Dagur - 05.12.1984, Síða 3

Dagur - 05.12.1984, Síða 3
5. desember 1984 - DAGUR - 3 Eftirspum eftir lóðum í Innbænum - Deiliskipulagið auglýst eftir áramótin Félag harmonikuunn- enda við Eyjafjörð Sunnudagskaffi félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð veðrur haldið í Lóni við Hrísalund 9. des- ember kl. 2 e.h. Fjölbreytt dagskrá. Mætum öll hress og kát. Kaffinefnd. „Skipulagsnefnd hefur tekið afstöðu tit þeirra tiliagna sem Hjörleifur Stefánsson gerði um deiliskipulag Innbæjarins og nú er unnið að endanlegum teikningum, sem verða sýndar bæjarbúum, jafnframt því sem þeim verður gefinn kostur á að gera athugasemdir,“ sagði Finnur Birgisson, skipulags- stjóri á Akureyri, í samtali við Dag. Það sem helst hefur verið horft til í sambandi við nýja deiliskipu- lagið af Innbænum, er hvort leyfðar verða nýbyggingar í þess- um elsta hluta bæjarins. Að sögn Finns var samþykkt í skipulags- nefnd, að leyfa íbúðarhúsabygg- ingar á þrem stöðum; 7-8 hús innst við Aðalstræti, 10-15 hús á núverandi svæði Skautafélagsins og þar fyrir sunnan, 4—5 hús í Búðagili og einnig er reiknað með íbúðarhúsabyggð sunnan og austan við Fjórðungssjúkrahúsið. Hins vegar hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til þess með hvaða hætti það verður; hvernig húsin verða eða hvort sjúkrahús- Glerárprestakall: Jólakortasala Sóknarnefnd Glerárkirkju hef- ur hafíð sölu á jólakortum, og prýðir kortin mynd af hinni nýju kirkju safnaðarins sem nú rís í Glerárhverfí. Hér er um fjáröflunarleið fyrir söfnuðinn að ræða og verður öllum hagnaði af sölu kortanna varið til byggingar hinnar nýju kirkju. Kortin eru seld í verslun- um KEA í Sunnuhlíð og Höfða- hlíð. „Snjobolti i saklausan“ í viðtali við Ómar Ragnarsson í Degi í sl. viku var rætt um efri hæðina á skemmtistaðnum Sjallanum og fyrirkomulag þar. Þar var m.a. haft eftir Ómari: „...Þetta virðist vefjast fyrir mönnum og sá kerfiskarl sem kom í veg fyrir að það sæist á sviðið af efri hæðinni í Sjallanum hann vissi ekkert hvað hann var að gera. Það eru víðar kerfiskarl- ar en í Reykjavík og þetta var einhver „skipulagsfræðingur"... “ „Ég kastaði þarna stórum snjóbolta og hann hafnaði því miður í andlitinu á röngum manni,“ sagði Ómar er hann hafði samband við okkur og harmaði að hann hefði þarna borið sök á rangan aðila en skilja mátti að þarna hefði skipulags- fræðingur bæjarins átt hlut að máli. „Þær hugmyndir að byggja palla á efri hæð Sjallans og hækka þannig þakið hafa einfald- lega aldrei komið fram og þar af leiðandi hafa þær aldrei verið stöðvaðar af neinum," sagði Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akureyrar er við bárum þetta mál undir hann. Ekki sú fyrsta utan Reykjavíkur „Ég sem einn af eigendum JLJmferðarmiðstöðvarinnar hf. á Akureyri, sem stofnuð var 14. júní 1969, vil gjarnan koma á framfæri þeirri leiðréttingu að sú umferðarmiðstöð sem nýlega hefur verið sett á lagg- irnar hér og nefnist Öndvegi er ekki fyrsta umferðarmiðstöð sem starfrækt er utan Reykja- víkur,“ sagði Kristján Grant, hópferðaleyfíshafí á Akureyri í viðtali við Dag. „Umferðarmiðstöðin hf. starf- aði til ársins 1972, en síðasti stjórnarfundur í félaginu var haldinn 1979. f þessari miðstöð voru sérleyfishafar sem keyrðu til Siglufjarðar, Dalvíkur og Húsa- víkur. Félagið lagði niður starf- semi þar sem rekstrargrundvöllur var ekki fyrir hendi. I þessu nýja félagi eru sérleyfishafar og hóp- ferðaleyfishafar með svipuðu sniði og í gamla félaginu. Von- andi gengur þetta betur nú en þá,“ sagði Kristján Grant að lokum. - HS ið verður hugsanlega aðili að þeim byggingum sem starfs- mannabústöðum. Auk íbúðarhúsalóðanna er reiknað með lóðum fyrir bygg- ingar undir léttan iðnað á svæð- inu milli Hafnarstrætis og Drottningarbrautar, sunnan Tul- iníusarhúss, og þar er einnig reiknað með gistihúsi. í skipulag- inu er gert ráð fyrir vegi ofan af brekkunni syðst í Aðalstræti, sem fer yfir tjörnina og tengist Drottningarbraut. Sunnan við hann á að vera framtíðarsvæði Skautafélags Akureyrar. „Það er örugglega talsverður áhugi á þessum lóðum,“ sagði Finnur, en hann gat ekki sagt um hvenær þær yrðu byggingarhæf- ar. Uppdrátturinn af skipulaginu verður væntanlega auglýstur og sýndur í janúar. Hann á að sýnast í 6 vikur, samkvæmt lögum, og síðan hafa bæjarbúar 2 vikur til að gera athugasemdir. Eftir það þarf skipulagsnefnd og bæjar- stjórn að taka skipulagið fyrir að nýju, með athugasemdunum og móta afstöðu til þeirra, og síðan fer uppdrátturinn til Skipulags- stjórnar ríkisins með ósk um staðfestingu. - GS Bændur - Norðlendingar Graskögglar er gæðafódur. Fyrsta uppskera af nýbrotnu landi tilbúin til afgreiðslu. Reynið viðskiptin. VALLHÓLMUR HF. FÓÐURVERKSMIÐJA, SKAGAFIRÐI. SÍMI 95-6133 og 95-6233. KAUPUM HREINAR LÉREFTS- TUSKUR pob) PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.