Dagur - 05.12.1984, Page 7

Dagur - 05.12.1984, Page 7
5. desember 1984 - DAGUR - 7 Myndir: Jón Klemensson. held að við komum því til með að einbeita okkur að framleiðslunni á ferskum sveppum.“ - Ert þú bjartsýnn á framhald- ið? „Já ég er það. Það er geysileg vinna við þetta, maður þarf að vera vakandi og sofandi yfir þessu ef vel á að vera, og það er aldrei frí neinn dag. Það má aldrei neitt fara úrskeiðis í þess- ari framleiðslu. Mistök geta hæg- lega kostað það að heil sáning fari til spillis." - Þetta er fjölskyldufyrirtæki? „Já, dóttir mín Hanna Lára er í þessu með mér og gengur í öll störf, og konan mín Kristjana Sigurjónsdóttir er með okkur í tínslunni. Svo þarf að ganga frá sveppunum í poka og koma þeim á markað þannig að handtökin eru mörg. Það er nokkuð misjafnt hvern- ig sveppir líta út þegar þeir eru komnir upp í hillu í verslun. Þeir eru ákaflega fallegir fyrstu dag- ana eftir að þeir eru tíndir. Síðan fara þeir að missa lit og verða blettóttir og það eru margir sem eru hræddir við að kaupa sveppi sem líta þannig út, halda að þeir séu orðnir ónýtir. En það er langt frá því. Sveppirnir versna ekki fyrr en þeir eru orðnir alveg svartir, þá má líka henda þeim. Ég hef boðið mínum kaupendum að taka 'sveppina til baka þegar þeir fara að láta á sjá og setja nýja í staðinn þannig að það er hægt að bjóða upp á góða vöru frá mér og afföll verða engin í verslununum." gk-. Ingvar Gíslason alþingismaður: Stefna ber að fjölbreyttu atvinnulífi og efla einka- framtak þar sem það á við - Álbræðsla er ekki raunhæf í náinni framtíð Dagur birti nýlega fróðlegt viðtal við Finnboga Jónsson verkfræð- ing, framkvæmdastjóra Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar. í viðtali þessu komu m.a. fram eftirfar- andi atriði, sem vert er að veita athygli: Álbræðsla stendur ekki undir kostnaði 1. Finnbogi segir að því verði ekki svarað með jái eða neii, „enn sem komið er“, hvort ál- verksmiðja við Eyjafjörð sé „raunhæfur kostur" í atvinnu- málum svæðisins. 2. Finnbogi bendir á, að áliðnað- ur í heiminum sé í lægð og hafi verið undanfarin ár. Orð- rétt segir hann: „Markaðsverð á áli er nú fjórðungi lægra en það þyrfti að vera til þess að standa undir kostnaði við nýja álverksmiðju og tilheyrandi virkjun.“ 3. Finnbogi upplýsir, að lágt verð á áli um þessar mundir stafi af „umframframleidslu- getu álfyrirtækja“. Auk þess segir hann að „endurvinnsla" á áli fari sívaxandi og heldur síðan áfram orðrétt: „Af þess- um sökum (þ.e. umfram- framleiðslugetu og endur- vinnslu) er mjög takmarkaður áhugi hjá fyrirtækjum í áliðn- aði á nýjum fjárfestingum á allra næstu árum.“ (Letur- breytingar eru mínar. I.G.) Reyndar getur Finnbogi þess, að „um eða upp úr 1990“ geti skapast grundvöllur fyrir nýj- um verksmiðjum. 4. Af öllu þessu dregur Finnbogi eftirfarandi ályktun: „Er að sjálfsögðu ljóst, að álverk- smiðja er ekki raunhæfur kostur til lausnar á atvinnu- vanda Eyfirðinga á allra næstu árum. Par verða aðrar lausnir að koma til. “ (Leturbreyting- ar eru mínar. I.G.) 5. Finnbogi Jónsson, sem er framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, minnir á, að það sé stefna félagsins að kanna beri til hlítar allar leiðir til að efla atvinnulífið í byggð- um Eyjafjarðar, þar með byggingu og rekstur álverk- smiðju. Hann segir sem tals- maður Iðnþróunarfélagsins, að það væru „mistök“ að hafna hugmyndum um álverk- smiðju við Eyjafjörð sem hugsanlegri leið í framtíðar- þróun atvinnulífs á svæðinu, áður en niðurstöður athugana liggja fyrir og þar með hvort þessi möguleiki er raunhæfur eða ekki. M.ö.o.: Finnbogi fullyrðir ekki (eins og fyrir- sögn Dags gefur í skyn) að ál- bræðsluhugmyndin sé nú þeg- ar raunhæfur möguleiki í at- vinnumálum á Eyjafjarðar- svæðinu, en hann vill heldur ekki hafna því fyrirfram að hún geti orðið það síðarmeir. Ég held að það væri gagn- legt að þeir, sem þegar eru farnir að sjá álbræðslu á Dys- nesi rísa í hugarheimi sínum, Ingvar Gíslason. hugleiddu nánar viðtalið við Finnboga Jónsson og áttuðu sig á, hvað í því felst. Með orðum sínum er hann - eins og ég skil þau - að biðja menn að trúa ekki á það sem gefinn hlut, að álbræðslan sé á næsta leiti. Ég skil Finnboga þannig, að hann álíti að vísu að rekstur álbræðslu sé hugs- anlegur möguleiki eftir svo og svo mörg ár. En þessi lausn í atvinnumálum er óviss og óár- sett. Því verða „aðrar lausnir" í atvinnuþróun að koma til. Trúaratriði en ekki raunhæfur möguleiki Álbræðsla við Eyjafjörð hefur verið gerð að trúaratriði. Þessari trú er sífellt haldið við með ein- hæfum áróðri á hæpnum forsend- um. Sú trú að sæluríki álbræðsl- unnar sé í nánd (sem það ekki er) er til skaða fyrir atvinnuþróun Eyjafjarðarsvæðisins vegna þess að um leið og menn horfa á þetta eitt loka þeir augunum fyrir öðrum lausnum, sinna ekki þeim verkefnum í atvinnuþróun og uppbyggingu bæjar og héraðs, sem bæði eru nærtækari og kostn- aðarminni og veita fleira fólki at- vinnu við fjölbreytt störf en ál- bræðsla myndi gera. Það er ekki einasta að álbræðsla sé fjarlægur kostur og eigi langt í land, heldur er og ljóst, að hún leysir ekki þann vanda að sjá uppvaxandi kynslóðum fyrir atvinnu nema að litlu leyti. Einhæfnin í álbræðslu- áróðrinum er til stórskaða og kemur niður á einkaframtaki heima fyrir um fjölbreytta iðn- þróun og aðra uppbyggingu at- vinnulífsins. Orkar lamandi á framtak manna Áldraumarnir orka lamandi á framtak og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga. Álbræðsluhug- myndina eiga Eyfirðingar (og Akureyringar) undir öðrum en sjálfum sér og sínu framtaki. Ey- firðingar hafa þetta mál ekki í hendi sér. í þessu efni eiga þeir ekki einasta undir högg að sækja hjá Reykjavíkurvaldinu, heldur alþjóðlegu auðvaldi og öðrum framandi öflum. Hollara væri að stuðla að framtaki dugmikilla einstaklinga í atvinnulífinu, ekki einhverra stórkarla, heldur manna sem vilja neyta krafta sinna og kunnáttu við rekstur hæfilega stórra fyrirtækja eða efla félög og samtök til að stofna ný iðnfyrirtæki eða þjónustu- stofnanir, sem svara kröfum framtíðarinnar um fjölbreytt at- vinnulíf og fleiri störf í vaxandi samfélagi. Þar kemur fleira til og reyndar flest annað en álbræðsla á vegum útlendra auðfélaga. Því mikla fjármagni, milljörðum króna, sem þarf til að reisa álver og orkuver yrði betur varið til annarrar atvinnuuppbyggingar á Akureyri og í Eyjafirði. Nú ríður á að virkja framtak og hugvit ein- staklinga í bæ og byggð og skapa samstöðu og samtök, þegar þess er þörf, um að hrinda af stað nýj- um atvinnufyrirtækjum í hæfilega stórum einingum, fjölskyldufyr- irtækjum og fyrirtækjum, sem að mestu eru í eigu starfsmanna. Stóriðjusamfélagið er ekki eftir- sóknarvert. Framtak sem virða ber Synir Gísla Eiríkssonar, hins kunna þúsundþjalasmiðs, hafa sýnt að hugvit og framtak er til meðal ungra, eyfirskra athafna- manna og að ekki er þörf að láta allt hjakka í sama farinu. En dæmi þeirra sýnir - og er ekki eindæmi - að hugvitssamir dugn- aðarmenn eru ekki einasta heftir af landlægri skriffinnsku og ófull- nægjandi fyrirgreiðslu við ný- sköpun atvinnulífsins hér á landi, ekki síst úti um landsbyggðina, heldur af heimaalinni vantrú á ferskar hugmyndir, ef þær koma ekki rétta boðleið eða lúta ekki viðurkenndri forsjá og falla ekki í fyrirfram ákveðna farvegi. Sérstök ástæða er til að óska þeim Davíð Gíslasyni og Nils til hamingju með þann áfanga, sem þeir hafa náð í uppbyggingu fyrirtækis síns. Einnig ber að flytja heillaóskir hinum nýja framkvæmdastjóra, Kristjáni Jó- hannessyni verkfræðingi, sem ekki mun láta sitt eftir liggja að efla þessa merku starfsemi. Mikl- ar vonir eru bundnar við framtak þessara ungu manna, ekki síst sú von að hugvitssemi þeirra og dugnaður verði öðrum ungum mönnum hvatning til skapandi starfa á sviði atvinnuþróunar á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar kemur reyndar ótal margt til greina: Frumframleiðsla til lands og sjávar, eins og verið hefur, nýjar búgreinar, hvers kyns iðnaður og úrvinnsla, ferðaútvegur og önnur þjónusta sem hlýtur að vaxa í samræmi við þróun nútíma þjóð- félagsgerðar, nýmæli og vöxtur skólastarfsemi, þ.á m. háskóla- kennsla á Akureyri og aukin vís- inda- og rannsóknastarfsemi. í þessu skyni verður að virkja op- inbert og félagslegt framtak, og þá ekki síður einstaklingsfram- takið, hugvit manna og athafna- semi, sem nauðsynlegt er að fái að njóta sín með eðlilegum hætti, þar sem það á við. Ótal möguleikar bíða ungra framtaksmanna á Akureyri og í öðrum eyfirskum byggðum. Ingvar Gíslason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.