Dagur - 21.11.1984, Side 7

Dagur - 21.11.1984, Side 7
21. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Verslun: „Bætt aðstaða fyrir viðskiptavini okkar“ - segir Jens Ólafsson verslunarstjóri KEA í Hrísalundi um miklar breytingar sem gerðar hafa verið á versluninni „Megintilgangurinn með þess- um breytingum er að bæta að- stöðu viðskiptavina okkar,“ sagði Jens Ólafsson verslunar- stjóri í Kjörmarkaði KEA í Hrísalundi er við ræddum við hann um miklar breytingar sem gerðar hafa verið á versl- uninni þar. „Eftir þessar breytingar er verslunin orðin mun rýmri fyrir viðskiptavinina og einnig tekur hún mun meira af vörum en áður. Þetta þýðir um leið fleiri vörutegundir eða meira vöruval fyrir þá sem hingað sækja. Um leið og þessar breytingar áttu sér stað tókum við í notkun tvö ný kæliborð, og einnig erum við nú með tvö sölutorg. Við getum því boðið upp á gott tilboðstorg og jafnframt verið með vörukynn- ingar á hinu torginu og það er stefnt að því að vera með kynn- ingar um hverja helgi. Við höfum komið okkur upp barnakrók á neðri hæðinni hérna og þar er gæsla á mestu annatím- unum. Þá bjóðum við viðskipta- vinum okkar upp á frítt kaffi á teríunni og þar stefnum við á kynningar á kexi, bæði frá kex- verksmiðjunni Holt og frá Frón.“ - Hvernig hafa svo viðskipta- vinir tekið þessum breytingum? „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu og fólk notar sér óspart bæði barna- krókinn og það sem við bjóðum upp á í teríunni." - Hvað starfa margir í Hrísa- lundi? „Það eru á milli 35 og 40 sem eru á launaskrá en stöðugildin hér eru 23 talsins. Það er óhætt að segja að verslunin hér gangi vel, við reynum eins og við getum að koma til móts við óskir við- skiptavina okkar og það má geta þess í leiðinni að í síðustu verð- könnun sem gerð var hér á Akur- eyri komum við mjög vel út,“ sagði Jéns Ólafsson að lokum. Boðið er upp á ókeypis Braga kaffi og hefur það mælst vel fyrir meðal við- skiptavina. Það skín ánægja úr hverju andliti irnar í sjónvarpinu. Krakkarnir kunna svo sannarlega að meta „krakkakrókinn“ og teiknimvnd- Myndir: ESE ,Krakkakrókurinn“ nýtur mikilla vinsælda Blómabúðin Laufás auglýsir Nú bjóðum við meira vöru- úrval en nokkru sinni fyrr. IITTALA gjafavörur (kertastjakar og margt fleira). Kopar, silfurplett, kristall og ekki síst okkar vinsæla íslenska keramik og listmunir. Aðventuljós og stjörnur í úrvali á mjög góðu verði. Verð frá 635 kr. Blónmbúðin Laufös auglýsir Nú stendur yfir hjá okkur sannkölluð jólastjömuvika Kynnist töfrum þessarar plöntu. Allar leiðbeiningar á staðnum. Verið ekki ofsein. Ómissandi á hverja skrifstofu, heimili og fyrirtæki og minnir á það góða sem í vændum er. Gerum átak. Verð frá 198 kr. Blómabúðin Laufás auglvsir Jólakertaúrvalið er ótrúlegt. Sama verð og í fyrra. Allt á aðventukransinn. ★ s I kjallara: Þurrblómaskreytingar í hundraðavís, engin eins. Frábær listræn hönnun. (Kara) Ný lína i aðventuskreytingum kemur fram eftir næstu helgi. BLOMABUÐIN LALJFAS I I II Hafnarstræti sími 24250 ★ Sunnuhlíð sími 26250. _______1 I___________I I :_____

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.