Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 7
28. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Um síðustu helgi var haldin tölvusýning að Gránufélagsgötu 4 á Akúreyri af fyrirtækinu Tölvutæki sf. Mynd: KGA Gylfi efstur „Villibráð á hlaðborði" laugardaginn 1. desember 1984. M.a. á hlaðborði grágæsir, endur, rjúpur og svartfugl ásamt ábætisrétti. Kr. 650,- Veistustjóri verður Stefán Vilhjálmsson. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi frá kl. 22.00 til kl. 02.00. Athugið. Þetta verður síðasti dansleikurinn fyrir jól. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA HOTEL KEA Skotveiðifélag Eyjafjarðar. AKUREYRI Gylfi Þórhallsson hafði eins vinnings forskot á haustmóti Skákfélags Akureyrar þegar tíu umferðum var lokið. Staðan eftir tíu umferðir var sú að Gylfi var með 9'/2 vinning. í öðru sæti voru þeir Jón Björgvinsson og Jóh Garðar Viðarsson með 8'/2 vinning. Mótinu lýkur um næstu helgi. - ESE Fáir árekstrar í hálkunni „Sem betur fer er fátt eitt nema gott að frétta héðan, því þetta hefur verið róleg helgi hjá lög- reglunni," sagði Kjartan Sigurðs- ¦ son, lögregluvarðstjóri, í samtali við Dag. Hann sagði fá umferð- aróhöpp hafa orðið, þrátt fyrir hálku; aðeins var vitað um einn árekstur á laugardaginn og eng- inn árekstur varð á sunnudag. Hins vegar urðu sjö umferðar- óhöpp á föstudaginn í fyrri viku enda var hálkan þá mest. í flest- um tilfellum var um lítið tjón að ræða og engin slys urðu á fólki. -GS Tvær bil- veltur Tvær bílveltur urði í nágrenni Akureyrar í gær. Fyrst valt bifreið rétt við mót Krossanesbrautar og Hlíðar- brautar en síðar um kvöldið fór bíll út af og valt á Norðurlands- vegi við Ólafsfjarðarveg. í báðum tilvikum misstu öku- menn stjórn á bílunum í hálkunni með fyrrgreindum afleiðingum. Engin meiðsli urðu á mönnum og farþegar og ökumenn sluppu því með skrekkinn. - ESE Loksins á Akureyri Gylfí Þórhallsson. Kveðja frá bróður Þorleifur Benediktsson F. 10. okt. 1894 - D. 22. sept. 1984 Pó skyggi að um stund, og skúrir falli á foldu, skín þó sólin aftur og vermir kalda moldu, og blómin fögru vakna af vetrarþrungnum dvala er. vorsins björtu dísir við barnsins eyru hjala. Pó falli sterkir stofnar og fjúki mjöll að spori, þá fæðist lífið aftur á hverju nýju vori. En minningarnar lifa um látna, horfna vini sem lifa munu áfram í björtu sólarskini. Nú genginn er til hvílu góður, traustur maður, sem greiddi margan vanda, var alltaf hress og glaður, og vék sér eigi undan að axla þunga byrði, að eiga slíka sonu er þjóðinni mikils virði. Pú hallar þér nú þreyttur að hjarta þinnar móður og hvíldar sællar nýtur sem gestur vegamóður, en þess er skammt að bíða, að birtan taki völdin og bregði sínum ljóma á sólgyllt himintjöldin. Minn elskulegi bróðir, ég á svo fátt að gefa, en allt ég vil þér þakka með heitum trega sefa. Nú drottins hönd þig leiðir um ljóssins sali bjarta þar lífsins fögru rósir í eilífðinni skarta. Ég kveð þig elsku bróðir með klökkva mér í sinni, en kærleikssólin ljómar hér yfir hvílu þinni. Við endurfundi munum við aftur tengja böndin, í alvalds náðarfaðmi þín bíða sólarlöndin. Einar Benediktsson. ^^ llliU """"^ í sviðsljóÉiu í aldarrjórdurig 25 ára skemmtanaafmæli í Sjallanum föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember. Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22970. Borðhald licfst stundvíslega kl. 19.30. Miðasala fimmtudag frá kl. 5-7 e.h. Ósóttar pantanir fyrir matargesti seldar eftir kl. 7 e,h. Miðasala fyrir aðra en matargesti við innganginn kl. 18 báða dagana Sja&úut 0 Geislagötu 14

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.