Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 3
14. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Lóðin sem Nýtt líf hefur sótt um, sést fremst á myndinni. Nýtt bíó í Miðbæ Akureyrar? - Umsóknin frá Nýju Iffi hf. verður tekin fyrir á fundi bygginganefndar í dag í dag verður umsókn kvik- myndafyrirtækisins Nýtt líf hf. um að reisa kvikmyndahús á lóðinni austan Smiðjunnar, tekin fyrir í Bygginganefnd Ak- ureyrar. Bæjarráð hefur þegar afgreitt þessa umsókn á mjög jákvæðan hátt til bygginga- nefndar. Nýtt líf hf. var um tíma talið ætla að kaupa Nýja Bíó á Akur- eyri en af þeim kaupum varð ekki. Nú hefur fyrirtækið sótt um 1500 fermetra lóð austan Smiðj- unnar, þar sem nú eru bílastæði og mun hugmyndin vera sú að hafa þar kvikmyndahús með þremur sýningarsölum. Að sögn byggingafulltrúa Ak- ureyrarbæjar er ekki búist við þv í aö umsóknin verði endanlega af- greidd á fundi bygginganefndar í dag. Eftir á að ræða ýmis veiga- mikil mál svo sem bílastæðismál- in en ef kvikmyndahúsið verður reist, hverfur verulegur fjöldi bílastæða undir bygginguna. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir opinberum bygg- ingum á svæðinu austan Hafnar- strætis, en ekki er talið ólíklegt að hægt verði að hafa bílastæði á einhverju af því svæði. -ESE Föstudaginn 16. nóvember kl. 16.30 syngur Jóhann Már Jóhannsson við undirleik Guðjóns Pálssonar. Verið velkomin. Thomson ísskápar hrænvelar saumavélar Heimilistækin hjá okkur eru ÖU Góðir greiðsluskilmálar. Járn- og glervörudeild. SIMI 196)21400 Eldavélar, þvottavélar, ísskápar, ryksugur, straujám o.fl. o.fl. i I l CD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.