Dagur - 07.12.1984, Side 3

Dagur - 07.12.1984, Side 3
7. desember 1984 - DAGUR - 3 Indriða ég inm vrnn í bókinni er önnur vísa, eignuð Steingrími Eyfjörð Einarssyni, sem lengst af var læknir á Siglufirði. Hún er um Indriða Helgason, sem lengi rak raftækjaverslunina Electro & Co við Ráðhústorg, þar sem nú er af- greiðsla Almennra trygginga hf. Hann var jafnan nefndur Indriði í „Cóinu“, hæglátur maður en fastur fyrir og hafði orð á sér fyrir að vera seinn til svars. Um hann á Steingrím- ur að hafa ort samkvæmt bókinni: Indriða ég inna vann: „Er nú þessi pottur dýr?" Daginn eftir ansaði hann: „Átta krónur sextíu og þrír. “ Ég hef lengi kunnað þessa vísu, allt frá því ég var búðarmaður hjá Indr- iða hér í den. Víst var Indriði fáorð- ur og stundum seinn til svars, en hann var gagnorður og vildi geta staðið við það sem hann sagði. Hann kunni þessa vísu og ég man ekki bet- ur en hann eignaði hana Páli Vatnsdal, sem var símritari á Akur- eyri. Vísan var á hvers manns vörum á sínum tíma, en það vita færri að Indriði svaraði henni á þessa leið: Pó ég stundum svari seint samt ei þarftu að efa; að ég hafi alltaf reynt þér öruggt svar að gefa. Ekki ejriikgur ískúringunum Indriði tuggði skro og eitt af verkum mínum var að þrífa hrákadallinn hans, jafnframt því að sóþa búðina daglega og skúra einu sinni í viku. Þetta þóttu mér leiðinleg verk; lét því stundum nægja að hræra svolítið heim í stofu! EITT SÍMTA og þú færð vörurnar á stórmarkaðsverði Vörulistinn gefur einstaklingum, félögum og fyrirtækjum um allt land einstakt tækifæri til ódýrra og þægilegra innkaupa á matvöru, hreinlætisvöru, gjafavöru, búsáhöldum, húsgögnum og fjölmörgum öðrum vöruteg- undum. Ókeypis flutningur um allt land Þú færð allar okkar vörur á föstu stórmark- aðsverði, hvort sem þú býrð á Seyðisfirði, Hólmavík eða Reykjavík. Við höfum 60 umboðsmenn um allt land sem sjá um skjóta afgreiðslu á pöntuninni, hvort sem hún hljóðar upp á einn sykurpoka eða sófasett. Sáralítil fyrirhöfn Þú byrjar á því að panta hjá okkur vörulista með öllum þeim vörum sem í boði eru. Um leið og þú hefur fengið hann í hendur getur þú gert pöntun, stóra eða litla eftir atvikum. Við sjáum um að senda þér upplýsingar um nýjar vörur jafnóðum og við fáum þær í hendur. Þetta kostar þig ekkert Um leið og þú pantar Vörulistann greiðir þú 350 krónur. Þeir peningar ganga óskertir upp í greiðslu á vörum og nýtast að fullu þó þú notir þér aldrei þjónustu okkar, því eftir 6 mánuði átt þú rétt á endurgreiðslu hafi pöntun ekki verið gerð. Seinirtil Víkurblaðið á Húsavík tileinkar mér nær heila síðu í síðustu viku. svona rétt til að launa mér sendingarnar hér í Blöndu um daginn. Ég þakka ráða- mönnum á þeim bæ heiðurinn. Að sjálfsögðu eru þeir ekki sammála um þá staðreynd, að Hús- víkingar eru frekar seinir til. Þeir hlæja t.d. þrisvar að hverjum brand- ara; þegar þeim er sagður hann, þeg- ar hann er útskýrður og loks þegar þeir fatta ’ann. Þessu hef ég áður vik- ið að, en kollegar mínir á Víkurblað- inu benda á það á móti, að Akureyr- ingar hafi engan húmor og hlægi því aldrei. Þessu er ég ekki sammála, enda sýndi það sig á skemmtikvöld- inu með Ómari í Sjallanum um helg- na, að Akureyringar hlógu dátt - og i réttum stöðum. Hins vegar var tek- ið eftir einum sem hló alltaf löngu seinna. Loks sagði Ómar við hann: Jæja - vinur, varstu að fatta brandar- ann núna? Ertu ef til vill frá Húsa- vík? Þetta var á föstudagskvöldið, en á laugardagskvöldið mætti heill hóp- ur af Húsvíkingum í Sjallann. En þeir föttuðu ekki einu sinni að það var Ómar sem skemmti; Húsvíking- arnir töldu sig sem sé til þess komna á svæðið. En Akureyringarnir vildu heldur hlusta á Ómar. En að þessu öllu slepptu get ég verið Víkurblaðs- mönnum sammála um það, að Þing- eyingar eru mestir, bestir, skemmti- legastir og gáfaðastir. Enda er ég Þingeyingur. Heimili: Sími: .Nafnnr.: □ Vinsamlegast sendið í póstkröfu □ Hjálögð er ávísun kr. 350. □ Greiðsla beint til umboðsmanns við afhendingu Vörulistans. VÖRULISTINN Pósthólf 7089-127 Reykjavik-Simi 91-19495 Taxtaháa tvöfalda Læknabrandarabókin hans Ólafs Halldórssonar er komin í bókabúðir, en hér í Blöndunni hef ég áður fjall- að um þessa bók. Kristján frá Djúpa- læk skrifar um bókina í HD í dag og þar fær hún þá stystu umsögn sem ég hef séð nokkra bók fá hjá gagn- rýnanda, sem sé: „Læknisdómur gegn leiðindum“. Bók Ólafs hefst á eftirfarandi vísu eftir Ólaf Svein frá Elivogum: Ljót er gáfa læknanna limi flá og afskera. Taxta háa tvöfalda til að ná í peninga. Það skal tekið fram, að í bókinni stendur „Taxtana háa tvöfalda", en fróður maður sagði mér að þar ætti með réttu að standa „Taxta“. í skítnum og þau óhreinindi sem leita bak við hurðir og út í horn fengu gjarnan að vera í friði. Indriði sá fremur illa á efri árum og treysti ég því að hann tæki ekki eftir þessu. En það fór nú á annan veg. En ekki þurfti hann mörg orð til að setja ofan í við mig frekar en fyrri daginn. Eitt sinn þegar hann kom ofan eftir há- degið; hann hélt þann gamla góða sið að leggja sig um stund eftir matinn, stóð hann lengi við búðardiskinn og grundaði mannlífið á Torginu. Síðan gekk hann inn í kompu sína, en í leiðinni gerði hann mér þann óleik að kíkja á bak við hurðina, sem oft- ast stóð opin. Ég vissi hvað klukkan sló og beið spenntur eftir skömmun- um. Eftir ógnarlanga stund komu þær, í einni þaulhugsaðri setningu: „Hvernig er það með þig Gísli.; þværð þú þér aldrei bak við eyrun?" Að þesum orðum sögðum settist sá gamli og tók til við vinnu sína. En þetta dugði. Eftir þetta liggur við að ég sótthreinsi þau gólf sem ég bregð tusku á. En ég skal viðurkenna það, að mér finnst betra að gera það sjaldan! TÖLVUPAPPÍR ________BQNUSSEÐLAR_________ LAUNASEÐLAR ÖLL ALMENN PRENTUN BÆKUR, BLÖO, TÍMARIT, BÆKLINGAR, EYDUBLÖÐ LAGERVARA Síminn er 91-19495 Hringið eða sendið pöntunarseðilinn og við sendum Vörulistann um hæl. PÖNTUN Ég óska eftir að fá sendan Vörulistann. Nafn: POTfcUt PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HAFNARSTRÆT67A” SÍMI 96-26511

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.