Dagur - 05.12.1984, Page 4

Dagur - 05.12.1984, Page 4
4 - DAGUR - 5. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Almenn iönþróun í miðstjórnarályktun Framsóknarflokksins um nýsköpun atvinnulífs og sókn til betri lífs- kjara er meðal annars fjallað um almenna iðn- þróun. Þróun almenns iðnaðar hefur verið hæg og nokkuð tilviljanakennd. Eigi léttur iðnaður að verða veigamikil undirstaða íslenskrar at- vinnuþróunar á komandi árum er nauðsyn- legt að iðnþróunin verði mun örari og nái til allra landshluta. Aðstaða íslendinga til al- mennrar iðnþróunar er mun erfiðari en var til þróunar fiskveiða og fiskvinnslu á liðnum árum. Þar var byggt á mjög gjöfulum eigin auðlindum og þekkingu til jafns við, eða jafn- vel umfram flesta keppinauta. Á flestum sviðum iðnaðar er á brattann að sækja. Alþjóðleg samkeppni er mikil og vax- andi, þekkingu skortir á mörgum sviðum, m.a. vegna of lítillar rannsóknastarfsemi. Ör þróun nýs iðnaðar krefst nýrra vinnubragða og hugarfars. Vart er við því að búast að létt- ur iðnaður geti á allra næstu árum vaxið svo mikið, að hann leysi vandamál íslensks at- vinnulífs einn síns liðs. Auk þess benda líkur til þess að samdráttur verði í nokkrum grund- vallargreinum iðnaðar, svo sem í byggingar- iðnaði og skipasmíðum. Sá iðnaður sem fyrir er í landi getur ekki tekið við fyrirsjáanlegri mannaflaaukningu. í mörgum greinum iðnaðar verður þvert á móti að fara fram endurskipulagning, sem í fyrstu dregur úr vinnuaflsþörf. Víða í þjónustuiðnaði er framleiðni allt of lítil og í sumum greinum framleiðsluiðnaðar er samstarf eða samruni fyrirtækja nauðsynlegur til þess að betri ár- angur náist. Hönnunarþátt fjölmargra iðnfyr- irtækja verður að stórefla og sums staðar að byggja upp frá grunni. Einnig verður að gera átak í markaðsstarfsemi, sem í mörgum til- fellum er lítið sinnt. Nauðsynlegt er að auka verulega starfsemi Iðntæknistofnunar ís- lands. Hlutverk stjórnvalda er að stuðla að iðn- þróun í landinu, þannig að frumkvæði ein- staklinga og fyrirtækja nýtist sem best. Iðn- þróun ofan frá, sem kalla mætti skrifborðsiðn- þróun, kemur að takmörkuðu gagni. Leggja ber áherslu á að samkeppnisaðstaða inn- lends iðnaðar gagnvart innflutningi sé eðli- leg. Iðnaðinum verði þannig ekki íþyngt með aðflutningsgjöldum á aðföngum, sköttum sem samkeppnisiðnaður í öðrum löndum greiðir ekki verði aflétt, t.d. aðstöðugjaldi og launaskatti, orkukostnaður verði sambæri- legur og í samkeppnislöndunum. Þá er mikil- vægt að gengisskráning íþyngi ekki iðnaðin- um. Orva þarf útflutning innlendra iðnaðar- vara og í því sambandi þarf hið opinbera að aðstoða við markaðsleit, markaðssetningu og tilraunasölu. Hlutverk stjórnvalda á einnig að vera að vinna að því að íslensk iðnfyrirtæki auki sölustarfsemi og að vernda íslenskan iðnað gagnvart ríkisstyrktum iðnaði í öðrum löndum. Byggðastefna VI Fiskiskipastóllinn er of stór að al- mannadómi. Kostnaður þjóðar- innar við veiðar er of mikill. Hvernig atvikaðist það að fiski- skipastóllinn varð of stór og hvað tefur það að hann sé takmarkað- ur? Hér hafa rekist á almennir hagsmunir þjóðarinnar og brýnir hagsmunir hvers einstaks útgerð- arstaðar sem er stefnt í voða, ef útgerðin dregur saman seglin. Kostnaðurinn af of stórum fiski- skipastóli dreifist á allt þjóðfélag- ið með gengisskráningu og öðrum aðgerðum í þágu sjávarút- vegsins. Það stoðar lítið að benda á að fjárfesting sé of mikil, það þarf að koma á því skipulagi og regl- um við ákvarðanatöku að fjár- festing verði hæfileg á hvaða sviði sem er. Hér í Reykjavík hafa menn hamrað á nauðsyn þess að stilla fjárfestingu í sjávarútvegi í hóf. Reykvíkingar ættu að vera þjóðinni til fyrirmyndar í fjárfest- ingu og móta reglur sem tryggðu heildarhagsmuni. Ég vil því taka dæmi héðan úr Reykjavík um þann vanda sem við er að etja. Verslunarhúsnæði í Reykjavík er nú þegar langt úr hófi að mati sérfróðra manna. Hefur það ver- ið rökstutt af starfsfólki Borgar- skipulags með samanburði við aðrar borgir. Samt er stöðugt verið að bæta við það og nýjar byggingar enn í undirbúningi. Samtök kaupmanna hafa bent á að bygging stórra verslunarmið- stöðva rýri nýtingu hverfisversl- ana. Hinar stóru versiunarmið- stöðvar henta þeim sem eiga auð- velt með aðdrætti á eigin bíl. Verslanirnar í hverfunum eru í þágu þeirra sem ekki komast langt og með þeim helst mannh'f í íbúðarhverfum á daginn. Þó að verslunarmiðstöðvarnar bjóði lægra verð en aðrar verslanir, er ekki þar með víst að þær séu hag- kvæmar heildinni. Til þeirra er yfirleitt langt að sækja og þær draga úr nýtingu verslana í hverf- unum, sem bregðast við því með minna vöruvali. Það beinir enn fleira fólki til viðskipta í stór- verslununum og dregur enn frek- ar úr nýtingu hverfisverslana og svo koll af kolli. Slíkar röksemdir um hagræði og hagkvæmni ráða ekki ferð- inni. Kaupmenn ráða ekki lengur í borgarstjórn, þegar nýting lands undir verslanir er skipulögð. Al- Björn S. Stefánsson. menningur sem skynjar gildi hverfisverslananna fyrir þá sem lítið komast og fyrir hversdagslíf- ið í hverfunum, hefur ekki áhrif, heldur ræður stríðið milli versl- unarjötnanna ferðinni. Kaupfé- lagsfólkið, sem hefur dregið sig út úr rekstri almennra hverf- isverslana, spennti bogann og kom upp Miklagarði til sam- keppni við stórverslanir í einka- eign og naut til þess fyrirgreiðslu borgarstjórnar um lóð. Svo tók ný borgarstjórn við og hjálpaði Hagkaupum að spenna bogann gegn Miklagarði með því að út- hluta þeim lóð gegn vilja samtaka kaupmanna og ráðum Borgar- skipulags vegna hagsmuna alls al- mennings. Málið liggur þannig fyrir, rétt eins og í sjávarútvegi, að almenn- ir hagsmunir eru dreifðir og þeir sem vilja gæta þeirra hafa ekki afl á móti þeim sem eiga sterkra sér- hagsmuna að gæta. í næstu grein verður fjallað um hvernig breyta megi lýðræðis- skipulaginu til að ná betra jafn- vægi milli almennra hagsmuna og sérhagsmuna. Björn S. Stefánsson. Tvö námskeið um málefni fatlaðra í nóvember síðastliðnum voru haldin tvö námskeið um mál- efni fatlaðra. Fyrra námskeiðið var fyrir „að- standendur fatlaðra barna“. Var það haldið í Ölfusborgum við Hveragerði, helgina 2.-A. nóv- ember. Fluttir voru fyrirlestrar um ýmiss konar fatlanir, sagt var frá hjálpartækjum, tryggingamál og önnur réttindamál fatlaðra rædd, og talað var um atvinnu- mál fatlaðra. Fjallað var um „fjölskylduna og fatlaða barnið" frá félagslegu og sálfræðilegu sjónarhorni og unnið í hópvinnu. Námskeiðið sóttu 22 fullorðnir og 20 börn þeirra á ýmsum aldri, jafnt fötluð sem ófötluð. Meðan foreldrar voru við störf, voru börnin í umsjá hjálparfólks. Fé- lagar úr Sjálfsbjörg, félagi fatl- aðra í Árnessýslu, og Kvenfélagi Hveragerðis önnuðust þau af stakri prýði. Á kvöldin var sung- ið og rabbað saman. Námskeiðið var haldið í sam- vinnu Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Þar sem í Ijós kom mikil þörf á slík- um námskeiðum, hafa samtökin fullan hug á að halda þeim áfram. Er miðað við, að námskeið verði framvegis haldin víðar um landið. Seinna námskeiðið var haldið á vegum Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra og bar heitið „fatlaðir og kynlíf". Fór það fram dagana 8.-11. nóvember í Ölfus- borgum. Þátttakendur voru 23 talsins og var helmingur þeirra fatlaður, en helmingur starfsfólk af stofnunum, þar sem fatlaðir dvelja. Elísabet Jónsdóttir stjórnaði námskeiðinu, en Ragnar Gunn- arsson, sálfræðingur, og Niels Anton Rasmussen, læknir, sáu um leiðbeiningar og fræðslu. Ragnar og Niels búa í Danmörku og styrkti Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík námskeiðið með því að greiða fargjald þeirra. Auk kynlífs og fötlunar var fjallað um viðhorf til fatlaðs fólks og ýmsa fordóma og ranghug- myndir í garð þeirra. Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum og hópvinnu, þar sem sérstaklega var leitast við að nýta reynslu þátttakenda sjálfra af þeim málum, sem rædd voru. Stefnt er að því að námskeið um þessi efni verði haldin árlega á vegum Sjálfsbjargar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.