Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 28. nóvember 1984 Handprjónabúðin ENOSS Hafnarstræti 83. Úrval af garni, bæði í handprjón og prjónavélar. Úrval aíprjónum, heklunálum ogíleiru sem tilheyrir. Sími 25914. - Opið á laugardögum. Eigum fyrirliggjandi #YAMAHA DX 7 Synthesizer á gamla verðinu kr. 53.600,00 m IdmBÚÐIN Sunnuhlíð-Sími 22111. Allar flísar og baðinnréttíngar sem verða pantaðar í þessarí viku verða seldar á verði fyrir gengisfellingu. Óseyri 6, Akureyri . Pósthólf 432 . Sími 24223 umboðið hf . Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð Við bjóðum: Vátryggingar. Umboö: Veitum fyrirtækjum og einstaklingum alhliöa vátrygg- ingaþjónustu. Reynið okkar þjónustu. umboð: Happdrætti Háskóla Islands Höfum nú þegar til sölu miða fyrir 1. flokk 1985. Eig- um fyrirliggjandi einfalda miöa, raðir og trompmiða! Komdu og veldu þér númer! Þú etur með þér draum - Við getum látið hann rætast! Happdrætti Háskóla íslands - Milljón í hverjum mánuði! 111 ¦ líð 12, síii 218744. Mannfyrirlitning eða hvað? - Dæmið um Jón og séra Jón „Anfetamínistinn og fyllibyttan Megas..." „Hins vegar framdi Megas skömmu síðar „sjálfs- morð" á lyfjaætunni og brenni- vínssvelgnum í sjálfum sér..." Þessar ófögru setningar eru teknar úr sjónvarpskynningu í síðasta Dagsbroti. Þrátt fyrir allt virðist þó sem höfundur kynning- arinnar sé einn af fjölmörgum að- dáendum Megasar, hvort sem hann nú tilheyrir „kúltúr- mafíunni" eða hinum. En hvað er það sem kemur ESE til að setja á blað svo ósmekklegar og lítilsvirðandi setningar sem að ofan er vitnað til? Á þetta að vera fyndið eða sniðugt? Er einhver sérstök ástæða til að hafa erfiðleika þessa manns í flimtingum? Af hverju einmitt þessa manns? Á Alþingi íslendinga hafa setið menn og sitja máske enn, sem hafa einhvern tíma komist í kast við lögin. J?á er átt við að þeir hinir sömu hafa verið teknir ölv- aðir við akstur og verið sviptir ökuréttindum. Engum kemur til hugar að núa þessu um nasir þeim á opinberum vettvangi. Til eru menn sem hafa hlotið opinbera viðurkenningu, jafnvel fálkaorðuna, þó dæmdir hafi ver- ið af íslenskum dómstólum. Vafalaust brygði einhverjum í brún ef t.d. eftirfarandi fyrirsögn sæist á prenti: „NN þingmaður, fyllibytta og tukthúslimur hélt ræðu á Alþingi í gær." Sem betur fer er lítil ástæða til að óttast að sjá svona setningu á prenti, það tryggir m.a. gamla lögmálið um Jón og séra Jón. Annars hefst áðurnefnd kynn- ing á þessum orðum: „Það setur örugglega hrylling að mörgum unnendum hins hreina tóns, en aðrir munu fagna er meistari Megas birtist í allri sinni „dýrð" á skjánum nk. laugardagskvöld." Því langar mig að spyrja ESE þriggja spurninga í viðbót. - Hverjir eru unnendur hins hreina tóns? - Er tónninn þá óhreinn hjá Megasi? - Af hverju eru gæsalappir um orðið dýrð hjá höfundi kynning- ar? „Aðgát skal höfð í nærveru sálar," kvað Einar Benediktsson og eru þau orð í fullu gildi ennþá. Þess er okkur öllum gott að minnast. Með kveðju, Ragnar Lár. Eða hvað? Svar til Ragnars: Mér er ljúft og skylt að svara spurningum R. Lár, þó ég eigi frekar bágt með að skilja þessa athugasemd hans. Ragnar segir að ég lítilsvirði Megas og gefur í skyn að eitthvað meira en lítið skrýtið liggi að baki. Ástæðan fyrir því að ég tók svona til orða er sú að nýlega átti Einar Kárason, rithöfundur langt og ítarlegt viðtal við Megas í Morgunblaðinu, þar sem Megas greinir á opinskáan hátt frá sín- um málum, m.a. uppgjörinu við anfetamínið og brennivínið. Peg- ar ég tala um „anfetamínistann og fyllibyttuna Megas" sem unn- ið hefur sigur á sjálfum sér, er það ekki gert í niðrandi merk- ingu, heldur þvert á móti. Virð- ing mín fyrir Megasi hefur aukist mikið og var þó nokkur fyrir. Ekki veit ég hvað Ragnar er að fara með samlíkingum um Jón og séra Jón og hálfkveðnar vísur um alþingismenn. Fálkaorður fæ ég heldur ekki séð að komi þessu máli við en Ragnar virðist hins vegar hafa lesið einhverjar djúp- stæðar merkingar út úr þessum „sakleysislega" texta. Hann um það. Ragnar tekur kannski eftir því að ég set gæsalappir utan um orð- ið sakleysislega. Þetta svarar kannski síðustu spurningu hans en ekki munu allir á eitt sáttir um „dýrð" Megasar. Unnendur hins hreina tóns, nefni ég alla þá sem líta niður á poppmúsik, hverju nafni sem hún nefnist. Það er ekkert launungarmál að „kúltúrmafían" og þeir sem snobba fyrir henni - unnendur klassískrar tónlistar, telja sig vera að hlusta á „æðri" tónlist og hreina tóna. Kammermúsikliðið, óperuunnendurnir og sinfóníu- gengið kann því miður ekki að meta Megas, eða kunni ekki a.m.k. til skamms tíma. Með bestu kveðjum, -ESE Nýr möguleiki fyiir auglýsendur! Með útgáfu nýs blaðs á fimmtudögum hafa opnast fleiri möguleikar fyrir þá sem auglýsa í Degi. Aðeins 20% gjald verður reiknað fyrir allar auglýsingar er þar birtast, jafnt stórar sem smáar, enda hafi þær áður verið birtar í Degi og þurfi ekki að taka breytingum. dðQ$brot birtir dagskrá útvarps og sjón- varps og er dreift á hvert heimili á Akureyri og til áskrifenda Dags utan Akureyrar. Auglýsingadeild Dags veitir nánari upplýsing- ar. Sími 24222. dagsbfOt kemur út í 8.000 eintökum. daqsbrot Sími 24222 Strandgötu 31 Akoreyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.