Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 28. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI ' ¦__________LAUSASOLUVERÐ 25 KR.______________ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Byggðastefna IV: Stórátak í atvinnumálum Á undanfömum þremur árum hafa þjóðartekjur á íslandi minnkað meira en í nokkru öðru landi í Evrópu. ískyggilegar blikur eru á lofti í markaðs- málum sjávarútvegsins og hugsanlegt að gera verði skjótar og róttækar skipulagsbreytingar á því sviði á allra næstu árum. Þreföldun orkufreks iðnaðar fram að aldamótum, eins og áætlað er, gæti fjölgað störfum í þeirri grein um 12 til 15 hundruð ársverk. Ný störf verður því að langmestu leyti að skapa í þjónustugreinum og öðrum greinum iðnaðar en stóriðju. Með iðnaði og þjónustu verður að afla gjaldeyris í þjóðarbúið, ef tryggja á svipuð lífskjör á íslandi og í nágranna löndunum. Markmið Framsóknarflokksins í atvinnu- og efna- hagsmálum næstu ára, eins og þau eru skilgreind í nýgerðri samþykkt miðstjórnar flokksins eru eftir- farandi: 1. Að hagvöxtur verði meiri en í nágrannalöndum okkar sem nemur mismun á fólksfjölgun, þannig að íslendingar haldi stöðu sinni meðal tekju- hæstu þjóða heims. 2. Að ísland verði áfram það velferðarþjóðfélag sem tryggir mannsæmandi lífsviðurværi og ör- yggi hvers einstaklings, en jafnframt njóti ein- staklingar og félög ávaxta eigin framtaks. 3. Að hagvöxtur, atvinnusköpun og samfélagsleg þjónusta nýtist landsmönnum öllum þannig að lífskjör verði sem jöfnust um land allt. Á næstu árum er þörf fyrir meira átak í at- vinnumálum en nokkru sinni fyrr. Stórir árgangar bætast á vinnumarkaðinn og endurskipuleggja verður atvinnureksturinn til þess að ná fram mun meiri hagkvæmni þannig að atvinnulífið geti staðið undir nauðsynlegum launahækkunum án verð- bólgu. Jafnan verða til mörg ný störf vegna framtaks- semi einstaklinga og fyrir samvinnu þeirra. Hins vegar þarf svo stórt átak nú að vonlítið er að það 'verði án forystu eða þátttöku ríkisvaldsins, ef nauð- synlegur árangur á að nást. Nýjum atvinnugreinum þarf að búa hagstæð skilyrði. Framsóknarmenn vara við þeirri skoðun að hefð- bundnir atvinnuvegir þjóðarinnar geti ekki enn orð- ið grundvöllur sóknar til bættra lífskjara. Þeir benda á að auka megi verðmætasköpunina með bættri nýtingu hráefnis og vöruþróun. Stórkostlegir mögu- leikar eru í vinnslu- og markaðsmálum, þótt fram- leiðslan aukist e.t.v. ekki í tonnum talið. í miðstjórnarályktun Framsóknarflokksins segir að átak á þessum sviðum ætti að geta orðið álíka lyftistöng fyrir þjóðarbúið og útfærsla landhelginn- ar á sínum tíma. Þá beri að leggja áherslu á að tengdar greinar, s.s. líftækniiðnaður, þróist sam- hliða matvælaiðnaði. Einnig þurfi að snúa vörn í sókn með endurskipulagningu innlends iðnaðar, bættri samkeppnisstöðu, tækniframförum og hag- ræðingu í rekstri. I þágu höfuðborgar- svæðisins Það virðist nokkuð almenn skoðun meðal Reykvíkinga að alltof mikið fé hafi verið lagt í sjávarútveginn og að fiskiskipa- stóllinn sé of stór. Gagnrýn- in beinist að öðrum landshlutum, en ekki að marki að eigin útgerð okkar Reykvíkinga. Þó ákveður borgarstjórn árlega að veita stórfé til að mæta halla á útgerð sinni. Það ætti ekki að vera neitt stórmál að selja útgerðina og láta þannig reyna á það hvort enn er grundvöllur fyrir henni. Samdrátturinn ætti ekki að stofna atvinnu Reykvíkinga í voða. Þeir sem vinna hjá bæjar- útgerðinni ættu auðveldlega að geta fengið aðra vinnu. Þar standa Reykvíkingar betur að vígi en flestir aðrir. í byggðar- lögum með fáa aðra kosti er reikningslegur taprekstur aðal- fyrirtækisins ekki fullnægjandi mælikvarði á gildi þess fyrir staðinn, en ætti að vera það í Reykjavík um ekki stærra fyrir- tæki hlutfallslega en bæjarútgerð- in er. Helsta vandamál borgarstjórn- ar hefur um alllangt skeið verið að skipuleggja nýtingu borgar- landsins. Þar verða stöðugir árekstrar og fleiri og harðari eru framundan og ná út fyrir borgar- mörkin. Borgarstjórn og ýmsir hópar borgarbúa eru hvað eftir annað í innbyrðis skærum vegna þessara mála. Gundvallarviðhorf borgarstjórnarflokkanna í þjóðmálum eru lítt til leiðsagnar um afstöðu þeirra í skipulagsmál- um. Vegagerðin við Árbæjarsafn sem íbúar hverfisins beittu sér gegn, land í Sogamýri undir íbúðir, framtíð Grjótaþorps, vegurinn í Breiðholti yfir Rjúpnahæð eða í mjóddinni við svæði ÍR og sparkvöllur við Framnesveg eru mál sem sýna hvernig vöxtur borgarinnar þrengir að íbúum hennar, að ekki sé minnst á Fossvogsbraut og lagningu Álftaness undir mal- bik og einbýlishús. Því hljóta líka að vera takmörk sett hvað útivist- arsvæðið í Bláfjöllum þolir mikið álag og umferð. Fólk rís upp til mótmæla í hverju einstöku máli, en ekki gegn því sem kallar á að land sé tekið undir byggingar og vegi, en það er fyrst og fremst almennur vöxtur á höfuðborgarsvæðinu. Jafnvel þótt íbúum fjölgi ekki aukast mannvirki verulega eftir því sem efnahagur batnar. • Miðbær Reykjavíkur var vel settur í kvosinni, meðan Reykja- vík var hafnar- og útgerðarbær. Síðan landsamgöngur urðu ríkj- andi hentar illa að hafa höfuð- borg á nesi, þar sem leiðir liggja aðeins til einnar áttar. Margir Reykvíkingar geta hugsað sér að Björn S. Stefánsson. setjast að í öðrum byggðarlögum og hafa þannig hag af eflingu þeirra. Borgarbúar sem skilja vel þörf barna, unglinga og fólks yfirleitt fyrir opin svæði, nýtt eða óskipulögð, en ætla að þrauka áfram, vilja að álagi sé létt af borginni í stað þess að leggja sí- fellt meira land undir umferðar- æðar og byggingar. Á Akureyri er að vaxa fram ýmis starfsemi, sem þarf á þétt- býli að halda, en hefur hingað til að mestu verið einskorðuð við Reykjavík. Það auðgar ekki að- eins Akureyri heldur þjóðlífið allt, að þar hefst menningarstarf- semi sem einskorðuð hefur verið við Reykjavík. Nýleg dæmi um það eru atvinnuleikhús Akureyr- inga og útvarpið þaðan. í því kveður við tón sem erfitt er að skilgreina, en margir hér syðra kunna vel að meta og þykir vænt um að heyra. Verulegur vöxtur Akureyrar gæti létt þann þrýsting sem nú hvílir á höfuðborgarsvæðinu, en mundi hins vegar leiða af sér þrýsting á landi nyrðra. Þar er landrými ekki mikið og margt sem börn, unglingar og fullorðnir njóta úti við mundi fara forgörð- um með nýjum mannvirkjum. í næstu grein verður rædd hug- mynd um að endurskipuleggja sjávarbyggðirnar. Björn S. Stefánsson. Ingvi Árnason sjómaður: Enn sem fyrr er brauðinu ranglega skipt Þegar smábátasjómönnum barst sú ákvörðun stjórnvalda, að stöðva allar veiðar báta upp að 10 lestum frá 21. nóvember til ára- móta, setti að manni geig. Boð- skapurinn þýddi einfaldlega upp- sögn í starfi og tekjumissi til ára- móta. Dáfallegur jólapakki það. Þetta voru harkalegar og ómak- legar aðgerðir. Því er gott til við- miðunar, að minnast orða for- manns BSRB þegar búið var að undirrita verðbólgusamningana. Hann sagði: Auk þess náðum við allt að fimm þúsund króna pers- ónuuppbót. Mat stjórnvalda á persónu okkar smábátasjómanna er innifalið í jólapakkanum. Það eru margir sem halda að við fáum atvinnuleysisstyrki, en það er ekki rétt. Manni verður hugsað til orða þeirra sem með stjórnina fara þegar kvótakerfið var að taka gildi. Þetta verður framkvæmt í samráði við hagsmunaaðila í út- gerð og fiskvinnslu. Þannig fórust þeim orð þá. Það hefur líklega ekki þótt taka því að tala við þá minnstu. Slæmt að vera litlibróð- ir. Því var tekið það ráð að útbúa einn allsherjar dilk, hinn svo- nefnda „opna kvóta". í þessum opna kvóta kenndi ýmissa grasa. Þar voru settir dekkbátar undir 10 lestum. Þeirra sóknargeta var langt umfram opnu bátana og því áttu þeir ekki heima þar. Síð- an komu atvinnusjómenn á opn- um bátum allt að sjö lestum, en með réttu áttu þeir að fá meiri- hlutann af þeim 6.000 lestum af fiski sem „opni kvótinn" fékk. En þriðji hópurinn sem tilheyrði „opna kvótanum" var svo hinir svonefndu „frístundasjómenn". Þeir voru með allar stærðir og gerðir báta og allar gerðir veið- arfæra. Líklega hefur meirihluti kökunnar sem var til skipta farið til þessara manna. Þeir sprengdu „opna kvótann". Það má furðu gegna, að menn í föstu starfi í landi skuli fá leyfi til veiða með þorskanetum og stríðir freklega á móti þeirri grundvallarhugsjón um stjórnun fiskveiða og minnk- andi sókn í þorskstofninn. Stjórnun fiskveiða er nauðsyn- leg, en þar sem annars staðar er margs að gæta. Ingvi Árnason, sjómaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.