Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 12
msm Fyrstu hrognin komin í laxeldisstöð Krossdals hf.: Verða orðin sláturhæfir laxar á árinu 1987 Nýlega var komið með fyrstu hrognin í hina nýju lax- og fisk- eldisstöð Krossdals hf. í Kelduhverfi. Er hér um að ræða 18 lítra af laxahrognum sem ala á upp í stöðinni. Að sögn Erlu Ingólfsdóttur, umsjónarmanns laxeldisstöðvar- innar, er búist við því að þessi hrogn ættu að geta orðið að kvið- pokaseiðum fljótlega eftir ára- mót ef vatnshiti er nægur. Miðað við venjuleg afföll ættu að fást um 100 þúsund laxaseiði úr þess- um 18 lítrum af hrognum. - Það er hugmyndin að ala laxinn hér upp í sláturstærð, þetta fjögur til fimm pund, en þá verð- Jólin koma „Bráðum koma blessuð jólin . . .," geta nú forráðamenn skógræktarfélaganna farið að syngja, því í byrjun þessarar viku kemur fyrsta skipið hlaðið er- lendum jólatrjám til landsins. Jólatrjáasala í Reykjavík hefst strax í þessari viku en eitthvað síðar úti á landsbyggðinni. Talið er að verð á jólatrjám verði nú allt að 50% hærra en í fyrra en verðlagning hefur samt ekki ver- ið endanlega ákveðin. - ESE ur honum slátrað hér og hann seldur á markað hérlendis og er- lendis, sagði Erla en samkvæmt upplýsingum hennar er markaður fyrir lax nú mjög góður og verð hátt t.d. í Bandaríkjunum og Evrópulöndum. Ef allt gengur vel hjá Krossdal hf. ættu hrognin sem komu í stöðina í lítraformi á dögunum að verða orðin sláturhæfir laxar á árinu 1987. - ESE Fyrir helgina kom út á vegum Bókaforlags Odds itjörnssonar og Iceland Review vönduð og falleg bók undir nafninu „Akureyri - blómlegur bær í norðri". I bókinni eru margar fallegar Ijósmyndir frá Akureyri teknar af Max Schmid, en textann í bókina samdi Tómas Ingi Olrich. Mynd: KGA. Verður nýtt þróunarfélag stofnaö á Akureyri? - með þátttöku ríkisins, banka, fyrirtækja og almennings Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt einróma að fyrirhug- uðu þróunarfélagi sem ríkis- stjórnin hyggst koma á fram- færi, verði valinn staður á Ak- ureyri. Er áætlað að halda fund með Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra m.a. um þetta mál. í samkomulagi stjórnarflokk- anna um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum og um breytingar á stjórnkerfi, er stefnt að því að sett verði á fót sjálfstæð og öflug byggðastofnun, sem stuðli að jafnvægi í byggð landsins. Stofn- að verði þróunarfélag ríkis, banka, almennings og aðila í at- vinnurekstri til að greiða fyrir nýskipan í atvinnulífinu. Eignir ríkisins í þeim atvinnufyrirtækj- um sem henta þykir, verði sam- einaðar í eignarhaldsfyrirtæki. í samræmi við þetta verði gerðar tillögur um breytingar á lögum og verkefnum Framkvæmdastofn- unar ríkisins. I umræðu um fjárlagafrum- varpið á Alþingi fyrir nokkrum dögum sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður m.a. að fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir að verja 50 milljónum króna í hlutafjárframlag ríkisins í þessu nýja félagi. Pá segir í samkomu- lagi stjórnarflokkanna frá í haust að gert sé ráð fyrir að útvega þessu nýja félagi 500 millj. kr. á árinu 1985 til þeirrar nýsköpunar og uppbyggingar í atvinnulífinu sem nauðsynleg er. gk-. HS-vörumiðar: Utí kuidann Stjórn Félags bókagerðar- manna hefur með bréfi dag- settu 30. nóvember sl. lýst því yíir að allt verði gert sem ttægt er tfl þess að markmið samþykktar félagsmanna FBM á Akureyri gagnvart I IS-vörumiðum, nái fram að ganga. £r félagsmönnum því óheimilt að aðstoða HS- vörumiða eða eiga samstarf við fyrirtækið þar til það hefur gert hreint fyrir sínum dyrum, eins og komist er að orði í bréfinu. Sem kunnugt er telja félags- menn í FBM að stárfsemi HS- vörumiða sé ólögleg þar sem fjölskylda Harðar Svanbergs- sonar og stúlka sem starfar við fyrirtækið séu ekki í FBM. Hörður er þessari túlkun ósammála. Hann bendir á að hann hafi full fagréttindi og vitnar til lögfræðings Félags ís- lenskra iðnrekenda um að starfsemi fyrirtækisins sé lögleg. - Eg fæ ekki betur séð en það eigi að svæla okkur út, sagði Hörður Svanbergsson er Dagur bar bréf FBM undir hann. Sjálfur hafði Hörður ekki fengið afrit af bréfinu og kvaðst því ekki geta svarað því ítarlega að svo komnu máli. - Þeir bera fyrir sig lög. Það má vel vera að það séu lög FBM sem þeir vitna í en það eru ekki landslög, sagðí Hörð- ur Svanbergsson. - Við lýsum fullri ábyrgð á hendur Félagi bókagerðar- manna og lýsum félagið ábyrgt fyrir því tjóni sem HS-vöru- miðar kunna að verða fyrir vegna þessara aðgerða, sagði í>órarinn Gunnarsson hjá Fé- lagi íslenskra iðnrekenda í samtali við'Oag. Þórarinn sagði að HS-vöru- mtðar væru fullgildur félagi í FÍI og benti jafnframt á það að þeir bókagerðarmenn sem tækju þátt í þessum ólöglegu aðgerðum, að mati FÍI ættu á hættu að missa vinnuna. - ESE Ég sé ekki annað en að næstu sólarhringana verði suðlægar áttir ríkjandi á Norðurlandi. Það verður nokkuð hvasst í dag en annars verður þetta fremur hægviðri. Hitastig verður fyrir ofan frostmark þannig að þetta lítur vel út hjá ykkur," sagði veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands í morgun. # Risafurur Það sem utanbæjarmenn taka oftast fyrst eftir þegar þeir koma til Akureyrar, eru hin stóru og fallegu tré sem prýða fjölmarga garða. Fyrir Reykvíkinga og sérstaklega þá sem byggja hin nýju sveit- arfélög s.s. Garðabæ og Sel- tjarnarnes, virka trén á Akur- eyri sem sannkallaðar risa- furur og 'víst er að mikil bæjarprýði er að þessum trjám. • Samtöktil varnar bergfurunni Akureyringar eru líka miklir áhugamenn um trjárækt. Við- -y- 11 im brögðin við frétt Dags um „peningatrén" f Kjamaskógi sem ættuð eru úr Vaðlareitn- um og Seðlabankinn vildi fá, voru talsverð og er það mál manna að allt verði að gera til þess að forða því að hin fal- lega bergfura hverfi úr bænum. Sennilega verða á næstunni stofnuð samtök til varnar bergfurunni fágætu og er það vel. Bæjaryfirvöld ættu jafnframt að sjá sóma sinn í að reyna að krækja í plönturnar áður en peninga- furstarnir úr Reykjavík taka upp veskið. @w • Góður veiðitúr Svo haldið sé áfram með sögur af trjárækt, má nefna að fyrlr einum 30 árum gekk Jóhannes Kristjánsson til rjúpna í Fnjóskadal. Það þyk- ir ekki í frásögur færandi að Jóhannes fari til veiða en hitt er það að í þessari ferð gaf Einar Sæmundsson, skóg- ræktarstjóri á Vöglum, Jó- hannesi nokkrar sitkagreni- plöntur sem Jóhannes vafði saman í vasaklút sinn og setti síðan í úlpuvasann. Er heim var komið gróðursetti Jóhannes sprotana og þeir áttu eftir að bera ríkulegan ávöxt. • Kranabíll og könglar Ávöxturinn var svo sannar- lega ríkulegur því fyrir helg- ina þurfti Jóhannes að fá sér kranabíl til þess að ná köngl- um af hlnu tíu metra háa sitkagrenitré f garðinum sfnum. Könglana færði Jó- hannes svo Skógræktinni í Kjarna að gjöf en hugmyndin er sú að reyna að koma fræj* unum til. Er þvf ekki að vita nema að eftir svo sem 30 ár verði vaxin upp 10 metra há tré af könglunum hans Jóhannesar. Það er að segja ef Seðlabankinn kaupir þá ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.