Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. nóvember 1984 Ertu farin(n) að hugsa um jólin? w jm Gunnborg Kristinsson: Já, já, ég er byrjuð aö baka. Valbjörn Porsteinsson: Nei, það er nú lítið, enda varla kominn tími til þess. Guðrún Björk: Já, ég er farin að hlakka til. Anna Sigríður Eiríksdóttir: Já, aðeins. Aðalheiður Eiríksdóttir: Já, jólagjafirnar og svoleiðis. „Sjallinn er besta skemmtihús á landinu" „Ómar í aldarfjórðung" í Sjallanum um helgina „Ómar í aldarfjórðung" - Skemmtidagskrá með þessu nafni var flutt í veitíngahúsinu Broadway snemma á þessu ári, og er óhætt að segja að Omar Ragnarsson hafi þar bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Nú gefst Akureyringum og nærsveitungum kostur á því að sjá þessa dagskrá, því á föstu- dag og laugardag verður Ómar á ferðinni og skemmtir í Sjall- ;»n u m á Akureyri. Og í tilefni þessa slógum við á þráðinn til Omars. , „Þetta verður mjög svipað og það sem boðið var upp á í Broad- way, en þó verða aðrir kraftar með mér, það verða þrír undir- leikarar með mér, tveir koma að sunnan og svo verður Ingimar Eydal væntanlega á svæðinu. Þetta er a.m.k. tveggja tíma skemmtun og efnið er frá þeim 25 árum sem ég hef verið að skemmta og meira að segja er eldra efni með." - Breytir þú þessu efni eitt- hvað frá því sem það var upphaf- lega? „Nei, þetta er nánast alveg eins. Ég var einnig með alveg nýtt efni í Broadway og það nýj- asta sem verður með í Sjallanum verður að sjálfsögðu öðruvísi, en uppistaðan er eldra efni. Það er enginn vandi að útbúa dagskrá eftir þessi 25 ár í bransanum þvi þegar ég fór að taka saman hvað þetta væri mikið efni kom í ljós að það myndi taka 60 klukku- stundir í flutningi." - Og áttu þetta allt í litiu bók- inni frægu? „Nei, það er ekki allt til skrifað, sumt verð ég bara að rifja upp. Bókin er frá 1964 en ég á að vísu eldri bækur líka, og sumt er týnt. Svo á ég líka haug af blöðum í poka." - Ert þú farinn að velta því fyrir þér að hætta að skemmta? „Eftir 5 ár. Eg ætla að reyna að lafa í þann tíma en annars er það ekki ég sem ræð því hvenær ég hætti, því ræður fólkið. Ég get þó ráðið því óbeint með því að vera lélegur." - Hvernig finnst þér að skemmta hérna fyrir norðan, er það öðruvísi? „Sjallinn er besta skemmtihús á landinu, ég segi það hverjum sem er, meira að segja Ólafi Laufdal í Broadway. Húsið hefur að vísu sína galla, sviðið er allt of lítið og aðstaðan er erfið. Ein- hver skilningslítill maður kom í veg fyrir að efri hæðin á þessu húsi yrði á pöllum, hann má vel fá „pillu" sá maður. Þeir sem eru uppi sjá ekki á sviðið nema fara fram af handriðinu! Ég segi alltaf við menn þegar þessi mál ber á góma að það séu tvö atriði sem séu forsenda þess að vel takist, Omar í „aksjón". maður þarf að sjást, og maður þarf að heyrast. Þetta virðist vefj- ast fyrir mönnum og sá kerfiskarl sem kom í veg fyrir að það sæist á sviðið af efri hæðinni í Sjallan- um hann vissi ekkert hvað hann var að gera. Það eru víðar kerfis- karlar en í Reykjavík, og þetta var einhver „skipulagsfræðing- ur". Ég fagnaði þegar Sjallinn þurfti að brenna að það hefði verið þakið sem brann, það hefði þá verið hægt að breyta þakinu um leið. Nei, þurfti þá ekki þessi blessaður kerfiskarl að koma í veg fyrir það að bruninn væri nýttur, ha, ha . . . - Þetta er svo sorglegt, því það vantar svo lítið upp á að þetta hús sé algjörlega fullkomið. Ef sviðið væri stærra og fyrirkomulag anmnað á svölun- um þá væri þetta alveg eins full- komið revíuhús eins og hægt er að eiga á íslandi. Þá væri það eina eftir að koma krók á húsið og flytja það hingað suður." - Hvað ert þú að fást við á Sjónvarpinu þessa dagana? „Ég er að fást við að setja sam- an „Stiklur" sem verða að norðan. Við stiklum í kringum Akureyri éins og köttur í kring- um heitan graut. Við stiklum á Svalbarðsströnd, vorum í Laufási og festum eiginlega aðra löppina þar. Okkur leið svo vel þarna í bollanum að við vorum seinir upp úr honum aftur. Svo fórurri við um Flateyjardal og Fjörður, út í Flatey og Hrísey, Siglunes, Héðinsfjörð og Austurfjörð." - Verða þetta margir þættir? „Ég er ekki alveg búinn að ákveða það, þetta verða fjórir eða fimm þættir og þeir verða á dagskrá eftir áramótin, koma þá hver af pðrum." - Og svo er það Sjallinn um helgina? „Já, ég hlakka afar mikið til að vinna með norðanmönnum að gerð þessarar skemmtidagskrár." gk-. Nokkur orð í tilefni af þættinum Veistu svarið Nokkur orð í tilefni af þættinum „Veistu svarið?", laugardaginn 24. nóv. sl. Allt síðan deild Ríkisútvarps- ins á Akureyri tók til starfa hefur hún getið ^sér orð fyrir að flytja vandað og gott efni, enda stjórn- ar henni sá vinsæli og vandvirki útvarpsmaður Jónas Jónasson. Jónasi hefur tekist að fá til liðs við sig fjölda fólks til að sjá um einstaka þætti og þáttaraðir og hefur efni þessara þátta að norð- an hlotið nær einróma lof. Sjálfur stjórnaði Jónas á árum áður þætt- inum „Veistu svarið?", stundum í samvinnu við aðra, svo sem Guðmund Heiðar Frímannsson, sem síðar stjórnaði þættinum. Þessir þættir nutu mikilla vin- sælda sem og aðrir spurninga- þættir útvarpsins enda vandaðir og spurningar samdar af mönnum sem voru hver öðrum meiri fræðasjór. Vegna vinsælda þessara þátta efa ég ekki að margir fleiri en ég hafa beðið eft- ir þættinum laugardaginn 24. nóv. með eftirvæntingu. Nú eru komnir nýir stjórnend- ur, þær Unnur Ólafsdóttir sem stjórnar þættinum og Hrafnhild- ur Jónsdóttir sem semur og dæm- ir spurningarnar. Auk þess er formið nokkuð breytt. Ég reikna með að fleiri en ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Þátturinn einkenndist af óvönd- uðum vinnubrögðum, sem eru stjórnendum hans og RÚVAK til skammar. Þátturinn fjallaði um Skaga- fjarðarsýslu og það hlýtur að telj- ast afrek að semja um hana tutt- ugu spurningar þar sem tvær eru beinlínis rangar og sú þriðja ork- ar verulega tvímælis. Það lýsir fádæma fáfræði, þeirrar sem semur spurningarnar, um Skaga- fjarðarsýslu, að halda að Húseyj- arkvísl sé ein af kvíslum Héraðs- vatna. Það er einnig einstök fá- fræði að kenna Abæjarskottu þann fræga draug við einhvern Árbæ sem þarna er hvergi til. Þetta hvoru tveggja var gert í þættinum. Þá hlýtur spurningin um Stephan G. að orka verulega tvímælis. Hann var fæddur á Kirkjuhóli eins og Erlingur svar- aði réttilega en að kenna uppeldi hans við Víðimýrarsel, eins og gert var, fremur en önnur kot á Norðurlandi þar sem foreldrar hans bjuggu er í meira lagi vafa- samt, enda er Kirkjuhóll skammt frá Arnarstapa þar sem minnis- merki Stephans er og það bæjar- nafn því eðlilegt svar við spurn- ingunni. Af fyrsta þætti í þáttaröðinni „Veistu svarið?" get ég ekki dregið aðra ályktun en þá, að þar hafi verið farið út á þá hálu braut að láta fólk stjórna sem ekki veldur verkefni sínu. Ef ekki hefði komið til frábær frammi- staða þeirra Málmfríðar og Erlings, sem þarna svöruðu og leiðréttu vitleysur í spurningum, hefði þátturinn verið hreint hneyksli. Þeim ber að þakka en ekki stjórnendum, sem ættu að sjá sóma sinn í að fást við þau verkefni sem þeir ráða við. Rögnvaldur Ólafsson frá Flugumýrarhvammi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.