Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Varað við óheftri fijálshyggju Á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins sem hald- inn var nýlega var sam- þykkt svohljóðandi stjórn- málaályktun: „Fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fagn- ar þeim árangri sem ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar hefur náð í efnahagsmálum. Með lækk- un verðbólgu hefur tekist að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunnar og at- vinnuleysi, sem leitt hefði til aukinnar skuldasöfnunar erlendis og vanskila, sem hættulegt hefði getað orðið efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Miðstjórnin harmar að í nýgerðum kjarasamningum skuli ekki hafa verið farin skattalækkunarleiðin sem óvéfengjanlega hefði skap- að launafólki meiri kaup- mátt en sú leið sem valin var og komið í veg fyrir þá tímabundnu verðbólgu sem óhjákvæmilega mun verða í kjölfar kjarasamninganna. Miðstjórn Framsóknar- flokksins telur að hið fyrsta verði að hefja undirbúning að gerð þeirra kjarasamn- inga sem taka eiga gildi í árslok 1985 með það að markmiði: Að verðbólga minnki og stöðugleiki skapist í efna- hagslífinu, þannig að kaup- máttur aukist, — að leitað sé samstöðu um nýsköpun í atvinnulífinu sbr. áætlun ríkisstjórnarinnar er verði grundvöllur að bættum kjörum í þjóðfélaginu, - að skapa víðtæka samstöðu um gerð kjarasamninga, - að auka kaupmátt lægstu launa hlutfallslega meira en hærfi launa, minnka launamun í þjóðfélaginu og koma á eðlilegu samræmi á kjörum hinna ýmsu þjóðfé- lagshópa, - að beita ýms- um öðrum aðgerðum en beinum launahækkunum svo sem skattalækkunum og öðrum opinberum jöfn- unaraðgerðum til að bæta afkomu launafólks. í því skyni verði öll tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga tekin til endurskoðunar fyrir næstu kjarasamninga, — að kjarabætur verði í samræmi við aukningu þjóðartekna og stöðu þjóðarbúsins, - að kjarasamningar séu til a.m.k. tveggja ára, - að gerð sé róttæk atlaga gegn skattsvikum og neðanjarð- arhagkerfi. Fundurinn varar við óheftri frjálshyggju sem kollvarpað getur því þjóð- félagi menningar, jafnræðis og velferðar sem leggja ber áherslu á að treysta. Miðstjórn Framsóknar- flokksins ályktar að núver- andi stjórnarsamstarfi beri að halda áfram enda náist samstaða með flokkunum um aðgerðir í efnahagsmál- um, sem stuðla að áfram- haldandi hjöðnun verð- bólgu en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll atvinnu- veganna, fulla atvinnu og verndun kaupmáttar þeirra sem við erfiðust kjör búa.“ Krakarar eru þeir sem fara inn í autt húsnæði til að búa þarog reyna svo að semja við eigandann um að borga lága leigu. Pað er nefnilega í hrópandi missögn við ástandið í húsnæðismálum hér í landi að fjöldinn allur af húsbyggingum stendur auður. Það eru hús sem eigendurnir vilja láta rífa til að byggja eitthvað annað, hús sem bíða langtímum saman eftir því að verða endurnýjuð, eða hús sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum standa auð árum saman. Krakararnir segja að húseigend- ur og húsbyggjendur hafi einungis áhuga á að byggja lúxusíbúðir, skrifstofur eða hótel og að ekkert af þessu komi þeim að gagni þar sem krakararnir eru mest atvinnuleys- ingjar og stúdentar sem þurfa að lifa á 7-8.000 ísl. kr. á mánuði (op- inberar tölur segja atvinnuleysingja í Hollandi vera 830.000 en ekki er ólíklegt að þeir séu raunverulega um 1.000.000 talsins). Húseigendur og húsbyggjendur tala um friðhelgi eignarréttarins og segja að fólkið eigi að láta yfirvöld- in um að leysa félagsleg vandamál ekki taka lögin í eigin hendur. En hvað um það, krakararnir hafa á síðustu árum verið iðnir við að leggja undir sig hús og á sumum stöðunum hefur risið upp blómleg menningarstarfsemi, ódýr kaffihús o.s.frv. Löggan gerir líka annað slagið rassíu og svælir út. Stundum hafa krakararnir veitt svo hraust- legt viðnám að tala hefur mátt um borgarastríð á götum Amsterdam. Singel 114 Þetta er götunafn og húsnúmer í Amsterdam. Löggan hefur rýmt þetta hús hvað eftir annað en krak- ararnir koma alltaf aftur. Dómarar hafa staðið með sveittan skallann við að dæma til skiptis húseigend- um eða krökurum í hag. En um daginn var svo komið að löggan fékk leyfi hæstaréttar til að axla sverð sín og spjót og henda krökur- unum út. Eg ætla ekki að gera minnstu tilraun til að upplýsa les- endur Dags um laga- og réttinda- grundvöll þann sem átök sem þessi eru byggð á, enda er það mér um megn, mér er næst að halda að þetta sé allt saman spilað eftir eyr- anu. Átök Húsið stendur við síkisbakka og einn morguninn er allt orðið fullt af lögreglubílum, áhorfendur drífur að og þeir taka sér stöðu í öruggri fjarlægð hinum megin við síkið. Blaðasnápar sem geta sannað tilvist sína með skírteini fá að vera í myndavélarnálægð. Ég verð víst að hírast meðal óbreyttra þar sem mér hefur enn ekki borist neitt slíkt kort frá Degi og ég er í voðalegri fýlu. Það er undarlegt fyrir Islending eins og mig sem aldrei hefur séð löggu gera annað en að gefa stöðu- mælasektir eða leiðindast í þeim sem hafa fengið sér of mikið neðan í því, að sjá allan þennan viðbúnað, maður hugsar ósjálfrátt um fjarlæg lönd þar sem er stríð. Öryggislögreglan er hin vfgaleg- asta og er í óða önn að ryðja göt- una, hreinsa hana af fólki en fær í staðinn málningu og svolítið af götusteinum yfir sig, frá hinum um- kringdu og stuðningsmönnum þeirra á götunni. Svona gengur þetta góða stund aftur og fram án þess að verða nokkurn tíma alvar- legt, þangað til lögguna brestur greinilega þolinmæði og sprautar götuna hreina með kraftmiklum háþrýstivatnsdælum. Eftir stendur holdvotur og rytjulegur blaða- mannahópur þar sem sultardropar leka jafnt af nefjum sem af mynda- vélum, ekki bætir haustkulið úr skák. Góðir drengir heima á Degi, þeir vita sem er að ekkert liggur á smámunum eins og blaðamanna- passa. Það er lítið að sjá af götunni, miklu betra er að hlusta á útvarps- stöð krakaranna, þar heyrir maður að löggan sé að saga sig inn í húsið, af þakinu og úr íbúð sem liggur vegg við vegg við umrætt hús, þeir hljóta að vera með einhver stór- kostleg verkfæri. „Jesús,“ segir kona við hliðina á mér „voðalega verða þau að fá sér stórt olíumál- verk yfir gatið á stofuveggnum.“ Sumum finnst þetta ósmekkleg létt- úð á alvörustundu. En enginn má við margnum, eftir miklar táragas- sprengingar koma íbúarnir út á götu en gefa sér þó tíma til að læsa úti- dyrunum og þar með lögguna inni. Lyklinum er kastað á dramatískan hátt í síkið og síðan láta uppreisn- armennirnir fætur skipta. Lögregl- an hefur unnið sigur og allan þenn- an dag er mikill viðbúnaður af hennar hálfu ef óeirðir skyldu brjótast út að nýju. Ég lulla af stað, mér tókst ekki að ná neinni nothæfri hasarmynd. En stelpan sem skrifar fyrir dag- blaðið fær ábyggilega kvef. Ég ætla að taka C-vítamín til öryggis þegar ég kem heim. Skyldi vera góð rjúpnavertíð á íslandi? Kveðjur frá Amsterdam. HIH.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.