Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 14

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 28. nóvember 1984 Til sölu Suzuki 800 árg. '81. Uppl. í síma 61430. Skoda 120 LS árg. 77 til sölu. Sumar- og vetrardekk fylgja. Uppl. í síma 22067 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu eru eftirtaldar bifreiðar: Galant árg. '80 4ra dyra. Ford Fiesta árg. 78 3ra dyra. Mazda árg. ’82 3ra dyra. Subaru station árg. '81 5 dyra sjálfskiptur. Nissan Stanza '83 5 dyra. Góö greiðslukjör eða stað- greiðsluafsláttur. Uppl. hjá Sigurði Valdimarssyni sími 22520, heima 21765. Willys-jeppi árg. ’55 til sölu. Allur nýupptekinn á breiðum dekkjum og felgum 2600 cc V6 Taunusvél. Verð 120-150 þús. kr. miðast við greiðslu. Skipti ath. Uppl. í síma 22027. Tveir góðir bílar. Daihatsu stat- ion 79 og Land Rover diesel 77 til sölu. Skipti möguleg á eldri Land Rover. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. á Bílaverkstæði Þorsteins Jónssonar sími 26055 og í síma 23749 eftir kl. 19.00. Tilboð óskast í Toyota Mark II 77, skemmda eftir veltu. Uppl. í síma 31164. Miðvikudag og fimmtudag kl. 9: PRIVATE POPSICLE. Bönnuð yngri en 12 ára. Oska eftir að kaupa notaða elda- vél í góðu ástandi. Uppl. í síma 62447. Teikniborð - Teiknivél. Óska eft- ir að kaupa teikniborð og teiknivél. Uppl. í síma 26262. Hreingerningar, teppahreinsun, giuggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Símar 25603, 25650 og 21012. Árni,' Aron, Tómas. Til sölu ATARI 400 heimilistölva ásamt kassettutaeki, stýripinnum og fjölda forrita (leikjaforrit). Til sýnis í Tónabúðinni, Sunnuhlíð sími 22111. Til sölu Arctic Cat Pantera vél- sleði árg. '80. Uppl. í síma 96-44202. Til sölu er Sharp tölva MZ 700 með innbyggðu segulbandi og prentara, fylgihlutir eru tíu leikirog tveir stýripinnar. Uppl. í síma 26460. Honda - Honda. Honda MB 50 ’81 til sölu. Uppl. í síma 61282 milli kl. 19 og 20. Til sölu gegn mjög vægu verði barnastóll, hvítt rimlarúm, hvítt klæðaborð með tveimur hillum og hjónarúm án dýna. Uppl. í síma 21985. Til sölu búr fyrir 430 hænur, tveggja ára gömul. Uppl. gefur Gunnlaugur í síma 95-6197. Til sölu Atari 400 heimilistölva ásamt kassettutæki, stýripinnum og fjölda forrita (leikjaforrit). Til sýnis í Tónabúðinni, Sunnuhlið, sími 22111. Til sölu Yamaha Electone raf- magnsorgel, tveggja borða með fótbassa. Stór og hljómfagur gripur. Uppl. í síma 25678. Vélsleði til sölu. Polaris TX 440. Uppl. í síma 23428. Til sölu 20 tommu Finlux sjón- varpstæki. Winchester riffill 222 með þýskum kíki. Selst ódýrt. Einnig til leigu á sama stað tvö einstaklingsherbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Uppl. í síma 23983 eftir kl. 20.00. Hraðskákmót UMSE verður föstudaginn 30. nóv. í Þelamerk- urskóla og hefst kl. 20.30. Keppt verður í flokki fullorðinna og ungl- inga. Stjórnin. Okkar árlegi köku- og munabas- ar verður í Freyvangi sunnudag- inn 2. des. kl. 3 e.h. Margt góðra muna, nú geta líka allir fengið nóg af okkar vinsæla laufabrauði. Ver- ið ekki lengi að hugsa ykkur um. Opnum á mínútunni 3. Kvenfélagið Voröld. Félagsvist og bingó verður á Melum í Hörgárdal föstudaginn 30. nóvember kl 21.00. 1. umferð af þriggja kvölda keppni. Kvenfélagið. Kökubasar verður haldinn í Laxa- götu 5 sunnudaginn 2. desember kl. 15.00. Slysavarnafélagskonur tekið á móti kökum milli kl. 12 og 13. Kvennadeild SVFÍ. Óskilahross. í óskilum er brún hryssa með brúnu folaldi. Hryssan er fullorðin og ómörkuð. Réttur eigandi hafi sem fyrst samband við Þórhall Pétursson Vökuvöllum sími 22963 og greiði áfallinn kostnað. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Bílakjör Frostagötu 3c. Sími 25356. • Fjölbreytt úrval bifreiða á söluskrá. Óska eftir konu sem gæti komið heim að gæta þriggja barna á aldr- inum 7, 5 og 3ja ára nokkra daga í mánuði. Uppl. í síma 21646. Húseigendur, húsbyggjendur og fyrirtæki. Get bætt við mig verkefnum í vetur. Uppl. í 22314. Ásgeir Hallgrímsson, pípulagningameistari. Jólafundur Slysavarnafélagskonur Akureyri. Jólafundur verður haldinn í Laxagötu 5 mánudaginn 3. desember kl. 20.30. Stjórnin. Sími25566 Eyrarlandsvegur: Einbylishus, 6 herb. á tveimur hæð- um ásamt kjallara. Bílskur. Mikið áhvílandi. Tjarnarlundur: 4ra herb. ibúð í fjölbýlishúsi ca. 100 fm. Skipti á 3ja herb. íbúð koma til greina. Langamýri: 4ra herb. (búð í tvibýlishúsi ca. 120 fm. Bílskúrsréttur. Ránargata: 4ra herb. íbúð í tvíbýlishúsi ca. 120 fm. Geymslupláss í kjallara. Bílskúr. Laus fljótlega. Mögulegt að taka 2-3ja herb. ibúð í skiptum. Þórunnarstræti: 5 herb. efri sérhæð ca. 150 fm. Stór bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Strandgata: Myndbandaleiga í eigin húsnæði og f fullum rekstri. Strandgata: Kjöt- og fiskverslun i fullum rekstri, í eigin húsnæði. Afhendist strax. Hrísalundur: 4ra herb. íbúð i fjölbýlishúsi ca. 100 fm. Skipti á 3ja herb. ibúð koma tii greina. Vantar: 3ja herb. ibúð á Brekkunni eða í Skarðshlíð. Grenivellir: 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi ca. 94 fm. Laus fljótlega. Okkur vantar fleiri eignir á skrá, af öllum stærðum og gerðum. Höfum ennfremur nokkrar fleiri eignir, hæðir og einbýlishús. Ýmsir möguleikar á skiptum. FASHIGNA& fj SMPASAUZgSZ NORÐURLANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Olafsson hdl. Sölustjóri: Pétur Jósefsson, er við á skrifstofunni alla virka daga kl. 16.30-18.30. Sími utan skrifstofutíma 24485. ATHUGIB Jólahasur. Kvenfélagið Freyja í Arnarnes hreppi lieldur basar að Freyju- lundi sunnudaginn 2. des. kl. 15. Á boðstólum verður nt.a. laufa- brauð, kökur, jólamunir, lukku- miðar fyrir börn og kaffi. Stjórnin. Jólabasar verður laug- ardag 1. desember kl. 15.00 í Hvannavöllum 10. Mikið verður af kökum og munum. Skyndihapp- drætti sem verður dregið í sama kvöld. Komið og styðjið góða starfsemi. Hjálpræðisherinn. Kökubasar. Kvenfélagið Hjálpin heldur kökubasar að Laxagötu 5 laugar- daginn 1. des. kl. 13.30. Meðal annars laufabrauð og tertur. Basarnefnd. I.O.G.T. bingó föstu- I daginn 30. þ.m. kl. 20.30 í félagsheimili templara, Varðborg. Vinningar: Leikhúsmiðar. mat- vörur o.fl. Stjórnandi Sveinn Kristjánsson. Áheit á Fjórðungssjúkrahúsið frá G.G. kr. 100. Með þakklæti. Ásgeir Höskuldsson. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudagur 29. nóv. kl. 20.30 biblíulestur/bænasamkoma. Föstudagur30. nóv. kl. 17.00 gít- arkennsla/söngæfing barnakórs- ins. Sunnudagur2. nóv. kl. 11.00 sunnudagaskóli. Sama dag kl. 14.00 almenn samkoma og kaffi á eftir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður nk. sunnudag kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Sóknarprestar. Guðsþjónusta verður í Akureyr- arkirkju nk. sunnudag 2. des. kl. 2 e.h. Fyrsti sunnudagur í að- ventu! Fiðluleikarar frá Tónlist- arskólanum leika við athöfnina. Kirkjukaffi á vegum kvenfélags- ins verður í kapellunni eftir guðs- þjónustu. Þ.H. Messað verður að Seli I nk. sunnudag kl. 2 e.h. B.S. Aðventukvöld verður í Akureyr- arkirkju sunnudagskvöldið 2. des. kl. 8.30. Ræðumaður verður Ómar Ragnarsson fréttamaður sjónvarpsins. Öll félög kirkjunn- ar ásamt sóknarprestum annast aðventukvöldið. Glerárprestakall: Barnasamkoma Glerárskóla sunnudaginn 2. des. kl. 11 f.h. Aðventuhátíð Glerárskóla sunnudagskvöld kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum. Hljóðfæraleikur nemenda og kennara í Tónlistarskólanum. Upplestur. Ræðurmaður sérá Kristján Róbertsson. Ljósin tendruð. Hátíð fyrir alla fjöl- skylduna. Pálmi Matthíasson. Kristniboðshúsið Zion: Laugardaginn 1. des.: Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 3. Allar konur velkomnar. Sunnu- daginn 2. des.: Sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður Sig- fús Ingvason. Allir velkomnir. l.O.O.F. -2-166301181/2-9-111 I.O.G.T. Stúkan Akur- liljan nr. 275. Fundur fimmtudaginn 29. nóv- ember kl. 20.30 f félags- heimili templara Varðborg. Mætið vel. Æt. Samtök sykursjúkra halda fund á venjulegum stað í Hafnarstræti 91 laugardaginn 1. des. kl. 3 e.h. Herdís M. Guðjónsdóttir mat- vælafræðingur ræðir um mataræði sykursjúkra og svarar fyrirspurnum. Stjórnin. Lionsklúbburinn Hug- inn þakkar bæjarbúum góðar móttökur og veittan stuðning þegar félagar úr klúbbnum heimsóttu fólk í árlegri peru- og jóladaga- talasölu helgina 17. og 18. þessa mánaðar. Bent skal á að jóla- dagatölin eru enn um sinn fáan- leg í Bókabúð Jónasar svo sem verið hefur undanfarin ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.