Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 8
 Margir hverjir borga í „FUOTANDIGENGI — og það líkar mér mœta vel - Rætt við Harald Þórarinsson, bónda, fréttaritara og bifvélavirkja í Kvistási í Kelduhverfi, um eldgos, halanegra, riðuveiki og erlenda ferðamenn cc Haraldur Þórarinsson í Kvistási œtti fyrir löngu að vera orðinn landsfrægur. Oft á viku flytur hljóðvarpið fréttir úr Kelduhverfi og nágrenni og hvort sem það eru kvenfé- lagsfundir eða Kröflu- eldar, er það Haraldur Þórarinsson sem er heimildarmaðurinn. Nafns fréttaritarans er þó sjaldan getið en lík- \ lega stafarþað afmeð- fœddri hœversku og lítillœti Þingeyingsins. Haraldur Þórarinsson er úti viö ásamt syni sínum þegar blaða- menn Dags ber að garði. Þeir hafa verið að lagfæra rotþróna en Haraldur segir stutt í að þessum skítverkum ljúki. - Farið þið bara inn og fáið ykkur kaffi. Ég kem rétt strax. Það er eins og við manninn mælt, kaffið er rétt ný- komið í bollana er Haraldur snarast inn. - Þið verðið að af- saka þó ég drekki ekki kaffið með ykkur. Ég er nefnilega með sérþarfir, segir Haraldur og skellihlær. - Ég held mig við þetta, segir hann og nær í kakó- brúsa upp í hillu. Blandar kakóið í rólegheitum, sýpur á og segir svo: - Hvað viljið þið heyra? Við spyrjum um mál málanna í sveitinni. - Ætli það sé ekki riðuveikin. Hún hlýtur að vera mjög ofarlega á baugi, segir Haraldur. - Eitthvað höfum við heyrt á það minnst að veikin sé landlæg hér? - Ekki veit ég það en hitt grunar mig að riðuveiki sé í fé á flestum bæjum hér. Það á að skera niður hér á einum bæ í haust en niðurskurði á öðrum var frestað til næsta sumars vegna þess að bóndinn var búinn að heyja. Jú, ég er þeirrar skoðunar að það sé eitthvað bogið við þetta ráðslag. Sjálfur á ég hvorki lrind, kött né hund, bara eina kerlingu, en ég held að þetta sé það aum- asta kák sem ég hef heyrt um - en hafðu það ekki eftir mér, segir Haraldur og hlær skellihlátri og er greinilega sama hvort yfirvöld heyri þessa skoðun hans. - Þetta er sauðfjárræktarhér- að? - Já, ég kalla að hér sé hálft annað kúabú en hér var talsvert um blandaðan búskap. Það er mín skoðun að það sé algjör vit- leysa að grauta þessu svona saman. ¦__ I_____.•¦.- ¦ - ¦ : :'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.