Dagur - 05.12.1984, Síða 2

Dagur - 05.12.1984, Síða 2
2 - DAGUR - 5. desember 1984 Helga Sigurðardóttir: Já, já; ég veit ekki alveg hvaö mig langar í í jólagjöf, ég hef ekkert hugsað út í það. Örvar Erlendsson: Já, það eru jólagjafirnar og fleira. Birgir Friðriksson: Já, já, að fá frí úr skólanum, góðan mat og gjafir. Hlakkarðu til jól- anna? Eyvindur Pálsson: Já, já, að fá jólagjafirnar. Kjartan Pálmason: Auðvitað, þá losnar maður úr skólanum. „Þetta er bráðnauðsyn- legur félagsskapur“ - Rætt við Jakob Haraldsson og Sigmund Ófeigsson, stjórnarmenn í SKOTEY Nýlega var stofnað á Akureyri Skotveiðifélag Eyjafjarðar. Áður hafði verið reynt að stofna deild úr Skotveiðifélagi Islands en Iítil hrifning mun hafa verið með það méðál félagsmanna að sjá á eftir félagsgjöldunum suður yfir heiðar. Stofnfélagar á fundinum voru 25 talsins en nú eru um 50 manns félagar í Skotveiðifélagi Eyja- fjarðar. I lögum sem samþykkt voru á stofnfundinum segir m.a. um tilgang félagsins: Markmið félagsins er að vinna skotveiðum verðugan sess meðal útilífsíþrótta með, góðri meðferð skot- vopna, góðri siðfræði veiðimanna, góðri umgengni við land og lífríki og góðum samskiptum við landeigendur. Þessu markmiði hyggst félagið ná meðal annars með því að setja félögum sínum ákveðnar hæfniskröfur, skapa aðstöðu til skotæfinga, stuðla að fræðslu um skotveiðar og skotvopn og eiga samvinnu við önnur félög af svipuðum toga um samningu laga og reglugerða um skot- vopn og skotveiðar. fræðslufundi og eins má nefna að við höfum komið upp hleðslu- tæki, þannig að félagsmenn geta nú sjálfir hlaðið skot sín á örugg- an og þægilegan hátt. - Er mikill sparnaður þessu samfara? - Það er talsverður sparnaður. Líklega munar um helming á verði á sumum skottegundum a.m.k. - Hvað með samskipti við landeigendur? - Það er í lögum félagsins að stefnt skuli að góðum sam- skiptum við landeigendur og fyrsta skrefið í þá átt verður stig- ið nú í vetur. Þá munum við ræða við bændur um skotveiði, sér- staklega með tilliti til gæsaveiða og auk þess má nefna að við höfum átt mjög gott samstarf við lögregluna. - Er félagsskapur sem þessi bráðnauðsynlegur að ykkar mati? - Það er hann tvímælalaust. Bara hér við Eyjafjörð í Eyja- fjarðarsýslu hafa verið gefin út 1200 byssuleyfi og í Þingeyjar- sýslunum skipta þau sennilega þúsundum. Það segir sig sjálft að það getur ýmislegt farið úr bönd- unum þegar svo margir skotveiði- menn eru á ekki stærra svæði og við vonumst til að geta bætt þar úr. Fyrstu stjórn Skotveiðifélags Eyjafjarðar skipa Jakob Haralds- son, formaður, Sigmundur Ófeigsson, Kári Agnarsson, Sig- urður Pálsson og Atli Rúnar Stef- ánsson. Blaðamaður Dags ræddi við þá Jakob og Sigmund og spurði þá fyrst hvert væri fyrsta verkefni félagsins. - Það er auðvitað að koma starfseminni almennilega í gang og fá svæði til skotæfinga. Við erum búnir að fá vilyrði bæjaryf- irvalda fyrir svæði en enn sem komið er liggur ekki fyrir hvar það verður. Það er einnig stefnt að því að fá leirdúfukastara, þ.e. tæki sem kastar upp þar til gerð- um leirskífum sem síðan er skot- ið á. Þetta tæki kostar ekki mjög mikið, en samt það mikið að það vex nýstofnuðu félagi í augum. Við höfum stillt félagsgjöldunum í hóf. Árgjaldið er aðeins 300 krónur, þannig að við verðum að finna aðrar fjáröflunarleiðir. Villibráðarkvöldið á Hótel KEA var það fyrsta í röðinni en von- andi verður áframhald þar á. - Hvað með aðstöðu fyrir fé- lagsmenn? - Við höfum verið með opið hús á hverju fimmtudagskvöldi í Hlíðargötu 11. Þar hafa menn sagt veiðisögur, við höfum verið með kvikmyndasýningar og Sigmundur Öfeigsson og Jakob Haraldsson, stjórnarmenn í Skotveiðifélagi Eyjafjarðar. - Hvað með ólöglegar veiðar. Er mikið um þær? - Það eru alltaf brögð að því að menn skjóti í óleyfi og jafnvel hinar og þessar friðaðar fuglateg- undir. Við stefnum að því að verða hagsmunafélag skotveiði- manna og félagsskírteini frá okk- ur á að vera gæðastimpill á við- komandi skotveiðimanni. Við munum einnig berjast gegn hvers konar ólöglegri veiði og er þar kannski fyrst til að nefna allri vorveiði á gæsum. Þeir félags- menn sem verða uppvísir að ólöglegri veiði verða einnig um- svifalaust kærðir og reknir úr fé- laginu, sögðu þeir Jakob og Sig- mundur. Þess má geta að félagsmenn í Skotveiðifélagi Eyjafjarðar fá 5% afslátt á skotum og skotfær- um í verslunum á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast fé- laginu geta haft samband við stjórnarmenn í sfma 22080 á daginn. - ESE Mynd: ESE V-íslensk kona leitar að pennavinkonu Fimmtug kona, af íslensku bergi brotin, Guðrún Rogerson í Kan- ada, ritaði nýlega bréf til Ullar- verksmiðjunnar Gefjunar á Ak- ureyri, þar sem hún biður um að- stoð við að finna pennavini. Seg- ist Guðrún í bréfinu hafa fengið heimilisfangið á platta sem ein- hverjir gáfu henni. Bréf Guðrúnar hefur nú borist Degi og hér á eftir fer útdráttur úr því; Eg skrifa frá Kanada og er að leita að einhverjum sem gæti skrifast á við mig næsta hálfa annað árið eða svo. Ég ætlaði að heimsækja ísland á árinu 1985 en nú lítur út fyrir að ég verði að fresta því aðeins. Afi minn og amma komu frá íslandi til Kanada um síðustu aldamót. Faðir minn og móðir sem nú eru 77 og 81 árs gömul eru bæði fædd hér. Ég lærði að lesa íslensku hjá henni ömmu minni en síðan þá hef ég aðeins getað lesið nokkrar línur í litla íslenska Nýja testamentinu og nýverið komst ég yfir kennslubókina „Námskeið í íslensku“ eftir Dr. Stefán Einarsson. Það er því fyrst nú sem ég er farin að rifja ís- lenskuna upp og með hjálp kass- etta hefur mér tekist að ná sæmi- legum tökum á málinu. Síðan gefur Guðrún upplýsing- ar um sjálfa sig. Hún segist vera móðir tveggja drengja sem hún ól sjálf upp þar sem hún og eigin- maður hennar skildu fyrir mörg- um árum. Hún hefur unnið á sjúkrahúsi bæjarins í 20 ár og tekur það fram að hún vilji gjarn- an skrifast á við konu sem hún æti síðan hitt er hún kemur til slands. Guðrún spyr jafnframt hvort einhverjir á Ákureyri séu endurfæddir og tilheyri „baptista- söfnuði“ (Holy Ghost Baptism). Sjálf segist Guðrún tilheyra þess- um söfnuði í Kanada og getur þess í bréfinu að prestur safnað- arins hyggi á íslandsferð í mars á næsta ári. Heimilisfang Guðrúnar Roger- son er: Mrs. Guðrún Rogerson 201 Second Avenue South Yorkton, Saskatchewan Canada S3N 1J1. Feilnótan stillt Fyrir um viku var hér í blaðinu fjallað um spurningaþáttinn Veistu svarið. Stór orð voru höfð um þann þátt og stjórnendur hans. Vissulega mátti gagnrýna þar ýmsa þætti en spurningin er hvort ekki hafi mátt bíða þess næsta áður en stóru orðin féllu. Menn eru oft fljótir til að lasta en seinni þegar eitthvað skal lofa. Því vil ég ekki láta hjá líða að þakka þáttinn sem barst okkur á laugardagskvöldið. Hann var með miklum ágætum og sýndi að aðstandendur hans eru hæfileika- fólk sem tókst að halda spennu í þættinum um leið og hann var þægilegt spjall út frá efni spurn- inganna. Hafi einhverjum fundist tónn- inn falskur í fyrsta þættinum þá hefur sú feilnóta verið stillt og það með ágætum. Hafið þökk fyrir spurninga- þáttinn og haldið áfram á sömu braut. Árni Magnússon.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.