Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. nóvember 1984 Spilar þú í happ- drætti? Þórir Jóhannsson: Nei. Friðrik Einarsson: Já, Háskólans. Nei ég hef aldrei unniö. Sigurður Bragason: Nei, og hef aldrei. Jakob Tryggvason: Nei. Árni Helgason: Já, Happdrætti Háskólans. Ég vann einu sinni á árinu, næst lægsta vinning. „Hef ekki nákvæma tölu á landsleikjunum" - segir Hörður Tuliníus, alþjóðlegur dómari í körfuknattleik Hvað veldur því að menn gefa sig í það vanþakkláta starf að vera dómarar í íþróttum? - Hvernig í ósköp- iiniim nenna menn að hafa það sem áhugamál að standa sífellt undir „skítkasti" leikmanna og áhorfenda? - Hvað fá menn út úr þesu? - Hvers vegna stendur þú í þessu Hörður Tulinius, inilli- ríkjadómari í körfuknatt- leik? „Einfaldlega vegna þess að ég hef alla tíð haft ánægju af því að umgangast ungt fólk. Körfubolt- irin hefur líka verið mitt aðal- áhugamál allar götur síðan 1950, og ég tel mig ekki geta gert körfuboltanum meira gagn en að reyna að stuðla að því að það besta í íþróttinni komi fram." - Tildrög þess að þú fórst að þeysast um með flautuna? „Ég hafði áhuga og það var nú þannig að leikmenn voru teknir og þeir settir í dómgæsluna. Menn létu sig hafa það enda voru þeir ekki gagnrýndir eins misk- unarlaust og í seinni tíð. Þeir sem hæst haf a gagnrýnt ættu að hugsa sinn gang því dómarar vinna auð- vitað mikilvæg störf. Það að ung- ir menn koma ekki í jafn miklum mæli í dómarastörf, t.d. í körfu- boltanum er einfaldlega vegna dómhörku blaðamanna og ann- arra. Við þessir eldri höfum bök- in til þess að bera þetta. Það hef- ur t.d. aldrei hvarflað að mér að hætta að dæma vegna neikvæðra blaðaskrifa um mín störf. Við skulum hins vegar ekki gleyma því að við þurfum gagnrýni, en hún verður að vera raunhæf. Það er líka annað sem fylgir í kjölfar neikvæðra skrifa um dóm- ara. Leikmenn sem lesa hól um sig í blöðunum og sjá neikvæð skrif um dómarana taka upp þráðinn og halda gagnrýninni áfram. Menn ættu að athuga það að dómarinn sér leikinn aðeins frá sínu sjónarhorni að sjálf- sögðu, en aðrir frá öðru sjónar- horni. Það er því varasamt að ganga of langt í gagnrýninni." - Nú ert þú gamall leikmaður sjálfur, segðu mér í fáum orðum frá þínum ferli í körfuboltanum. „Ég byrjaði að spila körfubolta þegar hann kom hingað til Akur- eyrar, að mig minnir 1950. Þá byrjaði KA með körfubolta og við spiluðum í íþróttahúsinu við Laugargötu. Fjórir leikmenn voru í liði - húsið leyfði ekki meira - og þá var mikið líf í þessu. Við Jón Stefánsson vorum á sínum tíma valdir til æfinga með lands- liðinu, en vorum ekki valdir í endanlegt lið. Ætli höfuðástæðan - svo maður grobbi sig örlítið - hafi ekki verið sú að við vorum fastir í þessum fjögurra manna körfubolta. Við lékum aldrei með miðherja. Ég var hins vegar settur í þá stöðu á landsliðsæf- ingum en spilaði hana ekki. Ég var alltaf kominn út á kantinn en var ekki inni á miðjunni þar sem ég átti að vera. 1953 fór ég suður á Keflavík- urflugvöll og spilaði þar, bæði með Bandaríkjamönnum og síð- ar með liði ÍKF sem m.a. varð ís- landsmeistari. Ég kom svo norður aftur og mig minnir að KA-liðið hafi verið hvað sterkast á árunum í kringum 1955. Það var a.m.k. ekki spurning þá hvort við ynnum Þór, heldur hversu stórt það væri." - Hvenær öðlaðist þú réttindi alþjóðadómara? „Ég fór árið 1973 á námskeið fyrir verðandi alþjóðadómara sem haldið var í A.-Þýskalandi. Ekki náði ég í réttindin þar en það tókst hins vegar árið eftir er annað slíkt námskeið var haldið í Belgíu." - Eg hef grun um það að fáir, ef nokkur fslendingur hafi dæmt fleiri landsleiki í íþróttum, hversu margir eru þeir landsleikir orðnir? „Ég hef því miður ekki ná- kvæma tölu á þeim, en ég held að ég geti fullyrt að þeir séu um 50 talsins. Þetta hafa verið leikir hér heima, í mótum víða um Evrópu og svo hef ég ferðast með ís- lenska landsliðinu í vináttuleiki erlendis og dæmt." - í lokin. Hvað veldur því að Akureyri á ekki lið í hópi þeirra bestu á íslandi í dag í körfubolt- anum? „Já, hvers vegna eigum við ekki lið í fremstu röð í íþróttum, eins og t.d. Akranes? Ætli skýringin sé ekki sú að íþrótta- menn á Akureyri eru að vasast í öllum greinum en einbeita sér ekki áð einhverri ákveðinni grein. í Hafnarfirði t.d. sjáum við andstæðuna, þar einbeita menn sér að einni grein og ná ár- angri í henni. Við næðum árangri ef við kæmum þessu atriði í lag." gk- Hörður Tulíníus. Búa þarf betur að SVA Farþegi SVA hringdi og vildi koma á framfæri kvörtunum sín- um með þjónustu eða þjónustu- leysi Strætisvagna Akureyrar. Við rákum okkur illilega á það núna í vikunni hversu illa er búið að þessu nauðsynlega fyrirtæki. Tveir vagnar munu hafa bilað eða 67% af bifreiðakostinum og við sem á þessa þjónustu treyst- um máttum láta pkkur hafa það að ganga bæinn á enda. Þetta kostaði mig geysileg óþægindi. Ég varð of sein á mjög áríðandi fund og það getur kom- ið til með að hafa veruleg óþæg- indi í för með sér síðar. Þetta leiðir svo hugann að því hvers vegna við erum að burðast við að þessum málum, og það ekki síðar en núna. Kaupa 4-5 vagna, endurskipuleggja leiðakerfið frá reka þetta fyrirtæki. Það er nefni- lega alveg eins gott að hætta þessu eins og að búa svona að SVA eins og gert er. Leiðakerfið er alveg stórfurðu- lega undarlegt svo ekki sé meira sagt, og maður má hossast tímun- um saman ef maður þarf að kom- ast á milli húsa. Það er ekið út og suður en hraðferðirnar t.d. úr Þorpinu og niður í Miðbæ fyrir- finnast ekki. Það eina sem segja má um þessa starfsemi jákvætt er að gott er að taka sér far með Strætisvögnum Akureyrar ef maður hefur áhuga að fara í skoðunarferð um úthverfi bæjar- ins. Það þarf að gera eitthvað í Einn vagna SVA. grunni svo við sem borgum brús- ann fáum þá þjónustu sem okkur ber.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.