Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR , SIGTRY6GUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 5. desember 1984 122. tölublað Þróunarstofnun verði staðsett á Akureyri: „Tel sjálfsagt að skoða það" - segir forsætisráðherra en bendir á að hugmyndir um staðsetningu stofnana úti á landi hafi alltaf mætt andstöðu „Það er ekki búið að mynda þessa stofnun og hefur verið talað um að þetta verði hluta- félag og þá myndi nú stjórn hlutafélagsins að sjálfsögðu ráða þyí mjög hvar stofnunin yrði. Ég fyrir mitt leyti hef ekkert á móti því að þessi eða aðrar stofnanir verði fluttar út á land og tel alveg sjálfsagt að skoða það," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, um þær hugmyndir að ný þróunarstofnun til ný- sköpunar atvinnulífs verði staðsett á Akureyri. Hug- myndir um slíkt hafa m.a. ver- ið samþykktar í bæjarstjórn Akureyrar og nefndar við önnur tækifæri s.s. á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík í október og ræðu Guðmundar Bjarnasonar, al- þingismanns, við umræður um fjárlagafrumvarpið. í samkomulagi stjórnarflokk- anna frá í september er rætt um stofnun sérstaks þróunarfélags ríkis, banka, almennings og aöila í atvinnurekstri til að greiða fyrir nýskipan í atvinnulífinu. í nýlegri samþykkt miðstjórnar Fram- sóknar er lagt til að gerð vefði sérstök áætlun um nýsköpun í at- vinnulífi og til hennar varið 500 milljónum kr. á næsta ári, en framkvæmd þessarar áætlunar verði í höndum þróunarstofnun- ar er hafi það hlutverk að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum til að hjálpa þeim yfir örðugasta hjallann, veita áhættulán og ábyrgðir og að veita styrki til nýj- unga og þróunar- og rannsókna- starfsemi. „Inn í þetta mál blandast einn- ig það að fólk í öðrum landshlut- Bæjarstjórn: Stjómvöld veiti té til háskólanáms Bæjarráð samþykkt valda um fjárlögum Akureyri, geti hafist Akureyrar hefur áskorun til stjórn- að veita fé á næstu til háskólanáms á þannig að kennsla á næsta ári. Orðrétt er tiilaga bæjarráðs þannig: „Bæjarstjóm Akureyr- ar skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að veita fé á fjárlögum 1985 til að hrinda í framkvæmd áformum um nám á háskólastigi á Akureyri í samræmi við til- lögur nefndar frá í maí í vor. PÁ hvetur bæjarstjórn eindregið til þess að tillögunum verði að öðru leyti fylgt eftir af hálfu stjórnvalda." -GS um á auðveldara með að nálgast þjónustu sem er í Reykjavík en t.d. á Akureyri og þarna rekst þetta svolítið á. Þegar rætt var um að staðsetja Rafmagnsveitur ríkisins á Akureyri máttu t.d. Vestfirðingar ekki heyra á það minnst. Ef til vill væri eðlilegra að staðsetja byggðastofnun úti á landsbyggðinni, en hugmyndir eru uppi um sjálfstæða, öfluga byggðastofnun sem stuðli að jafnvægi í byggð landsins. Ég hef ekki tekið neina endan- lega afstöðu til þessa máls með þróunarstofnunina, en í grund- vallaratriðum er ég hlynntur því að leitað verði leiða til að stað- setja stofnanir utan Reykjavíkur- svæðisins. Ég vísa þó til þeirrar reynslu sem við höfum fengið. Slíkar hugmyndir hafa alltaf rek- ist á fjöldann allan af mótmælum bæði starfsmanna og þeirra sem nota stofnanirnar. Ég held að þetta stafi fyrst og fremst af því að menn líta til samgönguerfið- leika og meiri kostnaðar, en ekki af hrepparíg," sagði forsætisráð- herra. HS Loðna: Tæp 22 þús. tonn til Krossaness Nú er búið að taka á móti tæp- um 22 þúsund tonnum af loðnu hjá Krossanesverksmiðjunni það sem af er þessari loðnu- vertíð. Síðast lönduðu Þórs- hamar GK og Súlan EA 600 og rúmum 800 tonnum og er nu löndunarstopp fram á fímmtu- dag eða föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá forráðamönnum Krossaness er nú 18 eða 20 tíma sigling frá mið- unum að verksmiðjunni. Það hef- ur þó ekki aftrað skipstjórum að landa enda Krossanes þekkt fyrir það góða verð sem greitt er fyrir loðnuna. Eins hefur það mikil áhrif að þróarrými hefur fyllst víða á Austfjörðum og löndun- arbið því lengri en sem nemur siglingartímanum til Eyjafjarðar eða Raufarhafnar. Fáir skipstjór- ir munu hins vegar hafa brugðið í það ráð að sigla suður fyrir land. - ESE Þegar andapollurínn er frosinn og endurnar eru annarstaðar, fínnst krökkunum upplagt að skoða heiminn frá sjón- arhóli andanna. Myud: KGA. Héraðsvötnin ágeng - varnargarðar til að verjast landbroti „Það voru byggðir hérna í haust tveir varnargarðar til þess að reyna að stemma stigu við þessu landbroti sem segja má að hafi verið hér í áratugi," sagði Þorleifur Hólmsteinsson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði í sam- tali við Dag. Héraðsvötn hafa „nagað" svo hekturum skiptir af jörðinni á undanförnum áratugum og segja má að landbrotið hafi verið að aukast undanfarin ár. „Það þarf að gera meira til þess að komast fyrir þetta," sagði Þorleifur. „Pað stóð til að setja fleiri varnargarða þarna en þeir tveir sem þegar eru komnir eru 130 og 100 metra langir. Framkvæmdum var hætt í haust vegna frosta og veðurs og ekkert verið unnið við þetta í 3 vikur. Mest af landbrotinu átti sér stað áður en þetta var ræktað en það hefur einnig farið af túnun- um undanfarin ár. Það er talsvert mál að komast fyrir þetta og var þungur róður að fá þessar fram- kvæmdir í gang. Vegagerðin bauð síðan þetta verk út, fjár- veitingin er ekki búin og það verður unnið við þetta áfram," sagði Þorleifur. Nýtt útgerðarfyrirtæki á Akureyri? Mun nýtt útgerðarfélag á Ak- ureyri gera út raðsmíðabátana tvo sem hafa verið í smíðum hjá Slippstöðinni. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær kom fram að þetta mál hefur verið talsvert rætt í atvinnu- málanefnd bæjarins að undan- förnu, og er ákveðið stefnt að því að nefndin leggi fram full- mótaðar tillögur fyrir áramót um hvernig staðið verði að þessari nýju útgerð. „Það verður reynt að afla fjár til þessa fyrirtækis á meðal borg- ara þessa bæjar," sagði Jón Sig- urðarson formaður atvinnumála- nefndar er Dagur ræddi við hann eftir fundinn í bæjarstjórn. „Einnig verður leitað til stærri fyrirtækja í bænum og ég gæti al- veg hugsað mér að bæjarsjóður yrði aðili að þessu eins og staðan er í dag, þótt yfirleitt sé ég ekki hlynntur slíku." I dag er unnið að lengingu ann- ars bátsins og síðan verða sett í hann frystitæki til frystingar aflans. Einnig verður báturinn útbúinn 'til rækjuveiða og hinn báturinn mun síðan fá sömu „meðferð". „Petta mun kosta mikla fjár- muni og það kemur til okkar kasta að afla þeirra fjármuna og sýna samstöðu í þessu máli." sagði Gunnar Ragnars bæjarfull- trúi á bæjarstjórnarfundinum í gær. „Hér þarf fjölmennt átak, en þetta er spennandi verkefni og það sýnir sig að þessi útgerð ber sig," sagði Jón Sigurðarson er við ræddum við hann í gærkvöld. gk-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.