Dagur - 19.11.1984, Page 4

Dagur - 19.11.1984, Page 4
4 - DAGUR - 19. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. flrasir hafa dregið úr málefnalegum umræöum Framan Akureyrar er eitt besta landbúnaðar- hérað á landinu. Þar starfa um 2% þeirra sem vinna að mjólkurframleiðslu en þaðan koma hins vegar 9% af allri mjólkurframleiðslu landsmanna. Þrátt fyrir að þetta hérað sé óvenjugott til landbúnaðarframleiðslu hefur það ekki farið varhluta af þeirri þróun sem orðið hefur undanfarna áratugi. Nálægðin við allstóran atvinnumarkað á Akureyri hefur hins vegar valdið því að íbúum héraðsins hef- ur lítið sem ekkert fækkað. Þeir sem ekki hafa getað unnið beint við landbúnaðinn hafa farið í önnur störf í nágrenninu, eða jafnvel fitjað upp á nýjum greinum í héraðinu sjálfu. Vafa- laust getur þróunin í þá áttina orðið mun meiri í framtíðinni. Töluverðir möguleikar eru til atvinnutækifæra í óhefðbundnum landbún- aðargreinum og smáiðnaður af ýmsu tagi ætti að geta átt framtíð fyrir sér í framanverðum Eyjafirði. Þessi mál voru rædd á atvinnumálaráð- stefnu sem haldin var í Hrafnagili um helgina. Meðal þeirra sem þátt tóku í umræðum á þessari ráðstefnu var Jóhannes Geir Sigur- geirsson, bóndi á Öngulsstöðum. Helgarblað Dags átti viðtal við hann m.a. um landbúnað- armálin og var þar komið inn á þá gagnrýni sem landbúnaðurinn hefur búið við að undan- förnu. Um það mál sagði Jóhannes Geir: „Vissulega hefði ég stundum kosið að for- ystumenn okkar bænda væru harðari í að svara þeim sem gagnrýna íslenskan landbún- að hvað óvægnast. Hins vegar er til þess að líta að stundum hefur ekki verið um gagnrýni að ræða, heldur hreinar og beinar árásir, sem ekki eru svaraverðar. Það er ekki hægt að svara slíku á málefnalegum grundvelli. Og því miður hafa þessar fólskulegu árásir orðið til þess að hefta málefnalegar umræður um íslenskan landbúnað. Þær hafa virkað eins og dragbítur, því réttmæt og nauðsynleg gagn- rýni hefur kafnað í moldviðrinu. Fyrir vikið hafa nauðsynlegar umbætur dregist óþarf- lega á langinn. En ég trúi ekki öðru en menn láti sér segjast og fjölmiðlar taki upp heiðar- legar umræður um elsta atvinnuveg lands- manna. Bændur eru tilbúnir að taka þátt í slíkum umræðum og bændur eru fúsir til að slétta þá hnökra sem eru í landbúnaðinum. Enda vita þeir sjálfir manna best hvar skórinn kreppir," sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson í viðtalinu við Dag. Byggöastefna: Eftir Bjöm S. Stefánsson Inngangur Ákvarðanir um byggðamái reyna meira á samheldni landsmanna en flest annað. Stjórnmálaflokkar sem fylkja fólki um land aUt þurfa að móta þar stefnu og vinna að málum, þannig að flokks- bönd bresti ekki í mark- lausum héraðaríg. í fyrra tók ég þátt í því á vegum nor- rænnar rannsóknastofnunar (NordREFO) að gera grein fyrir byggðastefnu á Norður- iöndum. Ég vildi kynna les- endum blaðsins ýmisiegt, sem það verkefni vakti mig til um- hugsunar um, með 9 greinar- kornum með eftirfarandi helstu efnisatriðum: 1) í Noregi hefur lengi verið at- hyglisverð umræða um byggðastefnu. 2) Hér á landi hafa skipulegar aðgerðir í byggðamálum löngum varðað atvinnuþró- un. Fróðlegt er að líta um öxl hvemig til hefur tekist. 3) Atvinnurekendur hafa með samtökum auðveldað á ýms- an hátt rekstur utan höfuð- borgarsvæðisins. Samvinnu- féiög og sveitarfélög hafa gegnt athyglisverðu hlut- verki í atvinnurekstri. 4) Höfuðborgarsvæðið gegnir lykilhlutverki í byggðamál- um. Parfir fólks og forsend- ur atvinnurekstrar þar er um margt ólíkt þvt sem er ann- ars staðar á landinu. 5) Byggðin í landinu mótaðist við allt aðrar forsendur en nú ríkja um samgöngur og framleiðslu. Athuga má markvissar aðgerðir tii að breyta byggðinni. 6) Við skiptingu fjármagns og framkvæmda á byggðarlög og innan þeirra hafa almenn- ir hagsmunir liðið fyrir öfl- uga sérhagsmuni. 7) Ýmis- vandamál við fram- kvæmd byggðastefnu má rekja til galla á lýðræðis- skipulaginu. 8) Giidi landbúnaðar fyrir ör- yggi þjóðarinnar er forsenda sveitabyggðar. Meta þarf ör- yggi einstakra búgreina með tilliti til þess. 9) Þjóðfélagslegt gildi búfjár- ræktar er fólgið í innlendri fóðuröflun. Marka þarf stefnu um fóðuröflun og þar með um undirstöðu byggðar í sveitahéruðum landsins. Björn S. Stefánsson. Hvað er á seyði í Noregi? Menn spyrja gjarna um byggðamál í Noregi. Fyrír 20 árum þóttí ráðandi mönnum þar hygglegast að láta byggð- ina mótast af vaxtarmiðstöðv- um. Vaxtarmiðstöð átti að ná þeirri stærð, að þar mætti hafa fjölbreyttan menntaskóla (fjöl- brautaskóla). Mönnum reikn- aðist svo til, að 40-50.000 íbúa þyrfti til að manna slíkan skóla að nemendum, og ályktuðu í framhaldi af því að byggðarlag (fjölbrautaskólahérað) sem væri fámennara, væri ekki líf- vænlegt og ætti ekki að styrkja þar búsetu. Þetta við- horf lét í minni pokann við stjórnarskiptin 1965. Síðar fóru skipulagsmenn að tala um, að lífvænleg gæti byggð ekki orðið með minna en 10.000 íbúum. Ekki náði það sjónarmið heldur undirtektum í fylkis- stjórnum landsins, sem höfðu fengið skipulag byggðar á sína könnu. Sumir fóru að miða við 1.000 manna byggð sem lágmark þess sem lífvænlegt væri. Upp úr 1970 varð það viðhorf ráðandi, að byggð skyldi treyst um allt land. Fyrir 20 árum sáu menn fyrir eyðingu ýmissa byggðarlaga að óbreyttri við- komu og fólksflutningum. Horf- urnar hafa breyst. Byggðarlögum helst að vísu misvel á fólki, en undantekning er að stefni í eyð- ingu. Þeir sem gerðu trausta byggð um land allt að markmiði og fengu alla stjórnmálaflokka landsins til að styðja það markmið, en hverfa frá þeirri hugmynd að hlynna aðeins að út- völdum vaxtarmiðstöðvum, vildu að það gerðist með arðbærum at- vinnurekstri fyrir atbeina stjórn- valda. Minna hefur orðið úr því. Stöðug byggð undanfarin ár er aðeins að nokkru því að þakka, að fyrirtæki heimamanna hafi eflst. Hins vegar veitir starfsemi á vegum hins opinbera miklu meiri atvinnu en, áður, svo sem skólar og heilsugæsla. Býsna al- gengt er líka orðið, að karlmenn á besta aldri sæki vinnu í önnur byggðarlög og komi aðeins heim um helgar. Oft er það byggingar- vinna og vinna í olíuiðnaðinum. Af þessu hlýst mikið álag á mennina og heimili þeirra, en fólk kýs samt frekar búsetu á slíkum stöðum en flytjast til stærri bæja. Þó að atvinnuleysi sé ekki mikið í hinum stærri bæj- um Noregs miðað við suðlægari lönd, þykir fólki sem ekki hefur sérmenntun, ekki fýsilegt að flytjast þangað. Heima fyrir reynist því auðveldara að eignast gott húsnæði með eigin vinnu og aðstoð kunningja og venslafólks. Enn hafa viðhorf breyst. Upp- byggingu opinberrar þjónustu um landið er talið lokið og ekki aukna atvinnu að hafa á því sviði og jafnvel frekar um það að ræða að dragi úr opinberri starfsemi. Óvissa er um þróun atvinnu- s hátta. Sumir halda því fram, að '’ný vinnubrögð og boðskipti tengd tölvum geti orðið dreifðri byggð til framdráttar, ef heppi- lega er að staðið með línulagnir á vegum hins opinbera og verð- lagningu á slíkri þjónustu. Pað er ekki aðeins í Noregi, að stærsta þéttbýlið hefur misst að- dráttarafl sitt, heldur gerist það um allan heim, nema í fátækum löndum og fáveldislöndum eins og Tékkóslóvakíu og Suður-Kór- eu. í Danmörku hefur Jótland sótt sig undanfarin ár miðað við Kaupmannahöfn og nágrenni. Er það þakkað bættum samgöngum og því, að iðnaðurinn selur afurðir sínar mest suður á bóginn, en þá liggur Jótland bet- ur við en Sjáland. í næstu grein verður drepið á ýmsar ráðagerðir hér á landi til að móta byggða- og atvinnuþró- un og hver reynslan hefur orðið. Björn S. Stefánsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.