Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 9
Fréttaritarinn - Þú ert fréttaritari útvarpsins. Heyrir þú oft í þeim á fréttastof- unni? - Á hverjum einasta degi og stundum tvisvar og jafnvel oftar á dag. Ég talaöi við þá snemma í morgun þannig að þeir eru búnir að fá línuna í dag. segir Haraldur og glottir. - Ég er búinn að gleyma því hvað ég hef verið lengi fréttarit- ari, segir Haraldur þegar við spyrjum hann út í þetta atriði. - Man ekki hvenær ég byrjaði en ég hef alltaf haft þann háttinn á að hringja í fréttastofuna og láta vita ef mér finnst eitthvað frétt- næmt á seyði. Það hefur líka mætt talsvert á mér vegna Kröfluelda í gegnum árin vegna þess að eldarnir sjást einna best héðan úr byggð. Þeir halda lík- lega fyrir sunnan að ég búi á gos- sprungunni. Mikið leið mér ann- ars bölvanlega á dögunum. Ég 'var einn af fyrstu mönnum að eldgosinu en gat engan látið vita. Var auðvitað sambandslaus við umheiminn þar til ég kom heim. - En fréttaritaralífið er ekki bara eldgos? - Sei, sei, nei. Ég sendi þeim fréttir af öllu mögulegu. Þeir fengu t.d fréttina af því að gull- skipið væri fundið frá mér, segir Haraldur drjúgur á svip. - Hvernig komst þú að því? - Hrein tilviljun. Forstjórinn fyrir björgunarstöðinni var stadd- ur hérna í heimsókn hjá fiskeldis- stöðinni. Sonur hans hringdi og færði honum fréttirnar. Ég frétti af þessu, settist niður og beíð eft- ir hádegisfréttunum og þegar ekkert kom um gullskipið, hringdi ég í Helga H. Jónsson á fréttastofunni og lét hann vita. Haraldur hættir frásögninni og lítur á Kristján ljósmyndara, sposkur á svip. - Ertu fljótur að hlaupa? spyr hann svo prakkara- lega. Spurningin kemur flatt upp áKristján. Veit sig saklausan af öllum hlaupaafrekum og áttar sig ekki strax á því hvað Haraldur er að fara. - Stökktu eftir neftób- akspontunni minni þarna á ís- skápnum, segir hann svo og aldrei þessu vant er Kristján óvenju snar í snúningum. Af- þakkar þó að svífa á nasavængj- um neftóbaksins með Haraldi. Bifvélavirkinn Eftir vænan skammt af neftóbaki og tilheyrandi snýtur, segir Har- aldur: - Viljið þið heyra söguna af því þegar ég ætlaði að verða ríkur? Við játum því og sögu- maður heldur áfram: - Ég segi ykkur þetta eins og ég sagði honum Sverri iðnaðar- ráðherra yfir kaffibolla á dögun- um. Ég ætlaði að verða ríkur með því að sá rófum. Vegna þurrka komu rófurnar seint upp og þegar þær loksins komu voru þær vægast sagt undarlegar í lag- inu. Þær voru allar teygðar og ég kallaði þær halanegra. Það var þó ekki það skrýtnasta heldur það hvar þær komu upp í garðin- um. Ég hafði sáð í þrjár rastir frá austri til vesturs en rófurnar komu upp í röstum sem vissu frá suðri til norðurs. Þá mundi ég að skömmu eftir að ég setti niður, kom sterkur hvirfilvindur yfir flagið og hann hefur sogað upp hvert einasta korn og lagt þau það kæruleysislega niður aftur að við þurftum ekki að hugsa um að taka upp nema rétt í jöðrunum. Ég ætlaði mér að fá upp ein 20 tonn af rófum en niðurstaðan varð sú að ég fékk í 18 poka- skjatta - allt halanegra, segir Haraldur og hlær dátt. - Sumarið í sumar? - Það er búin að vera gífurleg traffík hér. Gott ef það hafa ekki 35 þúsund manns skráð sig í þjóðgarðinum í Ásbyrgi í sumar. - Þú rekur hér dekkja- og við- gerðaverkstæði. Hefur þá ekki verið nóg að gera? - Ég skal segja þér það að fyr- ir einum 10-15 árum var oft gríðarlega mikið að gera hér. Ég taldi eitt sinn 39 sprungin dekk eftir einn langan og strangan vinnudag, en þá var allt gert með gamla laginu. Eftir þann dag ákvað ég að kaupa dekkjavél en síðan hefur jafnt og þétt borist minna af sprungnum dekkjum hingað. Það eru kannski tvö dekk að jafnaði á dag sem þarf að gera við - yfir háferðamannatímann. - Er þetta betri vegum að þakka? - Ekki bara það heldur að bíl- arnir eru léttari í dag og mun minna hlaðnir. Það held ég að sé aðalskýringin. Hér áður fyrr þeg- ar fólk fór í ferðalög, byrjaði það á því að kjaftfylla bílinn af alls kyns drasli. Síðan var settur mannhæðarhár stafli á toppgrind- ina og loks tróðu fjórir fullorðnir og álíka fjöldi af börnum sér inn í bílinn. Niðurstaðan varð sú að þetta fólk var að skipta um dekk allan hringinn. - Hvað með sjálfar bilanirnar, á vélum og þvíumlíku? - Það hefur líka dregist saman, segir Haraldur og dæsir. - Algengustu bilanirnar? - Því get ég ekki svarað um- hugsunarlaust, segir Haraldur eftir stundarþögn. - Ætli ég geti bara nokkuð svarað því. Hér hef ég fiktað í öllu frá jarðýtum niður í vekjaraklukkur þannig að það er erfitt að leggja allt á minnið. - Hvað sækja menn hingað í Keiduhverfið? - Það er Ásbyrgi, maður lif- andi og Jökulsárgljúfrin, segir Haraldur og lifnar allur við. - Mikið af útlendingum? - Þeir eru eins og mý á mykju- skán. Þeir eru ágætir greyin og svo er það ekki verra að margir hverjir borga í „fljótandi gengi" svona aukalega. Það finnst mér ekki verra. Þeir allra ríkustu gauka kannski að mér heilli flösku af þannig gengi en aðrir gefa vænan slurk. Þetta finnst mér menn sem kunna sig. Ég fer ekki ofan af því, segir Haraldur og smitandi hlátur hans syngur um eldhúsið. Það er kominn tími til að yfir- gefa Harald Þórarinsson, þús- undþjalasmið í Kvistási. Við af- þökkum að snæða með honum hrefnukjöt í hádeginu en höldum þess í stað á vit pylsanna í Ás- byrgi. Það kemur á daginn að sennilega voru það slæm skipti. Texti: Eiríkur S. Eiríksson Mynd: Kristján G. Arngrímsson Kristján frá Djúpalæk skrifar ¦:¦¦ ¦¦¦ ¦¦ : . '.¦..':;:,:-.. ¦:-:¦¦: Jón Bjamason frá Garðsvík: Gott fólk Viðtöl og frásagnir Þegar Jón hætti búskap aldraður orðinn hóf hann að rita bækur í bundnu og óbundnu máli. Þetta hefur lánast mjög vel. Þessi nýja bók segir frá fjölda samferða- manna hans og vina og ber hann öllum mjög vel söguna eins og bókarnafn bendir til. Lýsir þetta kannski best höfundi sjálfum. Ætli maður mæti ekki gjarna sjálfum sér í þeim sem maður íþættir. Jón er gæddur þeim hæfi- leikum sem drýgstir reynast rit- höfundum, það er þrautræktað tungutak sveitamanna og frá- sagnalist. Hann finnur orð við hæfi í hverju falli. Þar er ekki staglstíllinn. Lestúr bóka Jóns er hollur. Hann eykur manni trú á mennina vegna kynningar hans á þeim og svo hefur hann erft náðargáfu skopskynsins. Gott er þá hann ritar um dýr: „Þegar ég keypti hann Bleik" er góður kafli hér og hefði mátt segja meir af hesti þeim. Kannski er þetta ein besta bók Jóns í Garðsvík. En að óþörfu talar hann um sjálfan sig sem ómenntaðan „heimalning", „frægðarlausan sveitakarl" og „flón mitt", ber mest á þessu er hann segir frá kynningu sinni við mennta- eða embættismenn og bendir til minnimáttarkenndar. Myndu fáir trúa sem til þekkja. Ólafur Halldórsson: Læknabrandarar Umsögn: Læknisdómur gegn leiðindum. Bragi Sigurjónsson: Göngur og réttir Á sl. ári hóf Skjaldborg endurút- gáfu á þessu gagnmerka riti sem löngu var upplesið. Mörgum þeim er smalablóðið streymir í æðum hlýnar um hjartarætur við lestur þess. Fyrsta bindið fjallaði um Skaftafells- og Rangárvalla- sýslur ásamt Vestmannaeyjum. Þetta nær yfir Árnes-, Kjósar-, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Eins og allir munu viðurkenna eru þetta þau atriði búskapar- sögu sem mörgum eru hugstæð- ust, en í bókum þessum er ekki einungis um að ræða spennandi frásagnir um fjallaferðir í blíðu og stríðu heldur fróðleikur mikill um óbyggðir landsins og fornar hetjur meðal manna og hesta. Hér er sem sagt um nokkra fjöl- fræði að ræða, þar er málfar manna í hinum ýmsu byggðar- lögum mikill lærdómsauki. Bragi ritstýrir enn þessu verki og ritaði hann í fyrra bindi ítar- legan formála um þróun afréttar- mála frá upphafi. Höfundur gerir einnig grein fyrir breytingum á tilhögun á gangnaslóðum o.fl. Bókarauki fylgir þessu bindi, segir þar frá afréttarferð í Bisk- upstungum 1983 og ýmislegt af fjallskilum Hvítsíðinga. Bók þessi er hvorki meira né minna en hálft fimmta hundrað blaðsíð- ur með 90 myndum, ýmsum áður óbirtum, einnig eru kort af gangnasvæðum. í þessu bindi er fróðlegur kafli um fjármörk og fylgja skýringa- myndir af þeim. Þá eru birt fjár- mörk Færeyinga á þeirra tungu; sýnist vel til fallið, fé er rásgjarnt. Við ættum að birta í bók hjá þeim laxamörk - á íslensku. Martin Næs Síniuii Sámal . . . Símon Pétur Barnasaga Það nýmæli gerist nú að Skjald- borg gefur út barnabók á tveim tungum, færeysku og íslensku, og kemur bókin út í báðum löndum samtímis. Höfundur er færeyskur rit- höfundur, búsettur hér í bæ. Hann hefur þýtt íslenskar bækur á sitt mál og er gott til að vita að þessar grannþjóðir miðli hvor annarri og samvinna þeirra snúist um fleira en þorsk, þó góður sé. Þóroddur Jónasson þýddi bókina á íslensku og Þóra Sigurðardóttir myndskreytti prýðilega. Nú er það svo að mér þykir færeyskan undur skemmtilegt mál og er okkur vel skiljanleg, en börnin okkar eru ekki svikin af íslensku þýðingunni. Sagan fjallar um 4ra ára dreng, Símun Sámal, afa hans og foreldra og er létt, hlý og eðlileg í ljósi þess að vera samtal æsku og elli. Ég mæli með henni handa litl- um kútum. Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum: Ritsafn 1. Djúpdælasaga Útgefandi Sögufélag Skagfirðinga Skagfirðingar eru meira en syngj- andi riddarar, þar eru skáld og fræðimenn, tónsmiðir og frægð- arfólk. Kristmundur Bjarnason er einn af allra merkilegustu fræði- mönnum aldarinnar, ekki aðeins vegna natni fræðamannsins frá upphafi sögu, heldur fyrir sér- stakt vald á meðferð tungunnar og háttvísi. Hann ritar hér um hinn ágæta, sjálfskapaða fræði- mann Stefán á Höskuldsstöðum af svo mikilli hind að sönn unun er að lesa. Maður sér og heyrir þennan einfara nútímans, bónd- ann á Höskuldsstöðum, með hugann aftur í öldum. Krist- mundur dáir hann og virðir, en brosir í kampinn með sjálfum sér. Stefán er svo dásamlega mik- ill einstaklingur. Annars eru hér margir menn að verki: Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdótt- ir sáu um útgáfu þessa bindis og Sölvi ritar Aðfaraorð. Stefán er sagnamaður af hinum klassíska skóla, þeirra Gísla Konráðssonar og Espólíns. Hann tínir margt til, sem ekki er mjög stórbrotið við snögga sýn, en þarflegt samt sem fyllingarefni í þjóðlífsmyndina. Merkastar eru sagnir um árekstrana milli Mera- Eiríks og Skúla fógeta. Þá má ekki gleyma frásögnum af þjófa- leitinni fornfrægu í Bólu. Ekki verður samt úr skorið hér fremur en áður hvort Hjálmar kallinn var sauðaþjófur eða ekki. Ég hef enga trú á þyí. Hann var of stór- brotinn athafnamaður til að leggjast á lömb að hætti refa. Ég hefði betur skilið bankarán elleg- ar hertöku hafskips af hálfu hans. En Stefán unni sér ekki hvíldar að spyrja, grúska og skrifa. Þetta bindi fjaljar um miklu fleiri en Djúpdæli. Prestar eru alltaf nærri þar sem eitthvað er að gerast og áður fyrr (ekki lengur) fjölþreifn- ir til fjár og kvenna. Höskulds- staðabóndi hafði líka auga með vísum og finnur margt, ekki allt af fyrstu gráðu, en sýnishorn þó af þjóðháttum. Betur að sú árátta endist með Islendingum að ríma smámuni eins og hina dýpri spek- ina. Skagfirðingar kunna enn að stuðla stöku svo sem gerðu feður þeirra og mæður. Næstu binda af fræðum Höskuldsstaðabónda er beðið. Merkt fræðasafn í fæðingu Guðmundur Daníelsson: Krappur dans. Jarðvistarsaga Jóa Vaff „Bókavinur" tjáði mér að ég væri alltof mildur í dómum mínum um bækur. Aldrei ætti að hæla bók alfarið heldur benda alltaf á eitt- hvað sem miður færi. Þá yrði hól- ið tekið alvarlegar og þetta skap- aði ritdómara tiltrú. Og hann bætti við: - Raunar ætti að tæta þá flesta í sig sem nú skrifa bækur. (Hann hefur trúlega talað við Jóhönnu löngu áður en hann ræddi við mig.) En ég verð að hryggja þennan „bókavin" í þetta sinn. Þessari bók hlýt ég að gefa ágætiseink- unn. Ævintýramaður, kallaður Jói Vaff (Jóhann Vilhjálmur Daníelsson. fæddur um 1870), punktaði niður minningar sínar um áttrætt. Guðmundur tók þessa punkta og gjörði af bók. Strax í fyrsta kafla fer höfundur á slíkum kostum máls og stíls að til unaðar er. Allt frá því að Jói Vaff var seldur um fermingu suður í Voga og þar til veru hans hjá kaupanda lauk eftir nokkur vor var líf hans gott; en allt í öfgum og óvenju. Kaupandi drengsins, Egill í Aust- urkoti, útvegsbóndi og fiskkaup- andi, salt- og brennivínssali, tók þessum labbakút austan úr Holt- um vel svo og aðrir heimilis- menn. En þarna var Bakkus kon- ungur dýrkaður meir en nú þekk- ist þrátt fyrir allt. Drengurinn var settur yfir söluna og eftir því sem saltbingur minnkaði komu brennivínskaggarnir í Ijós. Bóndi og aðrir heimamenn drukku og nutu lífsins með höfðingjum og var ekki treyst til að selja þá vöru sem þeir kusu fremur að neyta. Drengur stóð vel í stykkinu og loks er „dauðadrykkjan" mikla fór fram og húsbóndi kominn í mold hófst annað og svipminna tímabil í ævi Jóa. En það átti eftir að fá á sig hálfgerðan Dallas-brag síðar. Miðkafli bókar segir frá rölti Jóa milli verstöðva og annarra anna. Og hann lendir nýkvæntur í jarðskjálftunum miklu á Suður- landi. Síðan hefst verslunarsaga hans á Eyrarbakka. Þar var nú ekkert logn og ládeyða: Nei. þjófnaðir, grunur um morð, hús- brennur og fleira í þeim stíl er uppistaða lífssögunnar. Það má hafa verið óskemmtilegt að búa þá í þessu litla þorpi: Allir undir grun - rógur, tortryggni og mein- særi daglegt brauð. Og það er reyndar kona héðan af Akureyri sem gerist aðalákærandi í ræðu og riti og fær bóndi hennar sinn skerf af sakaráburðinum. Mála- vafstur mikið fylgdi þessari glæpaöldu hins forna verslunar- staðar enda voru nú nýir siðir á döfinni: Kaupfélögin í fæðingu. Guðmundur Daníelsson hefur unnið hér úr miklum örlögum ákaflega skilmerkilega sögu og skemmtilega. Falleg bók. Set- berg gefur hana út af rausn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.