Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. desember 1984 Oddur Sigurðsson fær harkalegar viðtökur hjá Fylkisvörninni. Þórsarar ■ ■ flj stigunum - Fylkir sigraði Þór 22:19 Staðan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú þessi: Þór-Fylkir KA-Fylkir Grótta-Ármann 19:22 17:11 28:26 Fram-HK KA 6 6 0 0 24:15 144:114 12 HK 6 3 1 2 126:129 7 Fram 7 4 1 2 166:142 9 Fylkir 5 2 1 2 99:109 5 Grótta 5 1 2 2 105:113 4 Þór 6 1 1 4 133:142 3 Haukar 5 10 4 107:120 2 Ármann 4 0 0 4 83:94 0 leikur Þegar KA hefur leikið 5 heimaleiki í 2. deildinni í hand- boltanum er loksins komið að því að liðið leiki útileik. Liðið fer suður um næstu helgi og leikur gegn Gróttu og Ár- manni. Verður fróðlegt að sjá hvort KA-menn halda sínu striki á útivelli, en eins og fram kemur á töflunni hér á síðunni er KA eina lið deildarinnar sem hefur ekki tapað stigi. Þórsarar eiga frí um helgina og þeir eru á sama báti og KA, allir útileikirnir eru eftir og Þór spilar ekki syðra fyrr en eftir áramótin. góðri forustu. Sjá mátti 7:3 á markatöflunni og Þórsarar skoruðu ekki mark í heilar 12 mínútur. í hálfleik munaði þó ekki nema tveimur mörkum, staðan þá 11:9 fyrir Fylki. í síðari hálfleik misstu Þórsar- ar Fylkismenn langt frá sér. Fylk- ir komst í 19:13 en þá var eins og Þórsarar gerðu sér fyrst ljóst að þeir gætu tapað þessum leik eða þyrftu að hafa fyrir sigrinum. Skipti engum togum að Þór skor- aði 6:1 og munaði því aðeins einu marki er fimm mínútur voru eftir, staðan 19:20 fyrir Fylki. En Þórsarar skoruðu ekki meira. Fengu þeir þó til þess fjöldamörg gullin tækifæri og t.d. vítakast sem Jón Gunnarsson varði snilld- arlega. Lokatölur 19:22. Þetta verður langur og erfiður vetur hjá Þór. Það er eins og það vanti neistann í liðið og menn taki hlutunum með meiri yfirveg- un. Þórsliðið hefur sýnt að það getur leikið vel ef mannskapur- inn tekur á öllu. Lið sem hefur ekki stjörnur innanborðs verður að treysta á baráttuviljann og ef hann er í lagi þá geta Þórsarar tekið stig af hvaða liði sem er. MÖRK ÞÓRS: Guðjón Magnússon 6, Oddur Sigurðsson 4, Rúnar Steingríms- son 4, Sigurður Pálsson 2, Árni Stefánsson 2, Kristján Kristjáns- son 1. a-gk-. þegar KA sigraði Fylki 17:11 KA lenti í miklu basli með lið Fylkis í 2. deildinni um helg- ina. Þetta var mikill baráttu- leikur og lengi vel leit ekki dæmið vel út hjá KA. En undir lok leiksins sýndu KA- menn klærnar svo um mun- aði og er upp var staðið mátti sjá á markatöflunni 17:11 fyrir KA. Fylkir skoraði 3 fyrstu mörk leiksins en KA náði að jafna 3:3. Síðan var jafnt aftur 4:4, KA komst svo yfir 6:4, jafnt var 7:7 og í hálfleik leiddi Fylkir með einu marki 8:7. Síðari hálfleikurinn var sögu- legur. Fylkir skoraði fyrsta mark- ið og var því yfir 9:7. En þá sögðu KA-menn hingað og ekki lengra, þeir lokuðu öllu í vörn- inni en það sem komst í gegn lenti í öruggum höndum Þorvald- ar markvarðar. Fylkir skoraði ekki mark í 15 mínútur og staðan breyttist úr 9:7 Fylki í vil í 12:9 fyrir KA. Þegar 10 mínútur voru eftir hafði Fylki þó tekist að minnka muninn, staðan 12:11 en Loks úti- þá skoraði KA fimm síðustu mörk leiksins og sigraði því 17:11. Fylkir skoraði því aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum. KA-liðið hefur oftast leikið betur en að þessu sinni. Senni- lega hefur verið um vanmat að ræða, KA-menn með fullt hús stiga hafa álitið Fylkismenn auð- velda bráð en sá hugsunarháttur er afleitur. KA lék afar slakan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik bar mest á Jóni Kristjánssyni sem var drjúgur og Þorvaldi Jónssyni í markinu sem varði vel á kafla. MÖRK KA: Jón Kristjánsson 6, Friðjón Jóns- son 3, Erlingur Kristjánsson 3, Pétur Bjarnason 3, Þorleifur An- aníasson 1 og Anton Pétursson 1. KA er nú með örugga forustu í 2. deildinni og hefur liðið ekki tapað stigi. Menn skyldu þó vera við öllu búnir, liðið á eftir alla leiki sína syðra en aðeins Ár- mann á eftir að koma norður. Staðan Jón Kristjánsson í dauðafæri. - Fylkismenn koma engum vörnum við. Mynd: KGA. Endaspretturinn réði úrslitum Þórsurum tókst ekki að sigra Fylki í 2. deildinni um helg- ina eins og liðið hefði þó átt að geta með sæmilegum leik. Þórsurum voru afar mislagð- ar hendur svo ekki sé meira sagt og má segja að í fyrri hálfleik hafi „fastir liðir ver- ið eins og venjulega“ hjá lið- inu. Eftir að staðan var jöfn 2:2 komust Fylkismenn yfir og náðu Erlendur „fastur“ Erlendur Hermannsson leik- maður KA var fluttur á sjúkra- hús sl. laugardag áður en leikur KA og Fylkis hófst í íþróttahöll- inni. Erlendur var að hita upp fyrir leikinn er hann „festist“ skyndi- lega. Eitthvað fór aflaga í baki hans þannig að hann gat ekki hreyft sig. Hann var sem fyrr segir fluttur á sjúkrahús og þar lagaðist þetta smátt og smátt. Mætti Er- lendur á leikinn í hálfleik en lék ekki með liði KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.