Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 3
3. desember 1984 - DAGUR - 15 Fjölmenni og fjör á uppskeruhátíð Bestu leikmenn heiðraðir Strákarnir úr yngri flokkum KA kunnu vel að meta það að boðið var upp á „upp- skeruhátíð“ þegar keppnis- tímabilinu lauk í haust. Uppskeruhátíðiu var hald- in í byrjun nóvember og fór fram í Lundarskóla. Þar voru sýndar videómyndir sem allir kunnu vel að meta, verðlaun voru afhent til þeirra sem kjörnir höfðu verið bestu leikmenn hinna ýmsu flokka og markakóng- ur KA var heiðraður. Þá var bingó á dagskrá og ekki má gleyma pylsuveislunni. Strákarnir hámuðu í sig pyls- urnar sem þær Regína Sigur- óladóttir og Guðrún Jó- hannesdóttir sáu um að af- greiða í þá. Markakóngur KA árið 1984 var Björn Pálmason leikmaður í 3. flokki. Það er svo sannarlega óhætt að segja að hann hafí gert það gott í sumar. Hvarvetna þar sem hann fór lágu markverðir andstæðinganna í valnum eftir árangurslausar tilraunir til varnar og þegar upp var staðið í haust voru mörk Björns orðin 40 talsins. Þórhallur Örn Hinriksson var kjörinn leikmaður 7. tlokks og ívar Sigurðsson leikmaður 6. flokks. Þessir snaggaralegu strákar léku mjög vel í sumar og þykja með þeim efnilegri sem fram hafa komið í nokkurn tíma. í 5. flokki var Jón Hrann- ar Einarsson kjörinn besti leikmaðurinn og í 4. flokki Gísli Símonarson. Svanur Valgeirsson var svo kjörinn besti leikmaður 3. flokks. Öllum þessum verðlauna- höfum var afhentur bikar í viðurkenningarskyni og var þeim vel fagnað af félögum þeirra. : Þær Regína Siguróladóttir og Guðrún Jó- hanncsdóttir höfðu nóg að gera í eldhúsinu. I hiðröð við pylsual'grciðshinu. Gunnar Kárason lörinaður ungl- ingaráðs alhcndir Jóni llrannari l.inarssyni lcik- nianni 5. Ilokks viðurkcnningu lians. Aftari röð frá vinstri: Svanur Valgeirsson 3. flokki, Björn Pálmason marka- kóngur KA 1984. - Fremri röð frá vinstri: ívar Sigurðsson 6. flokki, Þórhall- ur Órn Hinriksson 7. flokki, Jón H. Einarsson 5. flokki og Hildur Rós Sím- onardóttir sem tók við verðlaúnum bróður síns Gísla Símonarsonar. jf' Indriði gjaldkeri virðist hafa feng- ið eitthvað úr að moða. Salurinn í Lundar- skóla var þétt setinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.