Dagur


Dagur - 07.12.1984, Qupperneq 6

Dagur - 07.12.1984, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 7. desember 1984 Framtíðarmenn KA — Litið inn á æfingu hjá 6. flokki í handboltanum - Pollarnir sátu í anddyri íþróttahallarinnar er okkur bar að garði. Klukkuna „Voða gaman“ Ekki er okkur kunnugt um hvað Þorleifur Ananíasson var gamall er hann hóf að iðka handknattleik, en sonur hans Leó Örn sem er 9 ára byrjaði fyrir tveimur árum. „Ég spila á línu og þaö er voöalega gaman að vera í hand- boltanum," sagöi Leó Örn er við liittum hann á æfingu 6. flokks. - Þegar við spurðum hann um framtíðaráformin í handboltan- um stóð heldur ekki á svarinu: „Ég ætla auðvitað að reyna að komast í meistaraflokk og það væri gaman að spila 500 leiki þar eins og pabbi. Kristján Arason í FH er uppá- haldshandboltamaðurinn minn og Friðjón Jónsson í KA.“ Leó Örn Þorleifsson. vantaði enn 15 mínútur í 6 svo þeir fengu ekki að fara inn alveg strax til að hafa „Mig bara langaði“ „Ég er nýbyrjaður í hand- bolta en cefði líka fótbolta með KA í sumar, “ sagði Baldvin Valgarðsson er við tókum hann tali fyrir cefing- una. „Mig bara langaði," sagði hann þegar við spurðum hann hvers vegna hann hefði skellt sér í handboltann og Baldvin bætti við að það væri voða gaman. „Við spilum og gerum æfingar og lær- um hvernig á að gera þetta. Ég fylgist vel með meistara- flokki KA og mér finnst KA vera frábært lið núna,“ sagði Baldvin. Baldvin Valgarösson. fataskipti en nokkrum mínútum fyrir 6 var þeim hleypt inn og þustu þá með ópum og óhljóðum til bún- ingsklefanna. Það er svo gaman að vera aðfara á œf- ingu. - Tveir af þjálfurum 6. flokks KA í handknattleik voru mættir á æfinguna, þeir Hafþór Heimis- son og Óskar Elvar Óskarsson, en þann þriðja, Axel Björnsson vantaði að þessu sinni. Við spurðum Hafþór hvort þeir þjálf- ararnir hefðu gaman af því að fást við þjálfun piltanna. „Já það er gaman, annars vær- um við ekki að gefa okkur í þetta. Það er að vísu stundum erfitt að hafa stjórn á strákunum, þeir eru margir á hverri æfingu og kappið er á stundum fullmikið." - Nú gegnið þið ábyrgðar- miklu starfi því þið eigið að koma undirstöðuatriðunum til skila. Hvernig hagið þið æfingunum? „Við höfum % af salnum hérna í íþróttahöllinni og vegna þess hversu margir strákarnir eru á æfingum skiptum við hópnum. Við látum strákana spila á tvö mörk þvert í salnum og á meðan erum við með hina afsíðis í bolta- æfingum. Þeir eru látnir „dribbla" boltanum, skjóta á mark og við reynum að fara í þau undirstöðuatriði sem þeir eru færir um.“ - Nú eruð þið þjálfararnir allir leikmenn í meistaraflokki KA og einnig í 2. flokki. Er ekki nóg að æfa sjálfur og keppa og stunda nám eða vinnu þótt ekki bætist við þjálfun? „Það er í sjálfu sér alveg nóg en þó finnst okkur allt f lagi að leggja þetta á okkur því þetta er gaman. Það má segja að hjá mér sé lífið handbolti og vinna en hjá Axel og Óskari er ’ að handbolti og skólinn," sagði Hafþór að lokum. Allt á fullri ferö á æfingunni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.