Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 1
0» COPtMMAOlN ~ MIKIÐ ÚRVAL GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 28. nóvember 1984 119. tölublað Ólafur Bekkur keypti kvóta: „Gjörbreytir ástandinu“ - segir bæjarstjórínn í Ólafsfirði Hraðfrystihús Ólafsfjarðar sem gerir út togarann Ólaf Bekk hefur keypt viðbótar- kvóta frá Vestmannaeyjum og er þar um að ræða 200 tonn af þorski. „Þetta eru ákaflega gleðilegar fréttir og það má segja að þær gjörbreyti ástandinu hérna,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði, er við ræddum við hann. „Við sjáum nú fram á að fólkið í fiskvinnsl- unni geti haft atvinnu framundir jólin og það er geysilega mikil- vægt svo menn geti átt fyrir jóla- steikinni." gk,- Togaramir á Norðuriandi: Stakfellið slær öllum við þeim Stakfellið, öðru nafni Þórs- hafnartogarinn, var aflahæstur minni togara á Norðurlandi fyrstu átta mánuði ársins, sam- kvæmt samantekt LÍÚ, með 2.553 tonn. Næstir komu Arn- ar HU og Kolbeinsey ÞH með 2.521 tonn og Hegranes SK með 2.512 tonn. Stakfellið var með mesta skiptaverðmætið, 25 millj. 117 þús. kr., hæsta Raufarhöfn: Bjómum frálög Lögreglan á Raufarhöfn hafði fyrir helgina afskipti af skipverjum á loðnubát sem kom þangað inn til löndunar. Var gerð leit í skipinu sem hafði áður verið í siglingu og fann lögreglan yfir 30 kassa af bjór um borð. Var vökvinn að sjálfsögðu gerður upptækur og fluttur á lögreglustöðina til geymslu. En mönnum brá heldur í brún er þeir komu í stöðina daginn eftir, því þá kom í Ijós að brot- ist hafði verið inn í lögreglu- stöðina og einir 7 bjórkassar voru horfnir. Grunur beinist að skipverjun- um á umræddum báti, en þó hefur ekki verið sannað að þeir hafi verið þarna að verki. Skip þeirra var nefnilega farið út á sjó þcgar málið upplýstist þann- ig að enginn veit með vissu hvar kassarnir sjö eru niður komnir. gk- meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag, 121.342 kr. og hæsta brúttóverð 34 millj. 607 þús. kr. Það virðist því nokkuð ljóst að Stakfell virðist ætla að spjara sig, þrátt fyrir hrakspár. Um tíma var hugtakið „Þórshafnartogari“ eins konar blótsyrði, samnefnari fyrir óarðbæra nýja togara. Áður hef- ur komið fram í Degi að vegna hagstæðra erlendra lána Stakfells hafi sparast á fimmta tug milljóna króna, miðað við þau erlendu lán sem útgerðin almennt er með á herðunum og yfirleitt eru skráð í dollurum. Því má svo bæta við að meðal- afli Stakfells hvern úthaldsdag var 12,33 tonn og aðeins einn minni togara á Norðurlandi var með hærri meðalafla á dag, Hegranes SK með 12,37 tonn. Til samanburðar má nefna að meðal- talið fyrir alla togara á Norður- landi af minni gerð var rúmlega 9 tonn á dag og skiptaverðmætið á dag að jafnaði tæplega 86 þús. kr. Skipstjóri á Stakfelli hefur ver- ið Ólafur Aðalbjörnsson á Akur- eyri, en fyrsti stýrimaður Sigurð- ur Friðriksson, sem leyst hefur Ólaf af. HS Wichman-vélinni mjakað inn í Verkmenntaskólann. Mynd. - ESE Verkmenntaskólinn: Viðbót við vélasafnið Stöðugt bætist við tækjabúnað Verkmenntaskólans á Akur- eyri og nú í vikunni bættust heil 19 tonn í tækjasafnið. Hér er um að ræða 17 tonna Wichman-vél ásamt tveggja tonna undirstöðum sem smíð- aðar voru í Slippstöðinni. Hálf brösuglega gekk að koma ferlíkinu inn í Verkmenntaskól- ann en með hjálp tveggja krana frá Slippstöðinni tókst þó að mjaka þessum 20 ára „sæúlfi“ inn á gólfið. Þá átti eftir að koma vél- inni fyrir á endanlegum stað en reiknað er með því að hægt verði Sjópróf vegna óhappsins í Eyjafirði: „Mildi var að ekki fór verr“ Sjópróf vegna óhappsins þegar Þórunn EA frá Grenivík sökk á Eyjafirði í síðustu viku, voru haldin á Akureyri í gær. Ókeypis flug í tilefni af 25 ára afmæii Flugfélags Norðurlands mun félagið bjóða farþegum sínum á öllum áætlunarleiðum ókeypis flug á morgun, fimmtudag. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri FN sagði í samtali við Dag að upphaf fyrirtækisins mætti rekja aftur til ársins 1959 er Tryggvi Helgason hóf rekstur flugfélags sem síðar var skírt Norðurflug. 1. nóvember 1974 keyptu 6 starfsmenn Tryggva fé- lagið og ráku það á sama nafni til 1. febrúar árið eftir er félagið fékk nafnið Flugfélag Norður- lands, síðan. sem það hefur heitið Starfsmenn félagsins eru nú um 20 talsins og félagið flýgur áætlunarflug til fjölmargra staða víðs vegar um landið. Sigurður sagðist reikna með að vel yrði mætt í flugið á morgun, sagðist ekki trúa öðru en fullbókað yrði með vélum félagsins, þótt enn væru nokkur sæti laus er við ræddum við hann í gær. Núver- andi eigendur eru hinir 6 starfs- menn sem að framan er getið og eiga þeir 65%, en Flugleiðir eiga 35% í fyrirtækinu. gk-. Niðurstaða sjóprófanna var samhljóða frásögri skipstjórans Heiðars Baldvinssonar eftir óhappið. Báturinn fékk á sig kviku, lagðist skyndilega á hlið- ina og að sögn Ásgeirs P. Ás- geirssonar, aðalfulltrúa hjá bæjarfógetanum á Akureyri, má það teljast mikil mildi að mann- björg varð. Tveir skipverja, Haf- þór Heiðarsson og Árni Helga- son voru niðri er báturinn fór á hliðina en þeim tókst fljótlega að komast ásamt skipstjóranum upp á stýrishúsið og þaðan í gúm- björgunarbát. Þeim var svo bjargað skömmu síðar. Ástæðan fyrir því að sjóprófin voru haldin á Akureyri en ekki á Húsavík í lögsagnarumdæmi sýslumannsins í Þingeyjarsýslum, var sú að Vélbátatrygging Eyja- fjarðar, sem báturinn var tryggð- ur hjá, óskaði eftir því að sjó- prófin yrðu haldin á Ákureyri. Þórunn EA var 12 tonn og hét áður Njörður, en báturinn var smíðaður 1957. - ESE að nota hana við kennslu þegar í næsta mánuði. Að sögn Magnúsar Garðars- sonar, hjá Verkmenntaskólan- um, er Wichman-vélin upphaf- lega gefin af KEA, en vélin var síðast í Snæfellinu gamla. Hug- mynd kennaranna við skólann var að breyta einu horni kennslu- salarins í' vélarrúm líkustu því sem gerist í skipum en kostnaður við það hefði ekki verið undir 20 til 30 milljónum króna. Vélar- rúmshermir sá sem rætt hefur verið um að kaupa til skólans, gæti lækkað þá upphæð um meira en helming, en full not væru samt sem áður fyrir Wichman-vélina. - ESE Jóhann risi látinn Jóhann Pétursson, oft nefndur Svarfdælingur eða Jóhann risi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á mánudagskvöld. 71 árs að aldri. Jóhann var vistmað- ur á Dalbæ, dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík. Hann hafði átt við sjúkleika að stríða upp á síðkast- ið. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.