Dagur - 21.11.1984, Side 4

Dagur - 21.11.1984, Side 4
4 - DAGUR - 21. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFTKR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRl'MANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Byggöastefna samvinnumanna Það er ekki algengt að raunhæfar byggðaað- gerðir sjái dagsins ljós um þessar mundir. Þó bregður til undantekninga í þeim efnum sem öðrum. Nýlega var tilkynnt um að matvöru- deild verslunardeildar Sambandsins myndi afleggja flutningskostnað á matvörum til við- skiptavina sinna út um land. Gert er ráð fyrir því að þessi regla verði upp tekin í desember og að frá þeim tíma þurfi viðskiptavinir kaup- félaganna úti á landi ekki að greiða flutnings- kostnað, sem hingað til hefur lagst á vöru- verðið. Hér er um tímamótaákvörðun að ræða, sem skiptir ákaflega miklu máli fyrir neytendur á landsbyggðinni. Til þessa hafa þeir þurft að greiða allmiklu hærra verð fyrir matvörur heldur en neytendur á höfuðborgarsvæðinu og hefur það bæst við ýmsan annan ójöfnuð, svo sem hærra orkuverð. Þetta er því mjög kærkomin breyting, ekki síst á þeim tímum þegar frjálshyggjuöflin í þjóðfélaginu ræða um það í alvöru að afnema verðjöfnun á raf- orku og leggja niður þá verðjöfnunarstefnu sem ríkt hefur varðandi olíur og bensín. Það er raunar furðulegt að á sumum svið- um er litið á ísland sem eina markaðsheild en á öðrum ekki. Gróðinn af mestallri útflutn- ings- og innflutningsstarfseminni verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, algjörlega óháð því hvar í landinu verðmætin verða til. Á hinn bóginn má landsbyggðarfólk búa við ýmiss konar ójöfnuð varðandi kaup á brýnustu nauðsynjum. Á sama tíma og rætt er um að auka þennan ójöfnuð er ákvörðun Sambands íslenskra samvinnufélaga sérstaklega tíma- bær og þakkarverð. Talið er að þessi breyting geti lækkað mat- vöruverð úti á landi um 2—5% eftir vöruflokk- um. Hér er ekki um eiginlega verðjöfnun að ræða, því ekki er gert ráð fyrir að verð til neyt- enda á höfuðborgarsvæðinu hækki vegna þessarar lækkunar á vöruverði til neytenda á landsbyggðinni. Þeim kostnaði sem af þessu hlýst á að mæta með aukinni hagræðingu og sparnaði, auk þess sem aukin birgðavelta og meiri sala ætti að koma á móti. Samvinnufélögin halda uppi rekstri víðs vegar um landið þar sem sérgróðamönnum dytti ekki í hug að bera niður. Hefði sam- vinnufélaganna ekki notið við væri búsetu- dreifingin með öðrum hætti en hún er nú og eyddar og mannlausar byggðir þar sem nú er blómstrandi mannlíf. Byggðastefna sam- vinnumanna, sjálfsbjargarviðleitni þeirra og samtakamáttur hefur reynst drýgst í þessum efnum. Niðurfelling flutningsgjaldsins er enn eitt dæmið um byggðastefnu samvinnu- manna. BYGGÐASTEFNA Ráðagerðir og reynsla - eftir Björn S. Stefánsson Skipulegar aðgerðir í byggðamál- um hafa löngum varðað atvinnu- þróun. Fróðlegt er að líta um öxl og athuga hvaða ráðagerðir menn hafa haft í þeim efnum og hvað úr hefur orðið. í stríðslok var framfarahugur í mönnum og stjórnvöld kynntu miklar ráðagerðir. Mér eru í barnsminni teikningar af Skaga- strönd framtíðarinnar í Morgun- blaðinu og ég heillaðist af. Par átti að verða bær á stærð við Hafnarfjörð, byggður á myndar- legri útgerð og síldarvinnslu. Nú eru íbúar þar minna en fimmti hluti þess sem ráðgert var. A sama tíma voru skipulögð nýbýlahverfi í sveitum landsins. Þaulræktun lands átti að bæta af- komuna og nábýlið að vera til hagræðis við búskapinn. Nýbýla- hverfin urðu sums staðar lítið nema nafnið, búskapur er nú víða lítilfjörlegur á þeim býlum sem risu og ekki er vitað til, að þar sé notadrýgra samstarf milli nágranna en annars í sveitum. Upp úr 1950 beittu stjórnvöld sér fyrir virkjun vatnsfalla til framleiðslu sements og áburðar þjóðinni til hagsældar. Verk- smiðjurnar hafa hins vegar ekki reynst arðbærar á mælikvarða gjaldeyrissöfnunar. Varla hefði nokkur maður keypt innlent sem- ent og áburð, hefði hann mátt ráða. Enn var hert á uppbyggingu orkufreks iðnaðar á sjöunda ára- tugnum. F>á lá á að virkja og koma fallorkunni í verð, áður en kjarnorka yrði ódýrari í fram- leiðslu. Samið var um orkusölu til álversins í Straumsvík á þeim forsendum. Nú, tuttugu árum síðar, hefur verð innlendrar fall- orku hækkað mikið, en samt er hún miklu ódýrari en kjarnorka. Upphaflegar forsendur um af- komu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga hafa ekki heldur staðist. Stóriðjuverin voru reist á Suð- vesturlandi, en aðrir landshlutar voru á undanhaldi þar til á átt- unda áratugnum, að skipulegt átak var gert til uppbyggingar hraðfrystihúsa og útgerðar til að afla þeim hráefnis. Atakið heppnaðist að því er mannfjölda- þróun varðar, sé litið til skamms tíma, en vafasamt er hversu traust sú uppbygging reynist. Það er ekki aðeins það, að afli hafi brugðist, heldur reynast veiðar mjög kostnaðarsamar meðal ann- ars vegna mikillar olíunotkunar. í næstu grein verður minnt á það, sem vel hefur tekist við að móta byggða- og atvinnuþróun. Björn S. Stefánsson. Dagbjört Brynja Harðardóttir og Tryggvi Tryggvason. Unnu reiðhjól í teiknisamkeppni Börn við Eyjafjörð virðast drátt- hagari en jafnaldrar þeirra ann- ars staðar á landinu, ef marka má niðurstöður teiknisamkeppni sem Olympíunefnd Islands gekkst fyrir sl. vor í tilefni af Ol- ympíuleikunum. Þrenn verðlaun voru veitt hér á landi og hrepptu þau Tryggvi Tryggvason frá Ak- ureyri og Dagbjört Brynja Harð- ardóttir frá Arskógsströnd tvenn þeirra. Þessi teiknisamkeppni fór fram samtímis víða um lönd og voru veitt sérstök verðlaun í hverju landi. Verðlaunin hér voru glæsi- leg reiðhjól og fengu þau Tryggvi og Dagbjört hjólin afhent fyrir skömmu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.