Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 7. desember 1984 „Ég veit ekki hvernig farið hefðifyrir okkur hérna á „klakanum" ef við hefðum ekki haft Ómar Ragnars- son til að stytta okkur stundinar undanfarin 25 ár; ætli við værum ekki einfaldlega þjökuð afþunglyndi," sagði einn eldhress aðdáandi Ómars Ragnarssonar, eftir að Ómar hafði kitlað hláturtaugar Sjalla- gesta talsvert á aðra klukkustund sl. föstu- dagskvöld. Húsið var troðfullt og gestir hlógu sig máttlausa, enda var Ómar ístuði og virtist hafa ótæm- andiþrek. Hannfór einnig á kostum fyrir troðfullu húsi í Sjall- anum á laugardags- kvöldið og á sunnu- dagskvöldið „mess- aði" kappinn yfirfull- skipaðri Akureyrar- kirkju á aðventu- kvöldi. Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson mar 1 aldarfjórðung", hét skemmtidagskráin, en í vor voru liðin 25 ár frá því að Ómar Þorfinnur Ragnarsson byrjaði að skemmta landanum á sinn einstaka hátt. Þar af leiðandi var dagskráin að hluta til upp- rifjun á því efni sem Ómar hef- ur skemmt með í þennan aldar- fjórðung. En þar er þó ekki nema um lítið brot að ræða, því ef Ómar hefði ætlað að flytja allt það efni sem hann hefur samið, hefðu Sjallagestir þurft að sitja undir því í 60 klukkustundir! Og Ómar kom víða við. Hann söng gamalkunnug lög eins og „Hott, hott á hesti", „Mér er skemmt", „Elskað í akkorði" og „Sveitaball", svo einhver séu nefnd. Hann sleppti því heldur ekki að gera grín að sínum fræga skalla. „Við skaliarar erum bara svona vegna þess að öll okkar elli hef- ur safnast fyrir á þessum eina bletti, en við eldumst ekki niður eins og hinir," sagði Ömar. Ómar minntist þeirra undir- leikara sem hann hefur starfað með og nokkrir þeirra voru mættir á svæðið; m.a. Akureyr- ingurinn Haukur Heiðar, lækn- ir, og Tómas Grétar Ólafsson, sem á helminginn í „Frúnni" með Ómari. Og nú eru þeir búnir að fá sér nýja „frú", sem er stærri, burðarmeiri og fljótari en sú gamla. Ingimar Eydal var einnig hylltur sérstaklega, en hann og hljómsveit hans sáu um undirleikinn hjá Ómari þetta kvöld. „0, hann er dásamlegur þegar hann er kominn í Skoda- stellingarnar," sagði Ómar þeg- ar Ingimar var sestur við píanó- ið. „Við Ingimar Eydal eru sér- staklega góðir vinir," sagði Ómar, „ekki síst vegna þess að við eigum sameiginlegt vanda- mál, sem er matur. Einhverju sinni fór Ingimar til læknis út af þessu og læknirinn sagði: Þú mátt aldrei borða þig saddan. - Það er nú einmitt vandamálið, þess vegna borða ég svona mikið, ég verð nefnilega aldrei saddur, sagði þá Ingimar. Ingimar var að tala um það við mig áðan, að þetta yrði allt annað líf ef dæmið snerist nú við. Hugsaðu þér Ómar, ef fitan yrði nú allt í einu holl, en hel- vítis kálið yrði óhollt og vont. Nei, þá er betra að lifa stuttu, feitu og skemmtilegu lífi, held- ur en löngu, mögru og Ieiðin- legu," sagði Ómar - að Ingimar hefði sagt. Og svo söng hann „Hott, hott á hesti" og til þess notaði Ómar sérstakan búning. „Fyrst og fremst þarf maður að vera í góðri úlpu, en það er líka mikið atriði að hafa húfu, og hún verður að vera með góðu deri svo hesturinn sólbrenni ekki. Og svo er ég hér með svipu, sem ég fékk lánaða. Ég hélt að Ingimar hefði útvegað mér gripinn, en hann sagði að þeir væru alveg hættir að nota svona tæki við kennsluna! Svipan er í eigu Gunnars Egilson, flug- umferðarstjóra, sem er orðinn Akureyringur á mettíma, svo mikill Akureyringur að hann býr í Akurgerði 1," sagði Ómar. Og svo kom þetta með belgvettlingana; það er ekki hægt að lýsa orðaleik Ómars um þá á prenti. En áhorfendur urðu að ímynda sér hestinn, því allur sá skari sem kom í mat í Sjall- anum hafði gert hann sér að góðu, sagði Ómar, og í því sambandi gat hann ekki stillt sig um að bæta við: - Og þar með hafa Akureyringar afrekað það að éta undan Ömari Ragnars- syni!!! Og svo kom „Hott, hott á hesti".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.