Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 3
28. nóvember 1984 - DAGUR -3 Leiruvegurinn: Verktakinn krefst hálfrar milljónar - til viðbótar vegna aukakostnaðar Verktakafyrirtækið Gunnar og Kjartan á Egilsstöðum sem vann við fyrsta áfanga Leiru- vegarins, hefur lagt fram kröfur á hendur Vegagerðinni um rúmlega hálfa milljón króna vegna aukakostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir við gerð vegarins. Kröfur Gunnars og Kjartans eru í einum sjö liðum og vegur þar þyngst að fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir miklum kostnaði vegna þess að ekki var hægt að nota opna malarnámu, eins og kveðið var á um í útboðsgögnum, Flugleiðamótið í skák: Akureyringar sigursælir Skáksveit frá Skákfélagi Akur- eyrar stóð sig frábærlega vel á hinu árlega Flugleiðamóti í skák sem haldið var um síðustu helgi. Hrepptu Akureyringamir Lægsta tilboði tekið - ef allt kemur heim og saman Lægsta tilboðinu í annan áfanga Leiruvegarins verður tekið ef allar upplýsingar og áætlanir tilboðshafa hljóta náð fyrir augum forráðamanna Vegagerðarinnar. Það eru fyrirtækin Ýtan sf. á Akureyri og Reynir og Stefán, Sauðárkróki sem eiga lægsta til- boðið í verkið, 12.125.200 kr. sem er 45,5% af kostnaðaráætl- un. Eigendur fyrirtækjanna tveggja munu funda með vega- gerðarmönnum á Akureyri kl. 14 í dag og samkvæmt upplýsingum Guðmundar Svafarssonar, um- dæmisverkfræðings Vegagerðar- innar, ætti ekki að taka langan tíma að taka afstöðu til tilboðsins eftir þann fund. - ESE annað sætið á mótinu næst á eftir hinni geysisterku skák- sveit Búnaðarbankans. Það voru þeir Gylfi Þórhalls- son, Pálmi Pétursson og Jón Garðar Viðarsson sem tefldu fyr- ir SA en varamaður var Jakob Kristinsson. Sveitin vann meðal annars það afrek að sigra sveit Búnaðarbankans með fullu húsi, 3:0. Önnur sveit frá Akureyri tók þátt í mótinu en það var ný sveit frá KEA. Lenti hún í 18. sæti með 28,5 v. en 24 sveitir tóku þátt í mótinu. Fimm efstu sveitir voru þessar: Búnaðarbankinn 54 v., SA 48 v., Einar Guðfinnsson 47,5 v., Járn- blendifélagið 45,5 v. og sveit Verkamannabústaða 45 v. Að sögn Gylfa Þórhallssonar var þetta mjög spennandi mót en SA hefur staðið sig vel á þessum vettvangi undanfarin ár án þess að vinna til verðlauna. Nú varð uppskeran annað sætið og flug- farseðill á innanlandsleið fyrir hvern keppanda og auk þess náði Jón Garðar Viðarsson bestum ár- angri allra þriðja borðs manna. Hlaut 20.5 v. af 23 v. mögulegum sem er frábær árangur en þess má geta að er SA tefldi við Bún- aðarbankann, tefldi Jón Garðar hreina úrslitaskák við Guðmund Halldórsson um þriðja borðs verðlaunin, sem voru utanlands- ferð að eigin vali á vegum Flug- leiða. -ESE 100 ára Jón Stefánsson Vopni, Gránu- félagsgötu 43, er 100 ára í dag. Hann fæddist í Vopnafirði 28. nóvember 1884 en flutti til Akur- eyrar 1913. Hann starfaði ávallt eftir það sem verkamaður hjá Akureyrarbæ en lét af störfum þar er hann var 85 ára gamall. Bændaklúbbsfundur: Viðurkenningar Mánudagskvöldið 3. des. nk. verður bændaklúbbsfundur haldinn á Hótel KEA. Aðal- efni fundarins verður á sviði nautgriparæktar. Ólafur E. Stefánsson ráðu- nautur ræðir um stefnuna í naut- griparæktinni. Ráðunautarnir Erlendur Jóhannsson og Guð- mundur Steindórsson kynna niðurstöður kúasýninganna sem fram fóru í sumar, í máli og myndum. Fram fer verðlaunaveiting eins og um héraðssýningu á kúm væri að ræða. Þá verða á fundinum af- hentar hinar árlegu viðurkenn- ingar Búnaðarsambandsins fyrir snyrtilega umgengni á sveitabýl- um og fyrir góðan árangur í naut- griparækt. Einnig verðlaun Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga fyrir skógrækt. Fundurinn hefst kl. 21.00. til uppfyllingar hluta vegarins. Kornastærð hafi ekki verið í sam- ræmi við kröfur og því hafi þurft að ýta upp úr árfarvegi. Ýtu- kostnaður hafi því aukist veru- lega en auk þess hafi hið nýja efni verið mun þyngra og því minna komist á bílana í hverri ferð. Viðræður Vegagerðarinnar og Gunnars og Kjartans vegna þessa deilumáls eru komnar í strand og málinu hefur því verið skotið til gerðardóms Verkfræðingafélags Islands. Verður málið tekið þar fyrir á næstunni, ef ekki verður lögð fram sáttatillaga, en hún var ekki komin fram í morgun. -ESE • Framkvæmdir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.