Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 7
- Erlingur Davíðsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Dags? - Sá er maðurinn. l- Heill og sæll og til hamingju með 25. bókina I þína, sem kemur ! út núna fyrir jólin. Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bækur? - Ég var lengi blaðamaður og lagði mig þá eftir viðtölum til birt- ingar. Þar rak ég mig jafnan á það, hve lítið af miklu var hægt að birta, því viðmælendur mínir höfðu svo mikið að segja. Bækur með frásögnum fólks og jafnvel ævisögur voru eðlilegt framhald af þessu, svo sem bókaflokkurinn Aldnír hafa orðið. Fyrsta bókin í þeim flokki kom út 1972. En árið 1972, kom önnur bók út eftir mig og hún heitir Konan frá Vínarborg, ævisaga listakonu, sem dvaldi á Akureyri um skeið og kenndi við Tónlistarskólann. Kona þessi heitir María Bayer Juttner. - Kanntu einhverja skýringu á vinsældum bókanna Aldnir hafa orðið? - Ekki aðra en þá, að þættirnir í hverri bók, jafnan sjö talsins, eru hver öðrum ólíkir eins og fólkið, sem segir frá. Bækur þessar geyma ættfræði, sagnfræði, þjóð- hætti og atvinnusögu, þótt ekki sé vísindalega að unnið. En sala þessara bóka hefur verið svo mikil og vaxandi, og miklu meiri en svarar til þessarar lýsingar og á því hef ég enga skýringu. - En hvað með nýja bókaflokk- inn, Með reistan makka? Hvernig hafa viðtökurnar verið? - Viðtökurnar voru á þann veg strax við fyrstu bók, að ég var beðinn að skrifa aðrá, síðan þá þriðju og fjórðu. í bókinni, sem nú er að koma eða komin í bóka- búðir, segja fjórtán frá og Pálmi Jónsson, fyrrv. ráðherra ritar formálsorð. Frásagnir af hestum, sagðar af eigendum þeirra, eiga greiða leið að hug og hjarta ís- lenskra lesenda og efniviður er nægur. - Pú hefur skrifað talsvert um dulræn efni. Ertu spíritisti? - Spíritismi er trú á því, að framliðnir komist í samband við lifandi menn og öfugt, samkvæmt einföldustu skýringu. Það vill svo til, að forsjónin hefur leitt mig á fund margra karla og kvenna með dulræna hæfileika. Ég nefni fólk eins og Hafstein Björnsson, Láru Ágústsdóttur, Ólaf Tryggvason, eyfirsku konurnar Guðrúnu frá Torfufelli og Margréti frá Öxna- felli, Önnu Karlsdóttur á Seltjarn- arnesi og síðast en ekki síst Einar Jónsson á Einarsstöðum. Það þarf þrjóskari menn en mig og meiri þykkskinnung til að úti- loka áhrif frá öllu þessu fólki. Til þess hefði ég þurft að loka bæði augum og eyrum. - Eru bækur um dulræn efni vinsælar hér á landi? - íslendingar eru meiri áhuga- menn um dulræn efni en aðrar nálægar þjóðir og þess njóta bækur um þau málefni. Til dæmis varð bókin, Miðilshendur Einars á Einarsstöðum, metsölubók 1979. 7. desember 1984 - DAGUR - 7 - Fyrir síðustu jól sendir þú frá þér þína fyrstu barnabók. Má búast við fleiri? - Lítil sonardóttir bað mig að skrifa um sig bók. Annað eins ger- ist ekki á hverjum degi. Ég stóðst ekki trúnaðartraust hennar og sagði já. Bókarkornið ber nafn telpunnar og heitir Hildur. Ég hafði raunar ætlað mér að skrifa barnasögur fyrir löngu, en þær eru enn óskráðar. Bókaútgefendur eiga nú í harðri samkeppni við fjöldaframleiddar bækur, erlendar og ódýrar og bjóða rithöfundum, held ég, ekki háar upphæðir fyrir handrit að bókum fyrir börn. • - Tekur þú undir með þeim, sem segja, að „bókin sé dauð" hún hafi orðið undir í samkeppn- inni við myndbönd og plötur? - Víst á bókin í harðri sam- keppni nú og þú nefndir nýja keppinauta. En bókin hefur áður þurft að berjast fyrir tilveru sinni og sigrað. Af gömlum og nýjum keppinautum bókarinnar, auk myndbanda og platna er t.d. út- varp og sjónvarp. En skæðasti keppinauturinn er hinn langi vinnutími fólks. Þrátt fyrir allt þetta lifir bókin og þarf meira til að koma henni á kné. Hitt sakar e.t.v. ekki, að hún gangi í gegn um nokkra eldskírn samkeppninnar, ef höfundar og útgefendur bregðast rétt við. - Að hverju vinnurþú íaugna- blikinu? Ertu með bók eða bækur ísmíðum? - Ég huga að efni í næstu bækur en bíð þess síðan að dag taki að lengja og útgefendur mínir, þeir Björn Eiríksson og Svavar Ottesen í bókaútgáfunni Skjaldborg hf., óski fleiri hand- rita. En þessi bókaútgáfa er sú at- hafnamesta utan höfuðborgarinn- ar þessi árin. - Áttu ekki einhver ónnur áhugamál en að skrifa bækur? - Jú, allir eiga sín áhugamál. Ég hef t.d. lengi stundað stanga- veiði í ám og vötnum, einnig í sjó. Mikið vantar þó á, að ég sé mikill veiðimaður, nema þegar heppni er með. En við árnar hef ég átt fjölmargar ógleymanlegar ánægjustundir. Mér líður ekki vel þegar vorar, nema ég eigi ein- hverja veiðidaga vísa að sumrinu og reyni ég að bæta úr því. Lengst og mest hef ég veitt í Laxá, bæði í Laxárdal og Mývatnssveit og þar hefur umhverfið átt við mig meira erindi en aðrir staðir. Vopnafjarð- arárnar seiða mann einnig til sín og oft hafa þær verið fullar af laxi. - Þú munt hafa starfað mikið í Félagi aldraðra? - Félag aldraðra var stofnað hér á Akureyri 3. október 1982 og í því eru nú nær 500 manns. Stofn- fundurinn var haldinn í Sjallanum og var þar fullt hús. Forsetinn, Vigdís Finnbogadóttir og herra < biskupinn, Pétur Sigurgeirsson, heiðruðu stofnfundinn með nær- veru sinni og fluttu ávörp. Forseti bæjarstjórnar, Valgerður Bjarna-' dóttir, flutti einnig ávarp og færði félaginu fyrstu gjöfina, frá Akureyrarkaupstað. Hvatamaður að félagsstofnuninni var Jón Björnsson félagsmálastjóri bæjar- ins. Sagt hefur verið að ekkert fé- lag hér á landi hafi ýtt úr vör með jafn miklum glæsibrag og Félag aldraðra á Akureyri. Þá þegar fékk það óskabyr, sem enn fyllir seglin. Til dæmis um meðbyrinn gáfu verkalýðsfélögin á Akureyri Fé- lagi aldraðra Alþýðuhúsið með öllum búnaði. Hvílík rausn er sjaldgæf. Hvílíkur happafengur fyrir nýstofnað og fjárvana félag eldra fólks að fá fullbúið félags- heimili kvaðalaust upp í hendurn- ar! Formaður félags okkar er Jón G. Sólnes. Með honum eru í aðal- stjórn við Ragnar Ólason, Júdit Jónbjörnsdóttir og Stefán Reykja- lín, auk þess fimm manna vara- stjórn. Með þessu fólki hefur ver- ið einkar ánægjulegt að starfa, enda stjórnin samhent, forystan framúrskarandi og félagsfólkið viljugt til starfa. Vill þar hver öðrum hjálpa. Mér hefur þótt sér- staklega ánægjulegt að starfa í þessu félagi. - Að lokum Erlingur. Hvernig bókum hefur þú mestar mætur á? Hvað Iest þú sjálfur? - Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á bókum og les fremur lítið. Oft fer það svo þegar ég tek mér bók-í hönd, að ég get ekki lesið hana. Þetta fer þó hvorki eftir efni bókarinnar eða hver höfundurinn er. Hvort ég á að sakast um þetta við sjálfan mig eða höfundinn veit ég ekki og hef aldrei skilið. Þegar nokkrum úrvalshöfundum sleppir, meðal þeirra er Laxness, les ég helst spennandi afþreyingarbæk- ur, þótt skömm sé frá að segja. „Eg hef aldrei Mftmikmn áhuga á bókwn" - segir Erlingur Davíðsson, sem nú sendir frá sér 25. bókina Verslunin Skipagötu 14, Akureyri Hefopnað barnaíataverslun að Skipagötu 14. Nýjar vörur daglega. Komið og skoðið. Opið í hádeginu. Verslunin ÍDA Skipagötu 14, Akureyri. Jólagjöf hestamannsins ReÍðbllXlir, verð frá kr. 1.66S,- ReÍðStígVél, stærðir 32-47, verðfrákr. 750-1.025,- Þetta eru þau frönsku, þau bestu á markaðnum. Munið gjafakortin. Gjörið svo vel að líta inn, það borgar sig. Opið laugardag kl. 10-16. Hjá okkur eru bílastædin við búðardyrnar. Sendum í póstkröfu. Eyfjörö ffi Hialteyrargötu 4 • simi 22275 ¦¦&¦ Ar\UffCiYRARD/bn Frá Strætisvögnum Akureyrar Viðbótarakstur í desember verður sem hér segir: Laugardag 8/12. Fyrstu feröir frá Ráöhústorgi kl. 9.35. Síðustu ferðir kl. 16.25 í Glerárhverfi, kl. 16.35 Brekku. Laugardag 15/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 9.35. Síðustu ferðir kl. 18.25 í Glerárhverfi, kl. 16.35 Brekku. Fimmtudag 20/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 7.00. Síðustu ferðir kl. 22.25 í Glerárhverfi, kl. 22.35 Brekku. Laugardag 22/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 9.35. Síðustu ferðir kl. 23.25 Glerárhverfi, kl. 23.35 Brekku. Ekið verður samkvæmt leiðabók fyrir og eftir hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.