Dagur


Dagur - 21.11.1984, Qupperneq 12

Dagur - 21.11.1984, Qupperneq 12
Meðalskiptaverðmæti togaranna: Minni togarar koma vel út fyrir norðan - en stærri togarar á höfuðborgarsvæðinu slá þeim norðlensku við Samkvæmt yfirliti sem LÍÚ hefur sent frá sér er meðal- skiptavcrðmæti minni togara á hvert kíló verulega hærra á Unglingaflokkur: Einvígi um titilinn Þeir Einar 1 léðinsson og Rún- ar Sigurpálsson verða að tefla í einvigi um efsta sætið í ungl- ingaflokki á haustmóti Skák- félags Akurcyrar. Eftir venjulega keppni voru þeir Einar og Rúnar efstir og jafnir með 4 vinninga af 6 mögulegum og verða þeir að tefla áfram. I þriðja til fjórða sæti urðu þeir Tómas Hermannsson og Bogi Pálsson með y/i vinning. - ESE Haustmót SA: Gylfi og Jón efstir Þcgar átta umferðir höfðu vcr- ið tefldar á haustmóti Skákfé- lags Akureyrar voru þcir Gyiíi Þórhallsson og Jón Björgvins- son efstir og jafnir meö 71/: vinning. í þriðja sæti á mótinu cr Arnar- Þorsteinsson með 6 vinninga og i fjórða til fimmta sæti cru þeir Jón Garðar Viöarsson sem fengið hafa 5'/5 vinning úr sjö skákum og Jakob Þór Kristjánsson með sama vinningafjölda en eftir átta skákir. Tefldar verða 13 umferðir og er teflt í Barnaskóla Akur- eyrar. - ESE Austur- og Norðurlandi en Suðurlandi og Vestfjörðum. Með öðrum orðum er hvert kfló í afla minni togara fyrir austan og norðan verðmeira en hinna. Dæmið snýst við þegar stærri togararnir eru bornir saman. Meðalskiptaverðmætið pr. kg á Austfjörðum var þannig 9,58 kr. og á Norðurlandi 9,48 kr. á sama tíma og það var 7,80 kr. á minni togurum á Suðurlandi og 8,62 kr. á Vestfjörðum. Annað kemur hins vegar út úr dæminu þegar litið er á meðal- skiptaverðmæti á hvern úthalds- dag. Þá eru Vestfirðingar hæstir með 107.510 kr., en þeireru jafn- framt með langmestan afla á hvern úthaldsdag eða tæplega 12,5 tonn. Næstir koma Austfirð- ingar með 86.090 kr. skiptaverð- mæti á úthaldsdag og afli þeirra nam 10,7 tonnum á dag að með- altali. Norðlendingar komu næst- Starfsmannafélög KEA og verksmiðja SÍS og Landssam- band ísl. samvinnustarfsmanna gangast fyrir kynningu á sam- vinnuvörum í samkomusal verksmiðjanna, Félagsborg, nk. laugardag og sunnudag. Er þetta í samræmi við samþykkt sem gerð var á 10 ára afmæli LÍS og er markmiðið að vekja athygli almennings á þessum vörum og hvetja fólk til að kaupa þær og auka þar með at- vinnu í Iandinu og bæta hag þjóðarinnar. Kynningin um helgina stendur frá kl. 14-18 báða dagana. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. Kynntar verða vörur frá Ullarverksmiðjunni Gefjunni, ir með 85.900 kr. pr. úthaldsdag og rétt rúmra 9 tonna afla á dag, en Sunnlendingar reka lestina með 83.560 kr. á úthaldsdag, þrátt fyrir næstmesta meðalafla á dag, eða 10,7 tonn. Skýrist þetta af lágu meðalskiptaverð- mæti á hvert kíló. Hjá stærri togurunum snýst dæmið við varðandi landshluta því reykvískir og hafnfirskir togarar af stærri gerð ná betri ár- angri en þeir akureyrsku, sam- kvæmt þessu yfirliti LÍÚ. Fyrir sunnan er meðalskiptaverðmæti á kíló 8,60 kr. en 7,81 kr. fyrir norðan. Meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag er kr. 95.036 hjá tog- urum á höfuðborgarsvæðinu og meðalafli á úthaldsdag er 11 tonn, en hjá Akureyrartogurun- um er meðalskiptaverðmæti 101.684 kr. á dag, enda dagsafli þeirra meiri en þeirra sunn- lensku, eða um 13 tonn á hvern úthaldsdag að meðaltali. HS Skinnaverksmiðjunni Iðunni, föt og skór frá ACT, vörur frá Mjólkursamlagi KEA, Brauð- gerð KEA, Kjötiðnaðarstöð KEA, Efnagerðinni Flóru og Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Einnig munu Samvinnutryggingar og Húsnæðissamvinnufélagið Búseti kynna starfsemi sína. Skemmtiatriði verða á klukku- stundar fresti. Allir gestir fá ókeypis happdrættismiða og í vinninga eru innlendar sam- vinnuvörur. Myndbönd verða í gangi og verður þar sýnt ýmiss konar efni um samvinnuhreyfing- una. Má því segja að á boðstól- um verði efni við allra hæfi og ætti fjölskylöan að geta komið í Félagsborg og skoðað, smakkað og skemmt sér. Kynning á sam- vinnuvörum Hann hafði víst verið heldur tregur við Torfunefsbryggjuna sá guli, og held- ur er þessi af smærri gerðinni. Enda fékk hann að halda tórunni. Mynd: KGA Sækir um lóð fyrír miðbæjarmarkað „Þessi lóð er sérstaklega hugs- uð fyrir miðbæjarmarkað og kannaðar verða aðstæður til að setja slíkan markað upp þar,“ sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri, þegar hann var inntur eftir umsókn kaupfé- lagsins um lóðina Skipagötu 7-9, þar sem Gleraugnaþjón- ustan er og sunnan hennar. „Til samanburðar kemur einn- ig lóðin sem Kaupfélag verka- manna stendur á og einnig bygg- ingareitur 13a, en það má segja að allir þessir staðir komi til álita. Eins og nú horfir virðist Skipa- gata 7-9 vænlegasti kosturinn.“ Valur sagði að á næsta ári myndi kaupfélagið fyrst og fremst leitast við að ljúka þeim verkefnum sem nú eru í gangi, þ.e. byggingu verslunarhúss á Dalvík og áframhaldandi fram- kvæmdum við hótelið, þannig að það er ekki búist við að hafist verði handa um þetta á næsta ári, það biði lengri framtíðar. HS „Það er gert ráð fyrir svip- uðu veðri á Norðurlandi í dag og á morgun, hægri austanátt,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í morgun. „A föstudag verður áttin norðaustan, þá fer veður heldur kólnandi og um leið gæti orðið slydda eða slydduél fyrir norðan. # Hálfmánar og halastjörnur „Hefurðu heyrt um nýju leyni- útvarpsstöðina, i einka- rekstri meira að segja, sem rekin er á Akureyri," sagði kunningi S&S, komínn alla leið að sunnan, um leið og hann sparkaði upp hurðinni. Síðan lagðist hann flatur á gólfteppið og brosti dular- fullt. Þegar hann fékk ekki annað svar en spurnarsvip: „Húsnæði hennar var meira að segja tekið í notkun með pomp og prakt og hálfmánum um síðustu helgi,“ sagði hann og beit í halastjörnu sem hann dró úr pússi sínu. Með það var hann rokinn og gaf öngvar skýringar á þess- ari leynilegu einkastöð, sem hann sagði rekna á Akureyri. # Enginn er ómissandi Frammistaða íslendinga í landsleiknum gegn Wales kom verulega á óvart og megum við svo sannarlega vel við una að sleppa með 2:1 tap. Margir óttuðust að liðið myndi brotna niðut án þeirra Ásgeirs, Atla og Janusar en svo fór þó ekki og sýnir það best að enginn er ómissandi. Það er annars umhugsunar- efni hve erfiðlega gekk að ná í atvinnumennina i þennan leik. Ásgeir gat ekki leikið vegna þess að hann þurfti að leika með liði sínu - kvöldið áður!!! og Atli þurfti að bjarga sökkvandi skipi fótboltaliðs Þuslaraþorps. # Kostuieg yfirlýsing Það var annars kostuleg yfir- lýsing sem Atli Eðvaldsson lét frá sér fara í viðtali við eitt Reykjavíkurblaðanna fyrir landsleikinn við Wales. Atli sagði þar að KSÍ þyrftl að ganga hart eftir því við félög- in að þau létu leikmenn lausa í landsleiki eins og ákvæði ( samningum segja til um. Svíarnir gerðu þetta misk- unnarlaust og hótuðu mála- ferlum ef félögin létu menn- ina ekki lausa og eina leiðin fyrir KSÍ væri að beita sömu brögðum. Síðan kom þetta venjulega kjaftæði um heið- urinn fyrir að leika fyrir ís- lands hönd og það kom því verulega á óvart þegar Atli lýsti því yfir að hann kæmist ekkl í landsleikinn. Þuslara- þorp hafði gert hann að fyrir- liða vegna meiðsla annarra lefkmanna og þá gleymdist heiðurinn og harkan sem áður hefur verið getið um.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.