Dagur - 03.12.1984, Side 4

Dagur - 03.12.1984, Side 4
16 - DAGUR - 3. desember 1984 Ur skýrslu knattspyrnudeildar KA Á aðalfundi í október 1983 var kjörin stjórn fyrir næsta starfsár og skipti hún með sér verkum. Formaður: Stefán Gunnlaugs- son, varaformaður: Hermann Árnason, gjaldkeri: Indriði Jó- hannsson, ritari: Gestur Jónsson, meðstjórnendur: Regína Sigur- óladóttir, Sigbjörn Gunnarsson, unglingaráð: Gunnar Kárason, Eiður Eiðsson, Siguróli Sigurðs- son. Um miðjan maí baðst Siguróli undan setu í stjórn, en vann eftir sem áður giftudrjúgt starf fyrir félagið þó hann sæti ekki lengur í stjórn. Fulltrúar K.A. í stjórn K.R.A. voru Marinó Viborg, Karl Haraldsson og Árni Árna- son, varafulltrúar voru Davíð Jóhannesson og Haukur Ásgeirs- son. Davíð kom inn sem aðal- maður fyrir Marinó í lok tíma- bilsins. Á starfsárinu voru haldnir 57 bókaðir stjórnarfundir auk ann- arra funda með þjálfurum og leikmönnum. Fljótlega var geng- ið frá ráðningu þjálfara. Gústaf Baldvinsson áður þjálfari og leik- maður með Einherja á Vopna- firði var ráðinn þjálfari meistara- flokks. Þar sem Gústaf var einnig leikmaður með meistaraflokki, var Steinþór Þórarinsson ráðinn aðstoðarþjálfari en auk þess þjálfaði Steinþór 2. flokk karla. Þjálfarar annarra flokka voru: 3. flokkur Tómas Lárus Vilbergs- son - 4. flokkur Gunnar Gunn- arsson - 5. flokkur Njáll Eiðsson - 6. og 7. fl. Hinrik Þórhalls- son, sem einnig þjálfaði meist- araflokk kvenna en yngri flokk kvenna þjálfaði Ásdís Sigurvins- dóttir. Leikja- og íþróttanámskeið önnuðust Margrét Baldvinsdóttir og Bjarni Jóhannsson. Þátttaka var mjög góð eða um 80 krakkar sem sóttu námskeiðin sem urðu 3 og tókst framkvæmd þeirra mjög vel í alla staði. LíITt og undanfarin ár hafa æfingar á vegum félagsins að miklu jeyti farið fram á gras- völlum, Menntaskólavellinum K.A.-svæðinu við Lundarskóla. Þökkum við öllum þeim sem unnið hafa að áframhaldandi uppbyggingu á svæði félagsins, því góð æfingaraðstaða er undir- staða góðs árangurs. Þá þökkum við Tryggva Gíslasyni fyrir vel- vild hans varðandi afnot af i Menntaskólavellinum. Eins og á liðnum sumrum tókst með góðri samvinnu við Hörð Ólafsson skólastjóra og Sigurvin Jónsson húsvörð að fá búnings- og baðaðstöðu í Lundarskólan- um og skólastofu fyrir starfsmenn þar sem hægt var að koma saman fyrir og eftir æfingar og leiki. Gunnar Níelsson var starfsmaður þar í sumar og þökkum við honum, Herði og Sigurvini fyrir gott samstarf. Stjón knattspyrnudeildar KA. Árangur meistaraflokks í 1. deild olli vonbrigðum, þeir urðu neðstir í deildinni með 16 stig og féllu í 2. deild. Margar samverk- andi ástæður voru fyrir þessum laka árangri, mikið var um meiðsli leikmanna, bönn lykil- manna í þýðingarmiklum leikjum og reynsluleysi ungs liðs, en með- alaldur leikmanna var 21 ár, sem var það lægsta í 1. deild þetta árið. Allir lögðu þó hart að sér við æfingar og æfingasókn var ágæt. Leiknir höfðu verið 15 æfinga- leikir áður en íslandsmótið hófst. Æfingaferð var farin til Englands um páskana og þótti hún takast mjög vel. Meistaraflokkur karla varð Akureyrar- og K.R.A.- meistarar á árinu. Um árangur annarra flokka á árinu er það að segja að meist- araflokkur kvenna varð í 2. sæti í sínum riðli í 1. deild kvenna. 2. flokkur karla hélt sæti sínu í A- riðli. 3. flokk gekk frekar illa, en þar réði mest um að flestir leik- menn voru á fyrra ári. 4. flokkur vann sinn riðil glæsilega, þeir léku í úrslitum á Selfossi og urðu í 5. sæti. 5. flokkur vann sinn riðil og keppti til úrslita á Akureyri og varð í 7. sæti. 6. flokkur, 7 manna lið, bæði A og B lið unnu sér rétt til að leika í úrslitakeppn- inni í Reykjavík og varð A liðið í 4. sæti og B liðið í 2. sæti B liða. Einnig má geta þess að A og B lið 6. flokks tóku þátt í glæsilegu móti Týs og Tommaborgara í Vestmannaeyjum og hrepptu bæði liðin 3. sæti í sínum flokki. Um úrslit í leikjum á vegum K.R.A. vísast til skýrslu K.R.A. en geta má þess að K.A. átti Ak- ureyrarmeistara í 4. flokki, 1. flokki og meistaraflokki karla og kvenna. í lokahófi yngri flokka þar sem mættir voru hátt á annað hundr- að krakkar voru að tanda út- nefndir leikmenn hvers flökks og markakóngur félagsins og var hverjum þeirra afhentur bikar og verðlaunapeningur. Eftirtaldir leikmenn urðu fyrir valinu: 7. flokkur Þórhallur Örn Hinr- iksson. 6. flokkur ívar Sigurðs- son Bjarklind. 5. flokkur Jón Hrannar Einarsson. 4. flokkur Gísli Símonarson. 3. flokkur Svanur Valgeirsson. Markakóng- ur Björn Pálmason. Þessu unga og efnilega fólki óskum við til hamingju og þökkum þeim og öllum öðrum þátttakendum yngri flokka fyrir góða ástundun og dugnað á liðnu ári. í skýrslu sem þessari er ekki hægt að nefna nöfn allra sem stutt hafa okkur og hjálpað við rekstur deildarinnar, en geta ber sérstaklega Bílaleigu Akureyrar, Iðnaðardeildar S.Í.S., Hljóm- bæjar og Flugleiða. En mjög hag- kvæmir samningar náðust við Ferðaskrifstofu Akureyrar og Flugleiðir um flutninga í keppnis- ferðum. Án öflugs stuðnings of- angreindra aðila hefði rekstur deildarinnar orðið illviðráðan- legur. Færum við þeim bestu þakkir fyrir samstarf og stuðning á liðnu ári. Að lokum þökkum við dómur- um fyrir þeirra ómetanlega starf, knattspyrnuráðsmönnum, for- eldrafélaginu, starfsmönnum íþróttavalla, K.A.-klúbbnum í Reykjavík svo og öllum öðrum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir þeirra framlag til að gera starfið mögulegt. Full búð af nýjum vörum / 1 I C 1 -J I “ ► * * I [ ♦ I m , ut m , «» «, II I I II i *r *ó *> •«, *>í »>;' n n i i i ........ tgfcöMBOk , myndbönd VC-481 m þráöfjarstyringu kr. 45.000 (42.750 st.gr.) VC-384 stereo m/þráðfjarstýringu kr. 51.720 (49.200 st.gr.) 8 gerðir af ferðatækjum, vasadisko, vasareiknivélar, heimilistölvur 4 gerðir Luxoi 22” sjónvarp með ótal framtíðarmöguleikum Kr. 41.500.- (39.425 stgr.) TOLVUNAMSKEIÐ Fyrirhugað er að halda námskeið í byrjun desember. Kennt verður á BBC tölvur. Verð fyrlr unglinga kr. 900,- Verð fyrir fullorðna kr. 1.800,- Nánari upplýsingar hjá Skrifstofuvali hf. í síma 96-25004. • Sjón er sögu ríkari • flJ) PIONCER' og hljómtæki Opið til kl. 16 á laugardag. cix >%**» 4 .....■ ■ ■ ■•• Laser spilari á frábæru verði kr. 28.300(26.900 st.gr.) SKBIFSTOFUVAL HF. SUNNUHLÍÐ ■ SÍMI 96-25004

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.