Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 11
7. desember 1984 - DAGUR - 11 _; 4* lj§ 1 jt 1 4L % ¦'H M* l mt' '*; -¦ ;.Jb 1 -^U JJ1 ^ r-LÆL /^ ^m™¦:•'. x H^jKa*. / á Hermann Gunnarsson var kynnir skemmtunarinnar og leynigestur kvöldsins var enginn annar en Ragnar Bjarnason. Hann færði Ómari kveðjur frá Bessa Bjarnasyni, um leið og hann óskaði Ómari til hamingju með 25 ára skemmtanaafmælið í hundraðasta sinn. Ragnar hafði það eftir Bessa, að Ómar væri áreiðanlega eini maðurinn á íslandi, sem gæti haldið upp á afmæli sitt frá því í mars og fram í desember. Já, Ómar fór á kostum, og Sjallagestir kunnu vel að meta það; þeir hreinlega grétu af hlátri og þegar líða fór á skemmtunina voru margir farn- ir að halda um magann. Hér er ekki rúm til að tíunda allt sem fram fór, en mest held ég hafi verið hlegið þegar Ómar tíund- aði vistmenn á hæli fyrir mis- lukkað fólk úr ýmsum starfs- greinum. Hér fylgir smá sýnis- horn. „Ég er með langan lista af fólki sem ég hef verið að safna á þetta hæli, um 130 manns. Þennan lista hef ég til að geta þrýst á stjórnvöld um byggingu hælisins, en ekki síður til að geta áttað mig á hverjir verða þarna með mér. Þarna verður ruslakarl, sem varð að hætta vegna þess að hann fór í rusl; hænsnabóndi sem varð að hætta vegna þess að hann var orðinn ga-ga; lyftuvörður sem varð að hætta vegna þess að hann skildi hvorki upp né niður í neinu; miðill sem hætti vegna þess að hann náði ekki andanum, hann fór alveg yfir um, og þegar hann kom yfir um sagði hann; þetta er allt annað líf. Og svo verður þarna skurðlæknir, sem varð að hætta vegna þess að hann skar sig úr; og svo hjúkrunarkona sem var með úr. Parna verða líka menn úr sveitinni; smali sem var kominn í fjárþröng og búfræðingur sem var orðið illt í kálfunum. Að sjálfsögðu verð- ur þarna einnig dýrahæli, t.d. fyrir naut sem var dæmt af vegna þess að það gekk fram fyrir skjöldu og hrútur sem komst ekki yfir á; hann hélt að hann væri orðinn ær. Svo verð- ur á hælinu smiður sem varð að hætta smíðum vegna þess að hann boraði í nefið á sér og annar húsgagnasmiður frá Ak- ureyri sem datt um koll. Á hæl- inu verður þar að auki strand- vörður sem hætti vegna þess að hann fjaraði út; fatafella sem varð að hætta vegna þess að hún spjaraði sig; klósettvörður sem hætti vegna þess að hann var orðinn skeinuhættur; veður- fræðingur sem lognaðist út af; nautabani sem varð að hætta keppni vegna þess að nautið stangaði úr tönnunum á honum og gleðikona sem gafst upp í djobbinu vegna þess að hún var ekki mönnum sinnandi. Þarna voru fleiri stöllur hennar; ein varð að hætta vegna þess að hún var svo seintekin og önnur var látin fara af því að það lá alltaf svo illa á henní. En sú þriðja hætti vegna þess að viðskipta- vinirnir fóru svo í 'ana. Og svo- var það hommadeildin. Einn þeirra varð að hætta vegna þess að hann gafst upp á endanum; annar varð að hætta milli jóla og nýárs vegna þess að hann þoldi ekki aftansönginn og sá þriðji gat ekki hætt; hann sneri alltaf aftur og aftur!!!!!!!" Petta er aðeins sýnishorn og það er víst að enginn verður svikinn af „aldarfjórðungi með Ómari". F*eir sem ekki komust um síðustu helgi geta glatt sig við það, að Ómar verður aftur á ferðinni í Sjallanum helgina 28. og 29. desember. Góða skemmtun. - GS Sólbaðsstofa Jazzdansstudio Alice Glerárgötu 26, sími 24979 gengið inn frá Hvannavöllum. . Karlar og konur! Komið og hressið upp á líkama og sál og verið brún í skammdeginu. Við bjóðum 10 tíma afsláttarkort á kr. 700,- Opið mánud.-föstud. kl. 15-23 laugard. kl. 9-19. Sturtur - Sauna. Heitt á könnunni - Verið velkomin. Eriiin fluttíi—i Bílasala Norðurlands tilkynnir að írá og með nk. laugardegi 8. desember opnum við í nýju húsnæði að Gránufélagsgötu 45 Smekklegur sýningarsalur. Bílasala i Bflaskipti * Bílakaup Rílasala Norðurlands Gránufélagsgötu 45, sími 21213, Akureyri. Jolatre og greinar Jólatrjáasala Skógræktarfélags Eyfirðinga í göngugöt- unni heíst laugardaginn 8. desember. Opið frá kl. 10 árdegis. Jólatrjáasala í Kjarnaskógi nánar auglýst síðar. Skógræktarfélag Eyffirðinga. Nýjung C o m b i 10 Tveggja hausa saumavél Overlock Erna Helgadóttir kynnir laugardaginn 8. desember frá kl. 10-12 og 13.30-17. Venjuleg PRAr Kaupangi v/Mýrarveg Sími 26400.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.