Dagur - 03.12.1984, Page 7

Dagur - 03.12.1984, Page 7
3. desember 1984 - DAGUR - 7 Everton tapaði stigi á heima- velli og þar sem Manchester United og Arsenal sigruðu í sínum leikjum er forusta Everton nú einungis eitt stig. Sparkunnendur sáu beinu út- sendinguna frá Goddison Park þar sem Sheffield Wednesday var í heimsókn. Mike karlinum Lyons fyrirliða Wednesday var vel fagnað, en um langt árabil var hann einn allra besti leik- maður Everton. Eftir 8 mín- útna leik náði Sheffield forust- unni með marki Andy Blair. Á 30. mínútu náði Everton að jafna er Graham Sharp skoraði úr vítaspyrnu. Tottenham átti góðan mögu- leika að komast í 2. sætið með sigri á Coventry. Clive Allen sendi Mark Falcoe hárfínan bolta á 35. mínútu og sá var ekki í vandræðum með að snúa á varn- armann Coventry og senda bolt- ann í netið. Glenn Hoddle átti frábæran leik með Spurs og var nánast alls staðar á vellinum. Þegar nokkrar sek. voru til leiks- loka náði Cyrille Regis að sparka Forskot Everton er nú aðeins 1 stig að marki Spurs og inn fór boltinn. Þar með missti Totten- ham af tveimur dýrmætum stigum. Bæði Manchester United og Arsenal sigruðu í leikjum sínum. Arsenal vann Luton á Highbury með þremur mörkum gegn einu. Ian Allison byrjaði á því að skora fyrir Arsenal, Tony Woodcock og Viv Anderson bættu við mörkum en Brian Stein skoraði mark Luton. Manchester United vann góð- an sigur í Norwich. Brian Rob- son skallaði inn sendingu Mark Huges á 13. mínútu. John Dehan meiddist á þeirri 18. og eftir hálf- tíma leik náði Huges að bæta við öðru marki fyrir United. Litlu munaði að Asa Hartford næði að minnka muninn fyrir Norwich í síðari hálfleik. Gengi Southampton er mikið þessa dagana. Á laugardag heim- sótti liðið Ipswich og vann með einu marki gegn engu. Það var hinn lunkni Dave Armstrong sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu eftir mikinn einleik. Aston Villa vann Sunderland með marki Paul Redeout. New- castle vann botnliðið Stoke með tveimur gegn einu. John Ander- son skoraði fyrst úr vítaspyrnu en gamli „selurinn" Sammy Mclll- roy jafnaði fyrir Stoke. Chris Woddle náði síðan að koma Newcastle yfir og Stoke er fyrir vikið mörgum stigum á eftir næstu liðum, eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Leicester hreinlega rúllaði QPR upp og er síðarnefnda liðið gjörsamlega heillum horfið undir stjórn Allan Mullery. Tvö urðu mörkin í fyrri hálfleik. Gary Lineker og Álan Smith skoruðu. í síðari hálfleik bættu Steve Lyn- ex og Ian Banks við mörkum. West Ham tapaði óvænt á heimavelli gegn WBA sem nú vann sinn annan sigur á útivelli í vetur. Steve Hunt og Garry Thompson sáu um mörkin. Það er greinilegt að Liverpool er ekki sama liðið og löngum áður. Chelsea vann góðan sigur á Liverpool í London. Hinn gíf- urlega markheppni Kerry Dixon skoraði fyrst á 10. mínútu og var það hans 20. mark í vetur. Jan Mölby jafnaði fyrir Liverpool með óhemju föstu skoti. Paul Cannovill, sá snjalli leikmaður, sendi því næst snilldarbolta á kollinn á Joe McLaughaly sem skallaði í markið. David Speedy átti síðasta orðið er hann skoraði þriðja mark Chelsea. í 2. deild kom á óvart ósigur efsta liðsins Oxford gegn Notts County sem vermt hefur botnsæt- ið í deildinni. Dave Hunt og All- an Young skoruðu mörkin. Hörkuleikur var í Portsmouth þar sem Blackburn var í heim- sókn. Blackburn komst í 2:0 með tveimur sjálfsmörkum leikmanna Portsmouth. í síðari hálfleik snerist dæmið við og Portsmouth jafnaði metin. Engu munaði að Neil Webb næði að skjóta Ports- mouth yfir. Barnsley er enn í toppbaráttunni eftir 1:0 sigurinn á Fulham. Gordon Oven skoraði mark Barnsley. Aston Villa-Sunderland 1:0 1 Chelsea-Liverpool 3:1 1 Coventry-Tottenham 1:1 x Everton-Sheff. Wed. 1:1 x Ipswich-Southampton 0:1 2 Leicester-QPR 4:0 1 Watford-N. Forest 2:0 1 West Ham-WBA Arsenal-Luton Man. Utd.-Norwich Newcastle-Stoke Barnsley-Fulham Cardiff-Birmingham Notts C.-Oxford Oldham-Man. City Portsmouth-Blackburn 0:2 3:1 2:0 1:2 1:0 1:2 2:0 0:2 2:2 1 2 1 2 x Staðan í 1. deild: Everton 17 10 3 4 35:23 33 Man. Utd. 17 9 5 3 36:19 32 Arsenal 17 10 2 5 34:24 32 Tottenham 17 9 3 5 34:17 30 Sheff. Wed. 18 8 5 5 32:22 29 Southampt. 17 7 7 3 21:17 28 West Ham 17 7 5 5 23:24 26 Chelsea 17 7 5 5 29:18 26 WBA 17 7 4 6 30:23 25 Liverpool 17 6 6 5 21:18 24 N. Forest 17 7 3 7 26:25 24 Newcastle 17 6 6 5 30:31 24 Sunderland 17 6 5 6 25:23 23 Norwich 17 6 5 6 25:25 23 Watford 17 5 6 6 35:34 21 A. Villa 17 5 5 7 21:32 20 QPR 17 4 6 7 21:29 18 Leicester 17 5 3 9 27:35 18 Ipswich 17 3 7 7 17:24 16 Coventry 17 4 4 9 16:29 16 Luton 18 3 5 10 22:40 14 Stoke 16 1 4 11 13:38 7 A.B. Erfitt hiá KA „ÍS-stelpurnar eru einfaldlega miklu betri en KA-stelpurnar og þær yfirspiluðu KA algjör- lega í þessum leikjum,“ sagði Halldór Jónsson þjálfari blak- liðs kvenna hjá KA eftir tvo ósigra KA gegn ÍS á Akureyri um helgina. Það verður að segja það eins og það er að KA átti aldrei neina glætu í þessum leikjum, stúdín- urnar svo miklu fremri á öllum sviðum og var þó ekki laust við að þær tækju lífinu létt. Tölurnar segja allt sem segja þarf og í fyrri leiknum voru þær 4:15, 3:15 og 0:15. í seinni leiknum 1:15, 2:15 og 7:15. NÖTOLACT orkugjafi fyrir kýr, til að fyrirbyggja súrdoða og auka sykurmagn í blóðinu. Einn pakki 21 kg. hæfilegur skammtur fyrir eina kú, daglega fyrir og eftir burð (6 vikur). NÖTACÉT (fljótandi) til að eyða súrdoða sem þegar er fyrir hendi og hækka blóðsykur magnið. Fljótvirkt og árangursríkt. Einn brúsi 1.8 lítrar hæfilegur skammtur fyrir eina kú. GAMATOX baðduft, eyðir tilteknum sníkjudýrum úr húð og hári húsdýra. í ár er baðár, eigum baðduftið til í 500 g pökkum og er það sérstaklega ætlað til böðunar sauðfjár. Einnig NUTRICHIP vítamín fyrir hesta og saltsteinar, hvítir, rauðir og bláir. Selt í kaupfélögunum um land allt og í verslun okkar Ármúla 3. Leiðbeiningar á íslensku fyrir öll þessi efni. BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.