stýribúnað ljós- anna að ræða, sem sífellt er eyðilagður. Ekki er vitað hverj- ir standa ýyrir þessum spjöllum á eigum bæjarbúa, en víst er að þeir hinir sömu mega hafa tölu- vert á samviskunni ef slys hljót- ast af. Slysahætta vegna þessa eykst verulega þar sem ljósin standa gjarnan á sér eftir að búið er að brjóta stýribúnaðinn. Það getur valdið því að bæði ökumenn og gangandi hætti að virða þessi ljós, þar sem þau eru sjaldnast í lagi. - HS Raufarhafnar- hreppur og Kaupfélag N.—Þingeyinga: „Það hefur staðið okkur veru- lega fyrir þrifum að við höfum ekki haft fjármagn hérna til þess að ráðast í byggingu á nýju frystihúsi. Frystihúsið hérna, sem er rekið á undan- þágum á öllum sviðum, er þannig að það er talið vonlaust mál að reka það öðruvísi en með tapi, það er samdóma álit allra sem um það hafa fjallað,“ Mynd: KGA Rætt um byggingu á nýju frystihúsi sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps í samtali við Dag. „Það hefur ekki verið neitt fjármagn að fá hjá aðilum hér innan sveitarfélagsins. Við höfum því verið að leita að fjár- magni og sú hugmynd sem nú er uppi er að stofna nýtt hlutafélag um byggingu og rekstur á nýju frystihúsi. Ég vil taka það fram að enn er þetta á umræðustigi, en það sem menn hafa verið að horfa til er að Raufarhafnar- hreppur komi til með að eiga 40% í þessu fyrirtæki, Kaupfélag Norður-Þingeyinga önnur 40% og 20% yrðu síðan boðin út. Jökull yrði áfram með útgerðina og ræki togarann Rauðanúp," sagði Gunnar. Gunnar tjáði Degi að atvinnu- ástand á Raufarhöfn hafi verið fremur bágborið að undanförnu. Um síðustu mánaðamót voru 32 á atvinnuleysisskrá sem er 12- 14%. Á mánudag hófst hins veg- ar síldarsöltun á Raufarhöfn og er líklegt að saltað verði í um 1.000 tunnum fyrir Sigló-síld og sagði Gunnar að það munaði verulega um þetta enda kæmi þessi söltun á hentugum tíma þegar lítil atvinna væri, sérstak- lega fyrir kvenfólk. gk- Kristján Ármannsson sveitarstjóri á Kópaskeri: „Við erum afskaplega óhressir með það að Húsvíkingar skyldu hafa fengið þennan rækjukvóta hérna á okkar heimamiðum, að þeim skuli vera hleypt hérna inn aftur,“ sagði Kristján Ármannsson sveitarstjóri á Kópaskeri í sam- tali við Dag, varðandi það að Húsvíkingum hefur verið út- „Óhressir með að Húsvíkingum skuli hleypt hér inn aftur“ hlutað 70 tonna rækjukvóta á veiðisvæði Kópaskersbúa. „Hafrannsóknastofnun lagði til að það mætti veiða hérna 200 tonn og við fengum það magn. Síðan gerðist það fyrir þrýsting þingmanna býst ég við og heima- manna að Húsvíkingar fengu 70 tonn til viðbótar þessu. Við erum mjög óhressir með þetta, enda hefur sú regla verið höfð varð- andi þessar veiðar að heimamenn hafi forgang. Húsvíkingar veiddu á þessum miðum á sínum tíma vegna þess að við höfðum ekki möguleika á að fullnýta rækjuna þá. Því er hins vegar ekki að heilsa núna og við höfum ekki skip til þess að sækja á önnur mið. Húsvíkingar eru hins vegar með annan togar- ann sinn á rækjuveiðum og það er auðvitað mjög góður grunnur fyrir rækjuverksmiðjuna hjá þeim.“ - Hvernig er atvinnuástandið á Kópaskeri? „Það er þokkalegt eins og er en ekkert meira en það. Útlitið er hins vegar tvísýnt. Miðað við hvernig við vinnum núna. 10 tíma á dag fimm daga vikunnar, þá verður rækjan búin í byrjun febrúar pg óvissan tekur við. Við vitum ekki hvort þá verður aukið eitthvað við þetta eða hvort.við gætum haft möguleika á að fá djúprækju," sagði Kristján. gk-. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.