Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 12
Glæsilegt skip í Eyjafjarðarflotanum: „Við erum ekkert á pví að gefast upp“ - Aðalástæðan fyrir því að við kaupum þetta skip er sú að út- haldið var orðið mikið og við þurftum að sækja langt og að- staðan í gamla Arnþóri var ekki bjóðandi við þær aðstæð- ur. Úthaldið verður svo sem svipað en nú getum við boðið mönnunum betri aðbúnað, sagði Hermann Guðmunds- son, skipstjóri og einn eigenda G. Ben sf. á Árskógssandi sem nýlega festi kaup á fiskiskipinu Valdimar Sveinssyni VE 22 frá Vestmannaeyjum. Par með hefur glæsilegur far- kostur bæst við eyfirska flotann, Arnþór EA 16, 150 lestir, smíð- aður í Þýskalandi 1962 og endur- byggður í Vestmannaeyjum fyrir tveim árum. - Pað er mikill munur að fá þetta skip. Við förum á línu og það er gífurleg hagræðing að hafa beitingarvél um borð, sagði Hermann er hann sýndi blaða- manni Dags skipið. - En er ekki mikil bjartsýni að ráðast í þessi kaup nú þegar séð er að fiskveiðistefnan verður óbreytt á næsta ári frá árinu í ár? - Auðvitað er það bjartsýni en við höfum staðið í þessu í 21 ár og erum ekkert á því að gefast upp og með þessu móti ættum við að geta tryggt okkur hráefni fyrir saltfisk- og skreiðarverkunina sem við rekum á Árskógssandi. - Hvað með kvótamálin? - Skipið var með um 800 tonna kvóta fyrir þetta ár, miðað við slægðan fisk en nú eru um 150 tonn eftir. Sá kvóti nýtist okkur hins vegar illa, vegna þess að það er mestmegnis ufsi sem er eftir. Bæði er lítið af ufsa um þessar mundir og eins höfum við engin tök á að verka hann, segir Her- mann og bætir því við að nýja skipið muni samt örugglega bæta verulega úr hráefnisstöðunni. - ESE Gaf rúmar tvær millj- ónir kr. Steindór Pálmason, fyrrum bóndi á Þelamörk í Hörgárdal síðar smiður og húsvörður á Ak- ureyri gaf Náttúrulækningafclag- inu stórgjöf sl. haust. Steindór lét þá af hendi rakna rúmar tvær Hækkanir á fasteignum: m Erlingur Davíðsson. 25. bók Erlings Davíðssonar - Við verðum sennilega að fara að heiðra Erling líkt og gert er í fótboltanum þegar landslrðsmenn ná merkis- áfanga, sagði Svavar Otte- sen í samtali við Dag í tilefni af því að innan tíðar kemur út hjá Skjaldborg 25. bók Erlings Davíðssonar. Það er bók úr bókaflokkn- um Með reistan makka sem markar þessi tímamót Erlings Davíðssonar. Erlingur skrifaði sína fyrstu bók árið 1972 en það var fyrsta bindið af Aldnir hafa orðið. Sá bókaflokkur hefur notið mikilla og vaxandi vinsælda undanfarin ár. Fyrir jólin kemur út 13. bókin í þessum bókaflokki en Erl- ingur vinnur um þessar mund- ir að 14. bindinu, en það bíður jólanna 1985. - ESE Arnþór EA - Hermann Guömundsson í brúnni á innfelldu myndinni. Mynd: ESE milljónir króna til byggingar heilsuhælisins í Kjarnaskógi en það lætur nærri að Steindór hafi þannig gefið um einn þriðja byggingarinnar eins og hún er í dag. Þetta kom fram í máli Laufeyj- ar Tryggvadóttur formanns Nátt- úrulækningafélagsins er hún lýsti byggingarsögu hælisins við hátíð- lega athöfn sl. laugardag. Sagði Laufey að þannig hefði þessi bygging verið reist fyrir gjafafé og henni væri sannkölluð ánægja að skýra frá því að Aldís á Stokkahlöðum sem nýlega hélt upp á 100 ára afmæli sitt hefði ákveðið að gefa félaginu 50 þús- und krónur í tilefni af aldaraf- mælinu. - ESE. Raunvirði hækkar vel umfram söluverð A síðasta ári voru hækkanir á söluverði fasteigna minni en mörg undanfarin ár. Hækkun á söluverði íbúðarhúsnæðis er áætluð nálægt 15% á tímabil- inu frá október 1983 til sama tíma í ár. Hækkunin er mjög hliðstæð fyrir höfuðborgar- svæðið og landið utan þess þó að hækkunin hafi gengið ójafnt yfir eftir landsvæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hækk- aði söluverð íbúðarhúsnæðis mest í lok janúar og febrúar en frá þeim tíma hefur verð að mestu staðið í stað. Utan þess svæðis hefur hækkunin gengið jafnar yfir. Að mati Fasteignamats ríkisins hafa í raun orðið meiri hækkanir á fasteignaverði en hækkun heildarverðs gefur til kynna. Lækkuð verðbólga hefur í för með sér hækkun á raunvirði fast- eigna að öðrum þáttum óbreytt- um. Ástæða hækkunarinnar felst í því að greiðslur, serr^inntar eru af hendi eftir nokkra mánuði frá gerð kaupsamnings rýrna nú ekki eins mikið og áður. Að mati FMR má reikna áhrif lækkaðrar verðbólgu til að minnsta kosti 9% hækkunar raunvirðis. Samanlagt valda hækkun heildarverðs og áhrif minnkaðrar verðbólgu 25% hækkun á raun- virði íbúðarhúsnæðis samkvæmt þessu. ÚtUt er fyrir hæga austanátt, nánast logn, í dag og jafnvel næstu daga og hitastig verður um frostmark eins og verið hefur. Einhver þokuslæðingur verður hér og þar, en ekki þó í eins miklum mæli og í gær. Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar má búast við veðurbreytingum um miðja vikuna með vaxandi austanátt, sem jafnvel gæti þróast í norð- austanátt. Þó vildi veðurfræð- ingurinn ekki útiloka neina möguleika í þeim efnum. „Þegiðu, skömmin þín i« Hver þekkir það ekki að eiga þá ósk heitasta á morgnana að helvítis vekjaraklukku- fjandinn gæti þagað örlítið lengur, bara smá stund. Sjaldnast verður manni að ósk sinni - helsta ráðið er að þagga niður í gripnum til frambúðar með því að fleygja honum í næsta vegg. En það er dýrt til lengdar. Nú er málið leyst. Þeir Jón Eðvarð og Reynir, rakarafeðgar, eru nefnilega komnir með í sölu einn mikinn merkisgrip, fág- aða rafefndaklukku. Hún hringir með lágværu, tillits- sömu kvaki, en hættir um- svifalaust ef henni er sagt að þegja. Já, bara að segja þeg- iðu - og hún þagnar. En ekki til lengdar því að fjórum mínútum liðnum byrjar hún aftur. Nenni menn ekki á fæt- ur strax er bara að ávarpa hana á ný - og hún þagnar. En smátt og smátt færir hún sig upp á skaftið - verður háværari og háværari - en þagnar þó alltaf sé henni sagt að gera svo. Hún hættir ekki að reyna að vekja fyrr en hún er lamin á kollinn - þ.e. stöðvuð með hefðbundnum hætti. Ef þetta verður ekki jólagjöfin í ár, hvað þá? BSÉGI # Þetta með hattinn Það eru sennilega ekki allir sem vita til hvers Húsvíking- ar eru með höfuð. Við getum upplýst það hér með að það er vegna þess að ekki er hægt að leggja það á þá grey- in að ganga alltaf með hattinn í hendinni. - Tveir svona húsvískir hattamenn hittust á förnum vegi og annar þeirra óskaði hinum til hamingju með ný- fætt barn hans. „Takk fyrir,“ sagði pabbinn. „Gettu hvort það var strákur eða stelpa.“ - Var það strákur, sagði hinn? „Nei,“ sagði pabbinn. - Ætli það hafi þá ekki verið stelpa? sagðl hinn drýgindalega. „Jú, hvernig gastu eiginlega getið upp á þessu,“ svaraði pabb- inn alveg öldungis hissa. # Slekkur aldrei Af einum Húsvíkingi heyrð- um vfð sem kom tvisvar í viku tií að kaupa rafhlöður í útvarpið sitt. „Hvað er þetta maður, slekkurðu aldrei á tækinu?“ spurði kaupmaður- inn. - Ha ég, gera þeir það ekki á útvarpinu í Reykjavík?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.