Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 28.11.1984, Blaðsíða 16
„Peningatré" í Seðlabanka? Fyrir skömmu komst sú saga á kreik í bænum aö Seðlabank- inn hyggðist kaupa ein 20 til 30 furutré af Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Er hér um að ræða tré sem flutt voru úr Vaðla- reitnum vegna vegafram- kvæmdanna. Fylgdi það sög- unni að þessi stóru og fallegu tré ættu að skreyta glæsihýsi Seðlabankans við Arnarhól og gárungarnir höfðu á orði að Jóhannes Nordal hefði ein- hvern veginn grafið það upp að þetta væru „peningatré“ sem gæfu af sér gjaldeyri. Kveikjarinn sundraðist Það var mesta mildi að ekki fór verr, þegar Ófeigur Baldursson, rannsóknarlög- reglumaður á Akurevri, var að kveikja í pípu sinni á göngum lögreglustöövarinn- ar einn daginn. Kveikjarinn klikkaði, hjólið sem gefur neistann hefur lík- lega setið fast, og kveikjarinn hrökk úr höndum Ofeigs. Skipti engum togum að hvell- ur mikill kvað við og kveikjar- inn sundraðist þegar hann lenti í gólfinu. Þarí vart að taka fram að hér var um svo- kallaðan einnota plastkveikj- ara að ræða. Að sjálfsögðu geymir rannsóknarlögrcglu- maðurinn kveikjarann sem sönnunargagn. HS - Það er algjört kjaftæði að Seðlabankinn hafi sýnt því áhuga að kaupa þessi tré en ég hef svo sem heyrt þessa sögu, sagði Hall- grímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í samtali við Dag. Ekki sagðist Hallgrímur vita hvernig sagan hefði komist á kreik en sennilega stafaði það af því að hér væri um talsvert dýr tré að ræða. - Þetta er 25 ára gömul berg- fura, mjög sérstæð tré sem ósennilegt er að verði aftur til sölu á almennum markaði. Við lögðum mikið á okkur, óhemju vinnu til þess að ná þessum trjám þannig að þau lifðu og það er því ljóst að verðmæti þeirra er tals- vert meira en það sem þekkst hefur fram að þessu. Peningar segja þó ekki allt, því auðvitað þætti okkur vænst um að þessi tré gætu orðið til prýði hér í bænum, s.s. í göngugötunni. Verðlagningin ræðst því líka af því hvert trén fara, sagði Hall- grímur en ekki treysti hann sér til þess að skjóta á meðalverð trjánna. Gat þess þó til saman- burðar að venjuleg furutré, um 60 sentimetra há, hefðu verið seld á um 1.000 krónur sl. vor. Þarna væri hins vegar um mikið stærri og verðmætari tré að ræða. Það er hægt að taka undir það með Hallgrími, eftir að hafa séð þessi tré þá væri kjörið ef t.d. Akureyrarbær sæi sér fært að eignast trén, borgurum til yndis- auka. Þarna er svo sannarlega um verðmæti að ræða, þó ekki vaxi á þeim sérstök dráttarrétt- indi, dollarar eða pund. - ESE „Rannsóknarblaðamaður“ Dags virðir „peningatrén“ fyrir sér. Enginn gjaldeyrir fannst á trjánum við þessa skoðun en kannski blómstra dollararnir og pundin aðeins á sumrin. Mynd: HS Bormálið í Ólafsfirði: Ráðherra lofar að skoða málið „Ég ræddi við Sverri Her- mannsson iðnaðarráðherra um þetta svokallaða bormál og því var lofað að það mál yrði skoðað betur, hvernig á þessu stæði sem ég kallaði óskiljan- lega afgreiðslu,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri á Ólafsfirði í samtali við Dag. Eins og við skýrðum frá á dögunum fór kostnaður við bor- un eftir heitu vatni í Ólafsfirði árið 1982 í 7 milljónir króna, en áætlun Jarðborana ríkisins hafði hljóðað upp á 3 milljónir. Eru nú ógreiddar um 2 milljónir af þessum 7 milljónum og Ólafsfirð- ingar ekki á því að greiða þær krónur þegjandi og hljóðalaust. „Það eru ákveðin atriði í þessu máli sem aldrei hefur verið farið í saumana á og ágreiningur varð um kostnað við verkið. Það hefur síðan staðið í strögli með þetta mál, það er þess eðlis að ég sé ekki ástæðu til þess að Ólafs- fjarðarbær greiði þegjandi upp- hæðir sem rekja má beint til bil- ana á bornum og erfiðleika vegn^ lélegs tækjabúnaðar Orkustofn- unar,“ sagði Valtýr. gk,- f DNG hugar að mælum fyrir hitaveituna: Arangur snemma næsta árs? Kveikjarinn fór í tvennt meft miklum hvelli. - Við erum að skoða þetta mál og vonandi sjáum við ár- angur af starfi okkar ekki síðar en snemma á næsta ári, sagði Nils Gíslason hjá DNG hf. er hann var spurður hvort fyrir- tækið væri að hanna orkumæla fyrir Hitaveitu Akureyrar. Sem kunnugt er stendur til að breyta sölufyrirkomulagi Hita- veitu Akureyrar á þann hátt að selt verði samkvæmt mæli en ekki hemli eins og nú tíðkast. í grein- argerð sem hitaveitan hefur sent bæjarstjórn kemur fram að þau sölukerfi sem verið hafa við lýði hér á landi, þ.e. hemla- og mæla- kerfið, mæli hvorugt það sem veit- endur að kaupa. Bent er á að í fjarvarmaveituin bæði hérlendis og varmaveitum bæði hérlendis og erlendis hafi á seinni árum verið orkumælar sem vinna þannig að auk þess sem vatnsskammturinn sé mældur þá sé mælt hve mikinn varma neytandinn hefur nýtt. Sá varmi sé svo ráðandi um greiðslu notandans. Sá böggull fylgir skammrifi við einfalda orkumælingu að notend- ur hafa þótt nýta vatnið illa, en slíkt gæti verið mjög bagalegt á Akureyri þar sem heitavatnsstað- an hefur lækkað verulega undan- farin ár. Hitaveitustjórn hefur því horfið frá því ráði að nota einfalda orkumæla en í staðinn beinast sjónir manna meira að blönduðum orku- og rúmmáls- mælum þar sem stjórn er höfð á nýtingu heita vatnsins. - Það er ekki nauðsynlegt að stíga þetta skref í einum áfanga. Það má setja upp rúmmálsmæla til að byrja með sem síðan væri auðvelt að bæta við orkumæli, sagði Nils Gíslason. - ESE Það er búist við hægri breytilegri átt á Norð- urlandi næstu daga skv. upplýsingum Trausta Jónssonar í morgun. Úrkomulaust verður að mestu en þó geta komið stöku él. Spáð er vægu frosti. # Frjáls framlög Nýlega héldu félagsmenn t Náttúrulækningafélaginu á Akureyri upp á merkan áfanga. Heilsuhælið sem fé- lagið er að byggja í Kjarna- skógi var þá því næst fokhelt og félagsmenn komu saman og fengu sér kaffi og kökur. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvers kon- ar þrekvirki bygging heilsu- hælisins er. Þarna eru risnar þrjár hæðir og kjallari, sam- tals um 2.400 fermetrar og mun byggingarkostnaður fram að þessu vera um sex og hálf milljón króna. Verð- mæti byggingarinnar er hins vegar helmingi meira og allt er byggt fyrir frjáls framlög. • Gafhálfa aðra hæð Blaðamenn og aðrir sem komu til „vígslunnar“ gátu ekki annað en dáðst að því fólki sem þarna var saman- komið. Flestir eru félags- menn NLFA komnir vel yfir miðjan aldur, konur áberandi og þær höfðu ekki látið sig muna um það að fara á fætur kl. fimm um morguninn til að hita kaffi og sjá um bakkelsi fyrir gestina. Þarna var gam- all bóndi úr Hörgárdal sem hafði gefið fé til byggingar- innar sem svaraði hálfri ann- ari hæð og þarna var kona sem sumir segja að hafi upp á sitt eindæmi safnað fyrir einni hæð - ef ekki meir. # Kraftaverk Bygging heilsuhælisins er kraftaverk á þessum síðustu og verstu tímum. Verst er að ekki var hægt að glerja húsið fyrir veturinn en það kom þó ekki til af auraleysi. Féiags- menn þorðu einfaldlega ekki að glerja vegna skemmdar- varganna sem brotið hafa all- ar þær rúður sem í húsið hafa komið. Félagsmenn NLFA eiga það skilið að niðurrifs- menn láti þá og bygginguna í friði. # Auglýsinga- skrum Það er oft gaman að lesa auglýsingar. Skrumið og hálfsannleikurinn er slíkur að jafnvel elstu konur á Patreks- firði taka bakföll og hlæja dátt. Skal hér tilfært dæmi. " Um helgina heimsótti Akur- eyri „heimsmeistari“ í diskó- dansi og sýndi fótamennt á tveim stöðum. Þessi herra- maður var fluttur inn af Klúbbnum ( Reykjavík og heimsmeistaratitillinn notað- ur óspart í auglýsingum. Það hefði í sjálfu sér verið í lagi ef dansfíflið hefði unnið til þessara verðlauna, en því miður. Hann varð númer tvö.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.