Dagur


Dagur - 05.12.1984, Qupperneq 12

Dagur - 05.12.1984, Qupperneq 12
MAUl Lægsta tilboði tekið Ákveðið hefur verið að taka lægsta tilboðinu sem barst í gerð annars áfanga Leiruveg- arins. Forráðamenn Ýtunnar sf. á Akureyri og Reynis og Stefáns á Sauðárkróki sem áttu lægsta til- boðið í verkið, gengu í síðustu viku á fund vegagerðarmanna og staðfestu tilboð sitt. Tilboðið hljóðaði upp á 12.125.200 kr. en það er 45,5% af upphaflegri kostnaðaráætlun, 26.646.485 kr. Búist er við því að skrifað verði undir samninga seint í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu þegar verktakarnir leggja fram framkvæmdaáætlun sína. Verk- inu á að vera lokið fyrir 1. októ- ber næsta ár en verktökum er í sjálfsvald sett hvenær fram- kvæmdir hefjast. - ESE Stjórn SVA: Vill láta hanna fram- tíðarbiðskýli í Miðbænum Stjórn SVA hefur lagt til, að hafin verði hönnun framtíðar- biðskýlis fyrir strætisvagnana, á lóð sunnan Strandgötu og austan Nýja bíós. I bókun stjórnarinnar er sagt, að hönnunin þurfi að hefjast „svo fljótt sem unnt er“. Jafnframt er tilgreint að í húsinu þurfi að vera aðstaða fyrir farþega, verslun, upplýsingar og farmiðasölu. Einnig er reiknað með kaffistofu og snyrtingum fyrir starfsfólk. Áætlað er að húsið verði um 200 fermetrar. Stjórn strætisvagn- anna óskaði eftir frekari hug- myndum um nýtingu hússins frá bæjarstjórn, en bæjarráð hefur lagt til að afgreiðslu á þessu máli verði frestað. Bæjarráð hefur hins vegar samþykkt, að stjórn strætisvagn- anna verði heimilað að festa kaup á nýjum vagni og verði við það miðað, að hann komi í notkun um mitt næsta ár. - GS Atvinnumálanefnd Akureyrar: Iðnaðarsamstarf við Grænlendinga Glerárkirkja: Framkvæmdir ganga vel sem hugsanlega möguleika á samstarfi í atvinnumálum er við- gerðarþjónusta hjá Slippstöðinni fyrir grænlenska togara og skip, samstarf milli Sambandsverk- smiðjanna og grænlenskra aðila og aðstoð sem Utgerðarfélag Ak- ureyringa gæti veitt grænlenskri fiskvinnu og útgerð. Einnig hefur verið rætt um aukið samstarf milli Flugfélags Norðurlands og Grænlendinga. Að sögn JónS Sigurðarsonar hefur ýmislegt fleira verið rætt og ber þar hæst ýmiss konar iðnað- arsamstarf. Grænlendingar eiga ógrynni ýmissa málmtegunda í jörðu en orku skortir til að vinna þessa málma. Þar gætu íslending- ar komið til hjálpar. Eins og sjá má á þessari upptalningu er at- vinnumálanefnd með ýmislegt spennandi í deiglunni sem gaman verður að fylgjast með í framtíð- inni. - ESE Bygging 1. áfanga Glerár- kirkju sem hófst í haust hefur gengið mjög vel, en í þessum áfanga er 1. hæð hússins steypt upp. Það er Híbýli hf. sem annast verkið. „Ég sé ekki annað en að verkið sé á áætlun og því á að vera lokið 1. mars,“ sagði Ingi Þór Jóhanns- son formaður byggingarnefndar kirkjunnar. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun að 2. áfanga, en í þeim áfanga á að ljúka við að steypa kirkjuna upp að öðru leyti en því að þak yfir aðalsal verður þá eftir. Við höfum ekki ákveðið hvenær útboð 2. áfanga fer fram, eigum eftir að leggja það niður fyrir okkur. Það hefur gengið vel að fjár- magna bygginguna til þessa vegna þess að við áttum fé í sjóði. Fjármögnun 2. áfanga verður hins vegar stærra mál,“ sagði Ingi Þór. gk-. Miklar vonir eru bundnar við að samstarf takist á milli fyrir- tækja á Akureyri og Græn- Iendinga í atvinnumálum. At- vinnumálanefnd Akureyrar hefur haft þetta mál til athug- unar að undanförnu og í gær mælti Jón Sigurðarson for- maður atvinnumálanefndar fyrir nefndarálitinu í bæjar- stjórn. Það sem rætt hefur verið um Framkvæmdir við Glerárkirkju ganga vel og allt er samkvæmt áætlun. Mynd: Dagvlst vlð Þingvallastræti: Aðalgeir og Viðar hf. með lægsta tilboðið - Bjóðast til að byggja fyrir 75% af kostnaðarverði Sjö tilboð bárust í byggingu dagvistar við Þingvallastræti, á lóðinni við barnaheimilið Pálmholt. Lægsta tilboðið kom frá Aðalgeiri og Viðari hf., upp á 9,6 m. kr., sem er 75,6% af áætluðu kostnaðar- verði hönnuða, sem er 12,7 m. kr. Næstlægsta tilboðið var frá Baldvini Björnssyni upp á 9,8 m. kr., sem er 77,65% af áætlun. Næst komu Byggir sf. méð 10,1 m. kr. og 79,97%, Norðurverk með 10,5 m. kr. og 82,49%, Hí- býli hf. með 10,6 m. kr. og 83,43%, Fagverk með 10,8 m. kr. og 85,28% og hæsta tilboðið var frá Ýr hf. 12,2 m. kr., en það er 96,15% af áætluðu kostnaðar- verði hönnuða. Meirihluti bæjarráðs hefur lagt til, að gengið verði til samninga við Aðalgeir og Viðar hf. á grundvelli tilboðsins. - GS Gert er ráð fyrir norð- austanátt fram undir kvöld en þá snýst vind- ur til suðlægra átta og styttir upp. Gert er ráð fyrir að áttir verði suð- lægar fram á föstudag en þá tekur norðaust- anáttin aftur völdin og um leið mun kólna. # Skotmenn á umferðar- merkjaveiðum „Það er furðulegt að fullorðn- ir menn skuli skemmta sér víð slík skemmdarverk, sem ekki aðeins valda þjóðfélag- inu fjárhagslegu tjóni, því með þessu háttalagi skerða þeir einnig öryggi samborg- aranna,“ sagði einn af starfs- mönnum Vegagerðarinnar, í samtali við Dag. Tilefnið var stórkostleg skemmdarverk, sem skot- glaðir veiðimenn eru sí og æ að valda á umferðarmerkjum við þjóðvegi iandsins. Nýj- asta dæmi þess sagði starfs- maður Vegagerðarinnar mega sjá við vestustu brúna yfir Eyjafjarðará, en þar varða endurskinsmerki aðkeyrsi- una að brúnni. En eitt merkið hefur verið eyðilagt, þar sem skotið hefur verið í það með haglabyssu af stuttu færi. „Hér er ekki um óviljaverk að ræða og það er greinilegt að þarna hefur engin rjúpa verið í sigti, því það hefur verið skotið í skiltið af svo stuttu færi. En þetta er einungis dæmi, því víða má sjá illa far- in umferðarmerki. Hér á ekki að geta verið um óviljaverk að ræða, því jafnvel þó veríð sé að skjóta á rjúpu, þá á ekki að gera það við þær aðstæð- ur að umferð um þjóðvegi landsins sé í skotfæri. Sifkt gerir enginn sem á annað borð er fær um að með- höndla skotvopn svo vit sé í,“ sagði starfsmaður Vega- gerðarinnar í lok samtalsins. Þessi ábending er þörf og rétt að benda skotglöðum veiði- mönnum á þá staðreynd, að það getur engan veginn verið umferðarmerkjum að kenna þótt þeir haldi tómhentir heiml! # Innrás frá Færeyjum Nú er illt í efni. Ef allt fer sem horfir megum við búast við færeyskri innrás á Suðaust- urlandið, ef marka má frétta- klausu í Dimmalætting, hós- daginn 29. nóvember sl. (fréttinni er greint frá því að eitt sinn hafi Færeyjar verið staðsettar rétt norðan Bisc- aya-flóa í landi Frakka. Nánar tiltekið á 46. gráðu norðlægr- ar breiddar. Síðan segir Dim- malætting: Kanningar vísa, at jarðarlagið har á leiðini, við Föroyum omaná, er rikið spakuliga norðureftir við ein- ari miðalferð, sum hevur uml. 35 mm um árið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.