Dagur - 21.11.1984, Síða 6

Dagur - 21.11.1984, Síða 6
6 - DAGUR - 21. nóvember 1984 I MIÐJUNNI A ENGU... - HEIMSÓKN í GISTI- HEIMILIÐ AÐ STÖNG Á MÝVATNSHEIÐI * A síðustu árum hefur verið gert mikið átak í að fjölga gististöðum og gistiheimilum hér á landi. Svokallaðir „bed and breakfast“-staðir sem gjarnan mætti nefna „dýnu og dögurð“ á ís- lenska tungu, hafa sprottið víða upp og það eru ekki síst bændasamtökin sem hafa beitt sér fyrir því að íslenskir bændur hafa opnað heimili sín fyrir innlendum og erlendum ferðalöngum. Bændagisting er hugtak sem lætur kunnuglega í eyrum og vilji menn breyta til og gista á öðruvísi stað og snæða öðruvísi mat - þá eru íslensku DD-heimilin kjörinn áfangastaður. Eitt af skemmtilegri gistiheim- ilum sem undirritaður blaðamað- ur Dags hefur gist á hér á landi, er starfrækt yfir sumartímann inni á miðri Mývatnsheiði. Bær- inn heitir Stöng, eins og fyrir- mynd þjóðveldisbæjarins en ólíkt er þessi þingeyski bær nýtísku- legri. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvar Stöng er en ef ekið er upp Reykjadal, áleiðis til Mývatns, er afleggjar- inn á miðri heiði á hægri hönd. Stöng er aðeins fimm kílómetra frá þjóðbraut en bærinn sést þó ekki frá veginum. Þessir fimm kílómetrar geta verið langir, ekki síst á vetrum og umhverfið er þannig að enska máltækið: „In thc middle of nowhere" kemur ósjálfrátt upp í hugann. Kannski er þarna komið slagorðið fyrir staðinn. Tilviljun t*að eru hjónin Ásinundur Krist- jánsson og Svala Gísladóttir sem reka gistiheimilið. Pað er til húsa í gamla bænum að Stöng en sjálf býr fjölskyldan í nýlegri viðbygg- ingu. Ásmundur er heima við er við Dags-menn rennum ( hlaðið og eftir að okkur hefur verið boð- ið til stofu, hefjum við spjallið. - Það var meira fyrir tilviljun að við byrjuðum á þessari starf- semi. Arnþór í Reynihlíð vissi af því að við vorum hér með hús- rými sem við notuðum ekkert og hann fékk leyfi til þess að vísa fólki á okkur, ef allt var fullt á hótelunum. Auðvitað var um að gera fyrir okkur að reyna að nýta plássið eitthvað, annars hefði húsið bara grotnað niður smátt og smátt, segir Ásmundur. Stangarhjónin byrjuðu rekstur gistiheimilisins í smáum stíl árið 1982 en það ár segja þau að hafi verið nokkuð gott þrátt fyrir að sárafáir vissu um reksturinn. - Sannleikurinn er sá, segir Ásmundur, - að sumarið í fyrra var sáralélegt og mun lélegra en 1982. Pað er loks í ár að einhver reynsla er komin á þetta og við þurfum ekki að kvarta. Það var mjög mikið að gera frá 10. júlí fram til 10. ágúst í sumar en þó var aðeins einu sinni húsfyllir hjá okkur, um verslunarmanna- helgina. - Hvað getið þið tekið við mörgum í einu? - Við getum tekið við 24 manns, bæði í uppbúin rúm og eins í svefnpokapláss. t>að má auðvitað koma fyrir fleirum með góðum vilja og eins má nefna að við höfum hér eldhús fyrir gesti og setustofu. Útlendingar - Eru það íslendingar eða er- lendir ferðamenn sem eru í meirihluta? - Það eru aðallega útlendingar sem hafa pantað fyrirfram sem hingað koma. Við höfum verið í samböndum við þýskar og ítalsk- ar ferðaskrifstofur og það hefur talsvert af fólki komið hingað á þeirra vegum. íslendingar og ís- lenskar ferðaskrifstofur virðast hins vegar lítið vita af þessum stað og þeir íslendingar sem hingað hafa komið, hafa rekist á staðinn fyrir tilviljun eða eftir ábendingum velviljaðra manna. - Hvað með auglýsingar? - Við höfum lítið auglýst fram að þessu en þó vorum við með augiýsingu í þýskum ferða- mannabæklingum og á vegum Bændaorlofs. - Kanntu einhverja skýringu á því af hverju íslendingar eru f minnihluta? - Ég hef það á tilfinningunni að fólk haldi að það þurfi að gista inni á heimilinu og að það sé uppáþrengjandi. Petta er auðvit- að mikill misskilningur því hér er algjörlega skilið á milli. - Hvernig var haustið hjá ykkur? - Það var lélegt út ágúst en september var glettilega góður. Sennilega megum við þakka eld- gosinu fyrir aukninguna sem þá varð. - Heldur þú að einangrunin hafi eitthvað að segja? - Parna kemur þú með það. Líklega er það þessi fimm kíló- metra spotti frá þjóðveginum sem íslendingar setja fyrir sig. Sjálfum finnst mér við ekki vera út úr. Við erum hér, fimm mín- útna akstur frá veginum og hér er friður og kyrrð. En það er dæmi- gert fyrir íslendinga að þeir vilja heldur tjalda við þjóðveginn en bregða sér aðeins út úr. - Getur verðið haft einhver áhrif á þetta? - Það stórefa ég, segir Ás- mundur og hlær. - Það kostar 360 krónur fyrir nóttina í uppbúnu rúmi og svefnpokaplássið í rúmi kostar 180 krónur. Morgunverð- urinn kostar svo 130 krónur, en allt er þetta mun ódýrara en á öðrum gististöðum hér í nágrenn- inu. Það er hægt að taka undir það með Ásmundi að ekki ætti verðið að fæla fólk frá. Því síður húsa- kynnin eða viðmót gestgjafa. Öll herbergin eru smekkleg og þægi- leg en þeir sem leita að öðrum lúxus en þeim sem felst í því að hafa það huggulegt á sérstæðum stað, ættu að snúa sér annað. Búskapurinn Gististaðurinn er aukabúgrein á Stöng. Beljur og sauðfé eru þar enn í öndvegi. Við spyrjum Ás- mund um búskapinn. - Þetta er ekkert sem orð er á gerandi. Við erum með 22 kýr og um 210 kindur, sem kannski er of mikið ef miðað er við hvernig við höfum farið út úr heyskap hér undanfarin ár. 80% af túnum eyðilögðust í kali í fyrra og þá urðum við m.a. að heyja úti í Flatey á Skjálfanda og í túni væntanlegrar graskögglaverk- smiðju í Aðaldal. Ástandið er mikið betra nú og kalskemmdirn- ar grónar upp að miklum hluta, þannig að enginn ætti að vera heylaus í ár hér á heiðinni. - Hvernig er færð hér á vetrum? - Það má segja að hún sé nokkuð góð. Ég ætti a.m.k. að vera nokkuð dómbær á það, þar sem ég keyri börn af þrem bæjum í skólann á Skútustöðum. Það kemur fyrir að vegarspottarnir heim að bæjum séu þungfærir en við höfum hér snjóblásara sem við tengjum við dráttarvél og þannig höfum við komist flestra okkar ferða. Veturnir eru því ekkert tiltakanlega erfiðir eða það hafa þeir a.m.k. ekki verið undanfarin ár, segir Ásmundur. Við kveðjum nú Stangarhjónin og rétt áður en við rennum úr hlaði vekur Ásmundur athygli okkar á vegarslóða sem hann seg- ir að fáir viti af. - Við erum hér í vegasambandi við Bárðardal og það hefur færst í vöxt að fólk sem kemur norður Sprengisand fari þessa leið, áieiðis til Mývatns. Þetta er sæmilegasti vegur yfir sumartímann og vel þess virði að renna hann, segir Ásmundur um leið og við kveðjum. - ESE

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.