Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vítahringur spillingar Sex þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um skipan nefndar til að gera úttekt á „ svartri at- vinnustarfsemi" og tillögur til úrbóta. í tillögunni er „svört at- vinnustarfsemi “ skilgreind á tvo vegu. Annars vegar sem skattsvik þar sem fjármunum er velt án þess að staðin séu skil á opinber- um gjöldum eða staðið við aðrar þær reglukvaðir sem almennur atvinnurekstur verður að hlíta. Hin skil- greiningin lýtur að starf- semi sem rekin er án tilskil- inna leyfa og réttinda. í greinargerð segir: „Hér skal ekki fullyrt hvérsu stórt og víðtækt þetta vandamál er, upplýsingar um það liggja ekki fyrir. Það er hins vegar mat þeirra er um hafa fjallað að umfang þess sé mikið. Hér er um að ræða óþolandi mismunun milli einstaklinga og fyrir- tækja. „Svört atvinnustarf- semi“ raskar grundvelli samkeppni milli þeirra sem slíka atvinnu stunda og þeirra sem reka fyrirtæki sín eftir settum reglum og standa skil á sköttum og skyldum. Fyrirsvarsmenn þeirra fyrirtækja krefjast þess að samkeppnisaðstað- an verði í þessu efni jöfnuð." Þá er vitnað til Iðnþings íslendinga 1983 þar sem samþykkt var tillaga um að koma þurfi upp samstarfi ríkisvalds og samtaka fyrir- tækja, sem rísi undir því nafni, til að uppræta „ svarta atvinnustarfsemi“, enda eigi þessir aðilar sam- eiginlegra hagsmuna að gæta í þessum málum. Einnig er vitnað til stefnu- skrár Iðnþings þar sem seg- ir m.a. að iðnlöggjöfin sé sett til þess að tryggja at- vinnuréttindi iðnaðar- manna í löggiltum iðngrein- um og ekki síður til að gæta hagsmuna neytenda og tryggja þeim góða og fag- lega þjónustu. í greinargerðinni segir ennfremur að á það sé skylt að benda að „ svört atvinnu- starfsemi" sé ekki aðeins bundin iðnaði. Hún þrífist í ýmsum atvinnugreinum öðrum: „Það eru ekki að- eins atvinnurekendur sem slíka iðju stunda. Það er al- gengt að launþegar, sem margir stunda aðalstarf sitt hjá fyrirtækjum sem bera þær atvinnurekstrarlegu kvaðir sem ríkisvaldið legg- ur þeim á herðar, hverfi að reglubundnum vinnutíma loknum til starfa við „svarta atvinnustarfsemi" í beinni samkeppni við aðalvinnuveitanda sinn. Á það er einnig rétt að benda að ýmis starfsemi á sér stað hér á landi með innflutning, sölu og dreif- ingu ásamt framleiðslu á ýmiss konar varningi án þess að viðkomandi hafi afl- að sér nauðsynlegra leyfa. Sú starfsemi er einnig „svört“. Tilgangurinn með þess- um tillöguflutningi er að vekja athygli á þessu margslungna vandamáli og umræður um það og leita leiða til að brjótast úr þeim vítahring spillingar sem viðgengist hefur á þessu sviði.“ Rafdraumar á aðventu Þá eru hafin fjörbrot þessa merka árs 1984. Enn eitt áriö mun innan fárra vikna veröa brennt og sprengt inn í aldanna skaut, þaðan sem þaö aldrei mun eiga afturkvæmt. Já, að- ventan er hafin, og því er orðið lögmætt að fara að hlakka til jólanna, þessarar stórkostlegu uppfinningar, hvort sem hún er nú frá Guði eða mönnum komin. Án jólanna er óvíst að þessi þjóð hefði haldið það út að skrimta gegnum fannfergi, myrkur og kulda aldanna. Og enn einu sinni bera jólin okkur birtu sína og yl mitt í myrkri óáranar og kreppu. Tveir garðar Það hefur svo sannarlega verið drungaiegt um að litast á þjóð- lífssviðinu að undanförnu. Fyrst langvarandi kjaradeilur sem að vanda enduðu með því að sam- ið var um að koma veröbólgunni upp um tiltekinn fjölda pró- sentustiga í stað þess að ráðast gegn mesta böli íslensks þjóð- félags um þessar mundir, hinni hrikalegu mismunun í tekju- skiptingu sem hér ríkir, bæði milli einstaklinga og byggðar- laga. Gengisfellingin á dögun- um breytir þarna auðvitað engu, og ég fer ekki ofan af því að hún hafi verið hrikaleg sál- fræðileg skyssa þó svo að ein- hverja tölulega réttlætingu hennar megi eflaust finna. Þeir sem áður höfðu efni á að kaupa sér svissneskt súkkulaði á Laugaveginum, munu hafa efni á slíku áfram hvað sem öllum gengisfellingum líður. Sá stjórnmálamaður sem segir það blákalt í fjölmiðlum að nú verði það fólk sem hefur fimmtán þúsund í mánaðarlaun og þaðan af minna, að fara að breyta um lífsstíl til að bjarga þjóðarhag, getur tæpast vænst þess að vera kallaður gott jólabarn. Nema hann hafi bara meint það að þetta fólk eigi að búa við svo góð kjör að það geti tekið upp eitt stykki myndbandstæki úr jólapakkanum. Aö fyrir þetta fólk verði auglýsingin góða ann- að og meira en bara rafdraumur á aðventu. Já, ekki ber á öðru. Jólaaug; lýsingarnar eru komnar á fullt að vanda. Rafdraumarnir eru farnir að fylla hvern krók og kima, og fjölmiðlarnir fitna eins og púkinn á fjósbitanum forð- um daga Ef dæma mætti eftir auglýsingaflæðinu, þá hljóta hér að vaxa peningar á trjánum. Og vissulega er því þannig varið, að minnsta kosti í sumum görðum, þar sem vöxtur þeirra er þegar orðinn slíkur að ekki sér lengur til sólarinnar, meðan í öðrum garði grær ekkert annað en ill- gresi sakir áburðarskorts. Kaþólskir ásatrúarmenn Mitt í allri kreppunni og verð- hækkanafárinu lýsir skært Ijós allt í einu upp hin dimmu svið. Hið heilaga vonarljós jóla- stjörnunnar, sem engin gengis- felling, hversu harkaleg sem hún er megnar að taka frá okkur, og sú von sem jóla- stjarnan vekur er vissulega ann- að og meira en þeir rafdrauniar sem fjölmiölarnir reyna, oft með ærnum árangri að vekja hjá almenningi sem fyrir hver jól er ákaft ákallaður sem Hátt- virtir Neytendur. En þó svo að margur láti glepjast af fjölmiðlaglýjunni, og haldi brott úr heimabyggð sinni í leit að fé og frama við fótskör fjármagnsins, og þótt margur verði undir í þeirri glímu sem þar er háð, því það er líka til undirmálsfólk í Reykjavík, eins og í öðrum nýlenduveldum, oft upprunnið í nýlendunum, þá virðist ennþá vera talsvert eftir af heilbrigðum hugsunarhætti með þessari þjóð, ef marka má niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar um lífsviðhorf Islend- inga. Við segjumst jafnvel vera reiðubúin til að fórna því sem í árdaga skóp hið íslenska sam- félag, einstaklingsfrelsinu, fyrir jöfnuð þegnanna. Þetta er nokkuð sem stjórnmála- mennirnir okkar ættu að hafa í huga, en því virðist nú tæpast vera að heilsa. Þeir hugsa sjálf- sagt flestir líkt og sá sem ég minntist á fyrr í greininni. Hann var bara miklu hreinskilnari, og ber að virða hann fyrir það. Hann þorði að segja það sem hann hugsaði. Það kom annars margt stór- sniðugt fram f þessari könnun. Þannig kom það meðal annars í ljós að íslendingar eru upp til hópa rammkaþólskir ásatrúar- menn sem treysta best af öllum stofnunum þjóðfélagsins sinni lúthersku þjóðkirkju sem þeir vilja sem minnst vita af nema á tyllidögum eða þegar eitthvað bjátar á. Þá sakar ekki að geta þess að við erum hamingjusam- asta þjóð í heimi, en þó heims- ins mesta barlómsþjóð. Niður- staðan verður sú að annað hvort erum við heimsins besta og skemmtilegasta þjóö, eða heimsins stærsta samsafn hræsn- ara. Og einhvern veginn getur maður nú varla verið þekktur fyrir það að trúa öðru en því fyrrnefnda. Próunarhjálp í desember Eitt áf því sem frekar styrkir þessa trú er hið mikla örlæti sem þjóðin sýnir ávallt í des- ember þegar Hjálparstofnun kirkjunnar og aðrir aðilar gang- ast fyrir söfnunum til styrktar bágstöddum f þeim löndum sem hvíti maðurinn hefur í Jesú nafni orðið þess valdandi að hungursneyðir eru árviss við- burður, og við í dag nefnum Þriðja heiminn. Að vísu áttum við engan þátt í þessu svínaríi kynbræðra okkar, en samt kunnum við nú einhvern veginn ekki við það að éta okkur til óbóta af jólasteikinni án þess að hafa gefið einhverjar krónur í þágu hinna sveltandi milljóna. Það má vel vera að í ríkis- stjórnum sumra þessara landa sitji ekki tómir englar. Frægt er til dæmis dæmið um viskíþamb- arana sem eru að leika marxista í Eþíópíu meðan þjóð þeirra sveltur. Við megum þó þakka fyrir það að eiga ekki svona stjórnmálamenn þótt brokk- gengir séu blessaðir. Samt ber okkur siðferðileg skylda til að leggja okkar lóð, þótt lítið sé á vogarskálina þessu fólki til hjálpar. Þetta fólk á sér ekki videóvæddan rafdraum eins og við. Draumur þess snýst um það hvort það muni sjá sólina rísa að morgni eður ei.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.