Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 05.12.1984, Blaðsíða 9
5. desember 1984 - DAGUR - 9 „Marka- vél" til KA Tryggvi Gunnarsson knatt- spyrnumaður úr IR hefur ákveðið að leika með KA næsta keppnistímabil. Ekki fékk Dagur þetta þó endanlega staðfest, en heimildir blaðsins má teija öruggar engu að síður. Tryggvi er geysilegur marka- skorari sem sést best á eftirfarandi tölum: Hann lék í 4. deild með ÍR sl. keppnistímabil og skoraði þá hvorki fleiri eða færri en 46 mörk. Þá lék hann einnig með 2. flokki félagsins og skoraði með því liði 20 mörk. Afrakstur Tryggva við mark andstæðing- anna sl. sumar var því 64 mörk og var hann langmarkahæsti leik- maðurinn hér á landi. Ami og Friðjón voru felldir! Arni Þorgrímsson varaformað- ur KSÍ, Friðjón Jónsson gjald- keri og Helgi Daníelsson Fjölgað í 1. deild kvenna Á ársþingi KSÍ um helgina var ákveðið að breyta fyrirkomulagi keppninnar í 1. deild kvenna. Horfið var frá svæðisskiptingunni sem viðhöfð var í fyrra, og ákveðið að næsta sumar verði leikið í einum riðli í 1. deildinni. Deildin verður skipuð 8 liðum; Akraness, Breiðabliks, ísafjarð- ar, Keflavíkur, Þórs, KA, Vals og annað hvort KR eða Súlunn- ar. Tvö lið falla í 2. deild og tvö efstu liðin þar koma upp. (íuojón Mugnússon, i'm. í kröppuni dunsi ac£n l'ylki inn sioiistu helgi. Bæði Akureyrar- liOin furu suður um hclgina, og ha'ði leiku þuu gegn Áriuunni 6e Gróttu, Huginn féll ekki Stjórn Knattspyrnusambands íslands ákvað um helgina að úrskurður dómstóls KSÍ varð- andi leik Vals Reyðarfirði og Hugins Seyðisfirði skyldi vera „ómerkur". Forsaga þessa máls er að Valur kærði Hugin fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann í leik liðanna í sumar. Var dæmt í málinu í hér- aði og þar kveðið upp með að úr- slit leiksins skyldu standa, en Huginn vann sigur í leiknum. Valsmenn áfrýjuðu og loks nú fyrir skömmu er dómstóll KSI dæmdi í málinu var dæmt Val í vil sem þýddi að Huginn var fall- inn í 4. deild. Á ársþingi KSÍ um helgina rakti Ólafur Már Sigurðsson frá Seyðisfirði gang þessa máls. Kom berlega í ljós í máli hans að sökin varðandi félagaskiptin lá hjá KSÍ og var því ákveðið að fjölgað yrði um eitt lið í Norður- og Austurlandsriðli 3. deildar. Verða því 8 lið í deildinni næsta sumar í stað 7 áður, en tvö lið munu falla næsta haust í 4. deild. stjórnarformaður, voru ekki á þeim lista sem uppstillingar- nefnd á ársþingi KSÍ lagði fram er að stjórnarkjöri kom þar á sunnudaginn. Áður en gengið var til atkvæða lýsti Helgi Daníelsson því yfir að hann væri ekki í kjöri, gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Þeir Friðjón og Árni gáfu hins vegar kost á sér en féllu báðir. Þeir sem voru kjörnir í stað þessara þriggja voru Þór Ragnar Símonarson, Sveinn Sveinsson og Sigurður Hannesson. Ellert B. Schram var kjörinn formaður og fyrir voru í stjórn Gylfi Þórðar- son, Gunnar Sigurðsson og Helgi Þorvaldsson. Fulltrúar landshlut- anna voru kjörnir Kristján Jónas- son Vesturlandi, Rafn Hjaltalín Norðurlandi, Guðmundur Bjarnason Austurlandi og Jó- hann Ólafsson Suðurlandi. - í uppstillingarnefnd voru Halldór Jónsson, Stefán Gunnlaugsson og Aðalsteinn Steinþórsson. Ný vaxtarræktarstöð: „Þetta er hug- sjónastarfsemi" - segir Sigurður Gestsson Vaxtarræktarmenn á Akureyri fluttu sig um set um helgina. Þeir öxluðu þá lóð sín og héldu niður í kjallara íþróttahallar- innar en fram að þessu hefur aðstaða til vaxtarræktar verið á fyrstu hæð hússins. Það er Sigurður Gestsson, fremsti vaxtarræktarmaður Ak- ureyrar sem rekur hina nýju stöð í eigin nafni en vaxtarræktarsal- urinn á fyrstu hæðinni verður í framtíðinni notaður fyrir skólana og íþróttafélögin. - Það er mikill munur fyrir okkur að komast hingað. Við fáum hér helmingi stærri sal á Úr hinni nýju vaxtarræktarstöð. Mynd: ESE sama verði og aðstaðan hér er mjög góð. Allt ný tæki sem bjóða upp á mikla möguleika, segir Sig- urður Gestsson. Það er óhætt að taka undir það með Sigurði að tækin eru glæsileg og ekki verður undrun blaða- manns minni þegar í ljós kemur að Sigurður hefur smíðað þau öll sjálfur. - Það er ein höfuðástæðan fyr- ir því að við fluttum hingað niður að ég sætti mig ekki við það að smíða þessi tæki fyrir ekki neitt og láta svo nemendur skólanna sem hafa gengið mjög illa um sal- inn uppi, eyðileggja tækin. Það liggur í þessu hálfs ars vinna og ég get fullyrt að þau eru sambæri- leg við bestu erlendu tækin á vaxtarræktarstöðvunum í Reykjavík. - Það hefur þá ekki komið til tals að þú færir út í framleiðslu? - Það var alveg inni í mynd- inni en nú þegar virðist eiga að rífa DNG, fyrirtækið sem ég vinn hjá, upp þá helga ég því starfs- krafta mína. Þess má geta að æfingasókn í vaxtarræktinni _er mjög góð. Um 50 til 60 manns koma þar að með- altali á dag og nú eru einmitt haf- in kvennanámskeið sem Einar Guðmann vaxtarræktarmaður og starfsmaður stöðvarinnar leið- beinir á. Spyrjum Sigurð að lokum hvort vaxtarræktarstöðin sé mik- ið gróðafyrirtæki. - Gróðavon er engin. Ég hef lagt fram mikið fé í þetta og þetta er hugsjónastarfsemi hjá mér. Ég má sennilega þakka fyrir að sleppa sléttur út úr þessu, segir Sigurður Gestsson. - ESE 1-X-2 Jón Bjarni Stefánsson. „AS13BÚ3 til bjartsýni" - Þessa vikuna sækjum við okk- ur spámann alla leið suður á Eyrarbakka. Þar býr Jón Bjarni Stefánsson Chelsea-aðdáandi, einn sá harðasti hérlendis. Hann byjaði að balda með liðinu árið 1966, og við spuröum hann hvers vegna. „Ég var á Samvinnuskólanum að Bifröst og skólabróðir minn einn þar hafði kynnst þessu liði er hann var við nám í London. Þetta varð til þess að ég fór að gefa liðinu gætur og það var ekki erfitt á þessum árum að hrífast af því Uði sem þar vm « ferðinni. í liðinu voru margir snjallir kappar eins og Bonetti markvörður, Pet- er Osgood og ekki má gleyma „H-mönnunum" Hollins, Hogd- son og lltitcliinson." - Hvernig Mst þér svo á Nðið í dag? „Ég er ánægður með þróun mála á Stamford Bridge. Eftir erfitt tímabil þar sem fjárhags- örðugleikar urðu til þess að selja vurð marga fræga leikmenn er iuí htiio að byggja aftur upp gott og skemmtilegt lið. Frumlínan er afar aðgangshörð með marka- skorarann núkla Dixon í farar- broddi og ég sé ekki ástæðu til annars en bjartsýni varðandi liðið." Getraunaseðill yikunnar virð- ist nokkuð suiini en hér keniur spá Jóns Bjarna: l.utoii-A. Villa X Nonvich-West Ham 1 N. Forest-Man. Vtá. 2 QPR-Everton X Sheff. Wed-Cheisea 2 Southampton'Arsenal X Stoke-Ipswkh X Brightan-Grimsby X Carlisle-Portsmouui 2 Huddersfieid-Worves 1 Schrewsbury-Leeds 2 Wimbleton-Barnsley 1 Þráinn með 4 rétta Þráinn Stefánsson spámaður sið- ustu viku var með 4 leiki rétta og er Ijóst að hann er úr leik. Sig- urður Pálsson er enn bestur með 6 rétta, en allir aðrir en hann og Þráinn sem spáð hafa til þessa eru með S rétta. 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.