Dagur - 28.11.1984, Page 9

Dagur - 28.11.1984, Page 9
28. nóvember 1984 - DAGUR - 9 Svipmyndir frá Samvinnudögum Starfsmannafélög Kaupfélags Eyfirðinga og Sambandsverk- smiðjanna á Akureyri héldu um helgina „Samvinnudaga“ í húsakynnum Iðnaðardeildar Sambandsins í samvinnu við Landssamband samvinnu- starfsmanna. Við fengum Guðmund Loga Lárusson framkvæmdastjóra „Sam- vinnudaganna“ til þess að segja okkur frá þessu. „Þarna voru kynntar vörur frá flestöllum fyrirtækjum sam- vinnumanna í bænum. Frá Iðn- aðardeildinni var þetta frá fata- iðnaði, ullariðnaði og skinna- iðnaði. Frá kaupfélaginu var var til staðar sýningarbás frá Kaffibrennslunni, Brauðgerð, Flóru og Mjólkursamlagi. Einnig var til staðar sýningabás frá Samvinnutryggingum. Húsnæðis- samvinnufélagið Búseti kynnti sína starfsemi. Þá var boðið upp á skemmtiatriði á klukkustundar fresti, starfsfólk á verksmiðjun- um annaðist tískusýningar á vörum framleiddum af Iðnaðar- deildinni, leikþættir voru á dagskrá, myndbandasýningar voru í gangi og kór söng. Það komu á þessa „Samvinnu- daga“ eitthvað yfir 2.200 manns svo við erum ánægðir. Svo mikil var aðsóknin t.d. á sunnudaginn að fólk varð frá að hverfa, það var alveg yfirfullt.“ - Verður þetta ekki árlegur viðburður fyrst svona vel tókst til? „Það má segja að hér hafi verið um tilraun að ræða og hugmynd- in er að koma svona uppákomum á víðar um landið. Starfsmenn eru að taka það upp hjá sér í samvinnu við sín fyrirtæki að kynna íslenskar vörur, bæði til að tryggja sitt eigið atvinnuöryggi og auka atvinnu. Ef við lítum á einfalt dæmi, kaupir Meðal-Jóninn hér á landi hálfan skó, það er að segja 1/4 úr pari af íslenskri fram- leiðslu. Ef við náum að auka þetta upp í eitt par á ári á íslend- ing, þá þýðir það 120-150 ný at- vinnutækifæri. Ef við tökum bux- urnar sem dæmi þá er svipað upp á teningnum. Kaupi íslendingur- inn einar buxur á ári sem hér eru framleiddar þá þýðir það um 100 ný störf. Það þarf ansi lítið til og atvinnuleysi er eins og einhver sagði, tilbúin móðuharðindi,“ sagði Guðmundur Logi Lárus- son. Á tískusýningunni mátti sjá marga góða flíkina. Það voru starfsmenn Sambandsverksmiðjanna sem sýndu. <-------------------------------------------------------- Er þetta kaffi? Eitthvað er það nú öðruvísi en venjulega. Tvær ungar dömur virða fyrir sér ómalað kaffi. Þarna voru margar fallegar peysur og fleiri flíkur og vöktu mikla athygli. Eitthvað fyrir sælkerana, marmelaði og fleira slíkt frá Flóru Myndir: KGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.